Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu eða ÖSE hefur víðtæka reynslu af stofnumótun gegn mansali og alþjóðlega sérþekkingu á brotaflokknum en mansal er alþjóðlegur vandi og oft tengt fjölþjóðlegum, skipulögðum glæpasamtökum. Samhæfingarhópur stjórnvalda í mansalsmálum, sem stofnaður var snemma í sumar, óskaði eftir ráðgjöf fráÖSE en í nýliðinni viku kom helsti ráðgjafi stofnunarinnar í málaflokknum á fund samhæfingarhópsins.
En stjórnvöld hafa verið gagnrýnd af erlendum aðilum fyrir það hve fá mansalsmál nááfram í kerfinu. Af sjötíu og fjórum mansalsmálum sem hafa veriðá borði lögreglunnar síðustu fjögur ár fór aðeins eitt í ákærumeðferð og var það fellt niður.
„Það sem skiptir máli núna er að finna út hvers vegna. Hvar eru þessir blokkerar og við höfum ekki nógu góð gögn um það hvað við erum ekki að gera rétt. En meðþessum samhæfingarhópi erum við að taka alla þekkingu á málaflokknum og setja saman inn í eitt herbergi.“
Halla er mjög bjartsýn á framhaldið. Ég held að við eigum að geta gert Ísland að mansalsfríu landi. Við höfum allan infrastrúkturinn til að gera það, við erum með sterka kvennahreyfingu, við erum með mjög góða löggjöf hvað varðar vændi og eftirspurn eftir vændi. Við erum með mjög sterka verkalýðshreyfingu, hún er sterkari en í lang flestum löndum heims.