Engin búin að æla enn þá Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. september 2019 13:10 Marglyttur á sundi nú skömmu fyrir hádegi. Mynd/Aðsend Boðsund sex íslenskra kvenna yfir Ermasund sem nú stendur yfir gengur vel. Ein þeirra segir þær að mestu leyti lausar við sjóveiki en það hjálpi að liggja í hengirúmum á meðan þær eru í bátnum sem fylgir þeim. Sundkonurnar kalla sig Marglytturnar og lögðu þær af stað snemma í morgun. Ein af sundkonunum er Halldóra Gyða Matthíasdóttir. „Við fórum á stað rétt fyrir sjö, á enskum tíma, sem sagt rétt fyrir sex að íslenskum tíma, það var æðislegt. Það var ofboðslega falleg sólarupprásin í morgun sem við fengum að sjá hérna frá hafi og bara yndislegt að fá bara að bíða daginn svona. Því við erum náttúrulega búin að bíða hérna í rúma viku í brælu. Við áttum auðvitað fyrsta rétt aðfaranótt fjórða. Þannig að það er búið að taka á auðvitað að bíða en á móti kemur að nú erum við með miklu betra veður núna,“ segir Halldóra. Hún segist aðeins hafa óttast kuldann fyrir sundið en hann hafi þó hingað til ekki reynst erfiður. Þá segir hún að fyrir fyrsta sundsprettinn hafi smá hnútur hreiðrað um sig í maga hennar en eftir að hún kom upp úr hafi henni liðið mjög vel. Búist er við að sundið klárist í kvöld en áætlað er að það taki 16 til 18 tíma. Synt er frá Dover á Englandi og til Cap Gris í Frakklandi. Tilgangurinn með sundinu er að vekja athygli á plastmengun og áhrifum hennar á lífríki sjávar. Sundkonurnar safna áheitum fyrir umhverfisverndunarsamtökin Bláa herinn sem berjast gegn plastmengun. Hún segir alla í hópnum að mestu leyti lausa við sjóveiki. „Það eru svona einhverjir aðeins að finna fyrir smá ólgu í maganum en við vorum sniðugar en við tókum með okkur hengirúm sem að við hengdum hérna í bátinn og fólki líður betur þegar það liggur þar í veltingnum heldur en að sitja. Þannig að það er engin búin að æla enn þá,“ segir Halldóra.Hér að neðan má fylgjast með sundi Marglyttanna í rauntíma. Bretland Frakkland Sjósund Umhverfismál Tengdar fréttir Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45 Veðurglugginn lokaðist á Marglytturnar Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs. 8. september 2019 07:35 Marglytturnar loksins lagðar af stað yfir Ermarsundið Fyrsta Marglyttan, sundkonan Sigurlaug María Jónsdóttir, lagði af stað frá Dover á Englandi um klukkan hálf sjö í morgun. 10. september 2019 07:18 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Boðsund sex íslenskra kvenna yfir Ermasund sem nú stendur yfir gengur vel. Ein þeirra segir þær að mestu leyti lausar við sjóveiki en það hjálpi að liggja í hengirúmum á meðan þær eru í bátnum sem fylgir þeim. Sundkonurnar kalla sig Marglytturnar og lögðu þær af stað snemma í morgun. Ein af sundkonunum er Halldóra Gyða Matthíasdóttir. „Við fórum á stað rétt fyrir sjö, á enskum tíma, sem sagt rétt fyrir sex að íslenskum tíma, það var æðislegt. Það var ofboðslega falleg sólarupprásin í morgun sem við fengum að sjá hérna frá hafi og bara yndislegt að fá bara að bíða daginn svona. Því við erum náttúrulega búin að bíða hérna í rúma viku í brælu. Við áttum auðvitað fyrsta rétt aðfaranótt fjórða. Þannig að það er búið að taka á auðvitað að bíða en á móti kemur að nú erum við með miklu betra veður núna,“ segir Halldóra. Hún segist aðeins hafa óttast kuldann fyrir sundið en hann hafi þó hingað til ekki reynst erfiður. Þá segir hún að fyrir fyrsta sundsprettinn hafi smá hnútur hreiðrað um sig í maga hennar en eftir að hún kom upp úr hafi henni liðið mjög vel. Búist er við að sundið klárist í kvöld en áætlað er að það taki 16 til 18 tíma. Synt er frá Dover á Englandi og til Cap Gris í Frakklandi. Tilgangurinn með sundinu er að vekja athygli á plastmengun og áhrifum hennar á lífríki sjávar. Sundkonurnar safna áheitum fyrir umhverfisverndunarsamtökin Bláa herinn sem berjast gegn plastmengun. Hún segir alla í hópnum að mestu leyti lausa við sjóveiki. „Það eru svona einhverjir aðeins að finna fyrir smá ólgu í maganum en við vorum sniðugar en við tókum með okkur hengirúm sem að við hengdum hérna í bátinn og fólki líður betur þegar það liggur þar í veltingnum heldur en að sitja. Þannig að það er engin búin að æla enn þá,“ segir Halldóra.Hér að neðan má fylgjast með sundi Marglyttanna í rauntíma.
Bretland Frakkland Sjósund Umhverfismál Tengdar fréttir Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45 Veðurglugginn lokaðist á Marglytturnar Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs. 8. september 2019 07:35 Marglytturnar loksins lagðar af stað yfir Ermarsundið Fyrsta Marglyttan, sundkonan Sigurlaug María Jónsdóttir, lagði af stað frá Dover á Englandi um klukkan hálf sjö í morgun. 10. september 2019 07:18 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Synda yfir Ermarsundið til að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar Markmiðið með boðsundinu er að vekja athygli á áhrifum plastmengunar á lífríki sjávar en Marglyttur eru að safna áheitum fyrir umhverfisverndarsamtökin Bláa herinn. 9. september 2019 21:45
Veðurglugginn lokaðist á Marglytturnar Sundhópurinn Marglytturnar neyddist til að fresta fyrirhuguðu sundi sínu yfir Ermarsundið í nótt vegna veðurs. 8. september 2019 07:35
Marglytturnar loksins lagðar af stað yfir Ermarsundið Fyrsta Marglyttan, sundkonan Sigurlaug María Jónsdóttir, lagði af stað frá Dover á Englandi um klukkan hálf sjö í morgun. 10. september 2019 07:18