Tveimur rænt á sama klukkutímanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. september 2019 06:54 Ungur maður segist hafa verið fluttur gegn vilja í Heiðmörk af tveimur mönnum. Vísir/Vilhelm Tvær frelsissviptingar komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Annars vegar tilkynnti maður um frelsissviptingu/rán klukkan 17 og hins vegar tilkynnti ungur maður um líkamsárás í Heiðmörk um hálftíma síðar. Að því er segir í dagbók lögreglu var maðurinn að aka í Borgartúni þegar tvær manneskju settust inn í bíl hans, kona í framsæti og maður í aftursæti. Mun maðurinn í aftursætinu hafa tekið upp eggvopn og hótað manninum. Konan fór síðan úr bílnum og var manninum sagt að aka á eftir bifreið konunnar. Úr Borgartúninu var farið í hverfi 113 (Grafarholt/Úlfarsárdalur) þar sem ætlunin var að ná peningum af manninum sem ráðist var á með því að taka út úr hraðbanka. Manninum var síðan sagt að aka að heimili sínu þar sem karlmaðurinn sem grunaður er í málinu fylgdi honum inn, stal lyfjum og fleiru. Þegar þeir voru síðan á leið út náði maðurinn sem fyrir árásinni varð að loka útihurðinni á þann grunaða og hringja síðan á lögreglu. Er málið til rannsóknar. Klukkan 17:24 var síðan tilkynnt um líkamsárás í Heiðmörk. Í dagbók lögreglu kemur fram að ungur maður segi tvo menn hafa flutt sig í Heiðmörk þar sem hann var barinn með kylfu og úða beitt á hann. Þá var hann látinn vaða út í Elliðavatn og var orðinn kaldur þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang. Var farið með manninn á bráðadeild til aðhlynningar og er málið í rannsókn. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Tvær frelsissviptingar komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Annars vegar tilkynnti maður um frelsissviptingu/rán klukkan 17 og hins vegar tilkynnti ungur maður um líkamsárás í Heiðmörk um hálftíma síðar. Að því er segir í dagbók lögreglu var maðurinn að aka í Borgartúni þegar tvær manneskju settust inn í bíl hans, kona í framsæti og maður í aftursæti. Mun maðurinn í aftursætinu hafa tekið upp eggvopn og hótað manninum. Konan fór síðan úr bílnum og var manninum sagt að aka á eftir bifreið konunnar. Úr Borgartúninu var farið í hverfi 113 (Grafarholt/Úlfarsárdalur) þar sem ætlunin var að ná peningum af manninum sem ráðist var á með því að taka út úr hraðbanka. Manninum var síðan sagt að aka að heimili sínu þar sem karlmaðurinn sem grunaður er í málinu fylgdi honum inn, stal lyfjum og fleiru. Þegar þeir voru síðan á leið út náði maðurinn sem fyrir árásinni varð að loka útihurðinni á þann grunaða og hringja síðan á lögreglu. Er málið til rannsóknar. Klukkan 17:24 var síðan tilkynnt um líkamsárás í Heiðmörk. Í dagbók lögreglu kemur fram að ungur maður segi tvo menn hafa flutt sig í Heiðmörk þar sem hann var barinn með kylfu og úða beitt á hann. Þá var hann látinn vaða út í Elliðavatn og var orðinn kaldur þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang. Var farið með manninn á bráðadeild til aðhlynningar og er málið í rannsókn.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira