Föst við sinn keip? Þorvaldur Gylfason skrifar 12. september 2019 07:00 Flókalundi – Samtök atvinnulífsins birtu í fyrri viku furðufrétt sem hefst svo: „Meðallaun á Íslandi voru hæst meðal OECD-ríkjanna árið 2018. Meðallaunin voru 66.500 Bandaríkjadollarar en næst komu Lúxemborg með tæplega 65.500 og síðan Sviss með rúmlega 64.000 dollara. Meðallaun á öðrum Norðurlöndum voru allmiklu lægri eða rúmlega 55.000 í Danmörku, 51.000 í Noregi og 44.000 í Svíþjóð og Finnlandi.“ Samtökin tilgreina Efnahags- og framfarastofnunina í París (OECD) sem heimild. Þau virðast trúa því – eins og Viðskiptaráð gerði 2008! – að Íslendingar hafi nú aftur stungið Bandaríkin, Lúxemborg og Sviss af í efnahagslegu tilliti, að ekki sé talað um Norðurlönd. Samtökin virðast nú, eins og Viðskiptaráð 2008, telja Ísland standa þeim „framar á flestum sviðum“.Sem sannara reynist Réttar upplýsingar frá OECD birta aðra mynd af málinu. Skv. þeim var landsframleiðsla á mann á Íslandi 2018 ofan við Danmörku, Svíþjóð og Finnland, já, en auðvitað langt fyrir neðan Lúxemborg, Írland, Sviss, Noreg og Bandaríkin. Staða Íslands er þó ofmetin í þessum samanburði OECD þar eð gengi krónunnar er of hátt eina ferðina enn og á því trúlega eftir að lækka með minnkandi útflutningstekjum og draga Ísland niður eftir listanum sem mælir framleiðsluna í dollurum. Ekkert nýtt í því. Við bætist að landsframleiðsla á hverja vinnustund er skárri mælikvarði á lífskjör í samanburði við nálæg lönd þar eð þá er fyrirhöfnin á bak við framleiðsluna – vinnan! – tekin með í reikninginn. Skv. tölum OECD er Ísland í miðjum hlíðum á þennan kvarða með 68 dollara á tímann á móti 74 dollurum í Bandaríkjunum og 77 í Danmörku 2018. Einnig í þessum samanburði er staða Íslands þó ofmetin bæði vegna þess að gengi krónunnar er nú of hátt eins og ég var að segja auk þess sem nýtt og mun lægra mat á vinnutíma Íslendinga sem Hagstofa Íslands birti fyrir kjarasamningana í vor leið vekur ekki tiltrú. Hagstofan lítur nú svo á að vinnuvikan á Íslandi 2018 hafi að jafnaði verið 31 stund miðað við 47 vikna vinnu á ári á móti 30 stunda vinnuviku í Danmörku og Noregi, 34 stundum í Svíþjóð og 35 í Finnlandi. Þessar nýju tölur Hagstofunnar um Ísland sem OECD hefur tekið upp hráar stangast á við fyrri upplýsingar og einnig það sem augað sér eða þykist sjá á vettvangi. Við höfum séð stöðu Íslands ofmetna áður, síðast með miklum hvelli 2008. En Samtök atvinnulífsins virðast sitja föst við sinn keip eins og ekkert hafi í skorizt.Fyrirmynd frá Bandaríkjunum Vinnuveitendur þurfa að taka sér tak á vettvangi Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs. Skýra fyrirmynd geta þau nú sótt til Bandaríkjanna þar sem 181 forstjórar stórfyrirtækja sendu nýlega frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja fyrirtækin ekki aðeins skuldbundin eigendum sínum heldur einnig viðskiptavinum, verkafólki, birgjum og samfélaginu. Þetta er viðsnúningur því áður höfðu forstjórarnir einblínt á hagsmuni eigendanna, hluthafanna, og kært sig kollótta um allt hitt. Áður heimtuðu forstjórarnir lækkun skatta þótt ríkið safnaði skuldum, veikari umhverfisvernd, stjarnfræðileg laun handa sjálfum sér, stöðnun launa venjulegs verkafólks og veikara eftirlit með bönkum, lyfjafyrirtækjum o.fl. Yfirvöldin eltu forstjórana eins og hundar í bandi. Afleiðingin varð stóraukin misskipting auðs og tekna, umhverfisspjöll, ríkishallarekstur, fjármálakreppa 2008, undanskot auðmanna í skattaskjólum og ótímabær dauðsföll sem styttu ævilengd Bandaríkjamanna þrjú ár í röð 2015-2017 í fyrsta sinn síðan spænska veikin geisaði fyrir hundrað árum. Ég sæki þessa upptalningu til félaga míns Jeffrey Sachs prófessors í Columbia-háskólanum í New York. Forstjóralaun í Bandaríkjunum voru á við laun 23ja starfsmanna á gólfi 1978 og 221 starfsmanns 2018. Allan þennan tíma, 40 ár, stóð kaupmáttur venjulegra tímalauna í stað.Er taflinu lokið? Bandarískir forstjórar hafa valdið landi sínu og heiminum öllum miska með því að misnota markaðsvald sitt og moka fé í skaðræðisöfl á vettvangi stjórnmálanna og grafa þannig undan lýðræði og velsæmi. Nú lofa þeir bót og betrun. Þeir hafa viðurkennt villu sína. Er taflinu þá lokið? Það er óvíst. Sumir þeirra munu ugglaust líta á yfirlýsinguna sem orðin tóm og reyna að halda uppteknum hætti. Fólkið þarf að taka þá á orðinu og endurheimta valdið yfir eigin velferð úr höndum sjálftökusveitanna. Rekstur fyrirtækja á ekki að snúast bara um hámarksarð og enn síður um að ræna banka og önnur fyrirtæki innan frá og láta skattgreiðendur borga brúsann. Fyrirtæki eiga að taka tillit til náungans líkt og við hin gerum okkur far um í dagsins önn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Flókalundi – Samtök atvinnulífsins birtu í fyrri viku furðufrétt sem hefst svo: „Meðallaun á Íslandi voru hæst meðal OECD-ríkjanna árið 2018. Meðallaunin voru 66.500 Bandaríkjadollarar en næst komu Lúxemborg með tæplega 65.500 og síðan Sviss með rúmlega 64.000 dollara. Meðallaun á öðrum Norðurlöndum voru allmiklu lægri eða rúmlega 55.000 í Danmörku, 51.000 í Noregi og 44.000 í Svíþjóð og Finnlandi.“ Samtökin tilgreina Efnahags- og framfarastofnunina í París (OECD) sem heimild. Þau virðast trúa því – eins og Viðskiptaráð gerði 2008! – að Íslendingar hafi nú aftur stungið Bandaríkin, Lúxemborg og Sviss af í efnahagslegu tilliti, að ekki sé talað um Norðurlönd. Samtökin virðast nú, eins og Viðskiptaráð 2008, telja Ísland standa þeim „framar á flestum sviðum“.Sem sannara reynist Réttar upplýsingar frá OECD birta aðra mynd af málinu. Skv. þeim var landsframleiðsla á mann á Íslandi 2018 ofan við Danmörku, Svíþjóð og Finnland, já, en auðvitað langt fyrir neðan Lúxemborg, Írland, Sviss, Noreg og Bandaríkin. Staða Íslands er þó ofmetin í þessum samanburði OECD þar eð gengi krónunnar er of hátt eina ferðina enn og á því trúlega eftir að lækka með minnkandi útflutningstekjum og draga Ísland niður eftir listanum sem mælir framleiðsluna í dollurum. Ekkert nýtt í því. Við bætist að landsframleiðsla á hverja vinnustund er skárri mælikvarði á lífskjör í samanburði við nálæg lönd þar eð þá er fyrirhöfnin á bak við framleiðsluna – vinnan! – tekin með í reikninginn. Skv. tölum OECD er Ísland í miðjum hlíðum á þennan kvarða með 68 dollara á tímann á móti 74 dollurum í Bandaríkjunum og 77 í Danmörku 2018. Einnig í þessum samanburði er staða Íslands þó ofmetin bæði vegna þess að gengi krónunnar er nú of hátt eins og ég var að segja auk þess sem nýtt og mun lægra mat á vinnutíma Íslendinga sem Hagstofa Íslands birti fyrir kjarasamningana í vor leið vekur ekki tiltrú. Hagstofan lítur nú svo á að vinnuvikan á Íslandi 2018 hafi að jafnaði verið 31 stund miðað við 47 vikna vinnu á ári á móti 30 stunda vinnuviku í Danmörku og Noregi, 34 stundum í Svíþjóð og 35 í Finnlandi. Þessar nýju tölur Hagstofunnar um Ísland sem OECD hefur tekið upp hráar stangast á við fyrri upplýsingar og einnig það sem augað sér eða þykist sjá á vettvangi. Við höfum séð stöðu Íslands ofmetna áður, síðast með miklum hvelli 2008. En Samtök atvinnulífsins virðast sitja föst við sinn keip eins og ekkert hafi í skorizt.Fyrirmynd frá Bandaríkjunum Vinnuveitendur þurfa að taka sér tak á vettvangi Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs. Skýra fyrirmynd geta þau nú sótt til Bandaríkjanna þar sem 181 forstjórar stórfyrirtækja sendu nýlega frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja fyrirtækin ekki aðeins skuldbundin eigendum sínum heldur einnig viðskiptavinum, verkafólki, birgjum og samfélaginu. Þetta er viðsnúningur því áður höfðu forstjórarnir einblínt á hagsmuni eigendanna, hluthafanna, og kært sig kollótta um allt hitt. Áður heimtuðu forstjórarnir lækkun skatta þótt ríkið safnaði skuldum, veikari umhverfisvernd, stjarnfræðileg laun handa sjálfum sér, stöðnun launa venjulegs verkafólks og veikara eftirlit með bönkum, lyfjafyrirtækjum o.fl. Yfirvöldin eltu forstjórana eins og hundar í bandi. Afleiðingin varð stóraukin misskipting auðs og tekna, umhverfisspjöll, ríkishallarekstur, fjármálakreppa 2008, undanskot auðmanna í skattaskjólum og ótímabær dauðsföll sem styttu ævilengd Bandaríkjamanna þrjú ár í röð 2015-2017 í fyrsta sinn síðan spænska veikin geisaði fyrir hundrað árum. Ég sæki þessa upptalningu til félaga míns Jeffrey Sachs prófessors í Columbia-háskólanum í New York. Forstjóralaun í Bandaríkjunum voru á við laun 23ja starfsmanna á gólfi 1978 og 221 starfsmanns 2018. Allan þennan tíma, 40 ár, stóð kaupmáttur venjulegra tímalauna í stað.Er taflinu lokið? Bandarískir forstjórar hafa valdið landi sínu og heiminum öllum miska með því að misnota markaðsvald sitt og moka fé í skaðræðisöfl á vettvangi stjórnmálanna og grafa þannig undan lýðræði og velsæmi. Nú lofa þeir bót og betrun. Þeir hafa viðurkennt villu sína. Er taflinu þá lokið? Það er óvíst. Sumir þeirra munu ugglaust líta á yfirlýsinguna sem orðin tóm og reyna að halda uppteknum hætti. Fólkið þarf að taka þá á orðinu og endurheimta valdið yfir eigin velferð úr höndum sjálftökusveitanna. Rekstur fyrirtækja á ekki að snúast bara um hámarksarð og enn síður um að ræna banka og önnur fyrirtæki innan frá og láta skattgreiðendur borga brúsann. Fyrirtæki eiga að taka tillit til náungans líkt og við hin gerum okkur far um í dagsins önn.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun