Segir vinnubrögð ráðamanna í loftslagsmálum byggjast á sýndarmennsku Sylvía Hall skrifar 29. september 2019 16:29 Sigmundi þykir óviðeigandi að Greta Thunberg sé í forsvari fyrir aðgerðarsinna í loftslagsmálum. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir loftslagsumræðu vera á villigötum og snúist að mestu leyti um sýndarmennsku. Leiðtogar heimsins hittist á „sýndarfundum“ á meðan aðgerðir sem raunverulega virka séu fólgnar í tækniframförum. Sigmundur Davíð var einn gesta í umræðuvettvangi dagsins í Silfrinu í dag. Þar ræddi hann meðal annars loftslagsmálin og sagði menn ekki vera að nálgast þau á réttan hátt. „Þetta snýst allt um einhverja sýndarmennsku. Hér á Íslandi er farið að moka ofan í skurði og búa til einhverjar kenningar um að það leysi loftslagsmálin fyrir okkur. Á meðan hafa aðgerðir sem raunverulega virka birst í tækniframförum og til dæmis bara í því að færa sig úr olíu og kolum yfir í gas. Það er ástæðan fyrir því að Bandaríkin hafa dregið verulega úr kolefnislosun sinni, þau hafa færst sig í auknum mæli yfir í gasbrennslu,“ sagði Sigmundur Davíð. Attenborough, sem er á tíræðisaldri, ræddi við Vilhjálm Bretaprins um loftslagsmál í Davos.Vísir/EPAFljúga á einkaþotum til þess að ræða alvöru aðgerðir Hann sagði þetta sýna sig best í fjölda loftslagsráðstefna og alþjóðlegra funda þar sem leiðtogar heimsins ræða aðgerðir í loftslagsmálum. Það skjóti skökku við að fólk fljúgi þangað á einkaþotum og ætli að fara leggja almenningi línurnar. „Það hittist eitthvað fólk sem kemur saman á einkaþotunum, sextán hundruð einkaþotur í Davos, til þess að ræða loftslagsmál og útskýra fyrir almenningi að hann verði nú að hætta þessum ferðum sínum til Kanaríeyja og leggja einkabílnum, fara í borgarlínu. Svo fljúga menn heim á einkaþotunni á næsta sýndarfund.“ Hann sagði Gretu Thunberg skýrt dæmi um sýndarpólitíkina í loftslagsmálum. Honum þætti í raun óviðeigandi að nota barn í „pólitískri baráttu á heimsvísu“ eins og hann komst að orði. Þá bætti hún við að hún væri ekki eina barnið í þessari stöðu.Skiptir mestu að málið sé komið á dagskrá Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, svaraði Sigmundi Davíð og sagði að ef hann væri ekki loftslagsafneitunarsinni væri hann í það minnsta tortrygginn varðandi slík mál. Mikilvægast væri þó að fólk væri farið að ræða hvernig það gæti gert betur í umhverfismálum. „Það skiptir öllu máli að þetta sé komið á dagskrá, og það getur vel verið að vinnubrögðin til að byrja með séu fumkennd vegna þess að þetta gerist ekki í garðinum hjá einstaklingum heldur þarf þetta að gerast hjá stjórnvöldum og fyrirtækjum,“ sagði Logi. Loftslagsmál Tengdar fréttir Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48 Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða Ummæli yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um öfgar í loftslagsumræðu fóru víða á dögunum en án samhengisins sem þau féllu í. 20. september 2019 10:15 Leiðtogar funda í New York um loftslagsvá Aðeins þeir leiðtogar sem koma með lausnir á loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna fá að halda ræðu. 23. september 2019 14:21 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir loftslagsumræðu vera á villigötum og snúist að mestu leyti um sýndarmennsku. Leiðtogar heimsins hittist á „sýndarfundum“ á meðan aðgerðir sem raunverulega virka séu fólgnar í tækniframförum. Sigmundur Davíð var einn gesta í umræðuvettvangi dagsins í Silfrinu í dag. Þar ræddi hann meðal annars loftslagsmálin og sagði menn ekki vera að nálgast þau á réttan hátt. „Þetta snýst allt um einhverja sýndarmennsku. Hér á Íslandi er farið að moka ofan í skurði og búa til einhverjar kenningar um að það leysi loftslagsmálin fyrir okkur. Á meðan hafa aðgerðir sem raunverulega virka birst í tækniframförum og til dæmis bara í því að færa sig úr olíu og kolum yfir í gas. Það er ástæðan fyrir því að Bandaríkin hafa dregið verulega úr kolefnislosun sinni, þau hafa færst sig í auknum mæli yfir í gasbrennslu,“ sagði Sigmundur Davíð. Attenborough, sem er á tíræðisaldri, ræddi við Vilhjálm Bretaprins um loftslagsmál í Davos.Vísir/EPAFljúga á einkaþotum til þess að ræða alvöru aðgerðir Hann sagði þetta sýna sig best í fjölda loftslagsráðstefna og alþjóðlegra funda þar sem leiðtogar heimsins ræða aðgerðir í loftslagsmálum. Það skjóti skökku við að fólk fljúgi þangað á einkaþotum og ætli að fara leggja almenningi línurnar. „Það hittist eitthvað fólk sem kemur saman á einkaþotunum, sextán hundruð einkaþotur í Davos, til þess að ræða loftslagsmál og útskýra fyrir almenningi að hann verði nú að hætta þessum ferðum sínum til Kanaríeyja og leggja einkabílnum, fara í borgarlínu. Svo fljúga menn heim á einkaþotunni á næsta sýndarfund.“ Hann sagði Gretu Thunberg skýrt dæmi um sýndarpólitíkina í loftslagsmálum. Honum þætti í raun óviðeigandi að nota barn í „pólitískri baráttu á heimsvísu“ eins og hann komst að orði. Þá bætti hún við að hún væri ekki eina barnið í þessari stöðu.Skiptir mestu að málið sé komið á dagskrá Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, svaraði Sigmundi Davíð og sagði að ef hann væri ekki loftslagsafneitunarsinni væri hann í það minnsta tortrygginn varðandi slík mál. Mikilvægast væri þó að fólk væri farið að ræða hvernig það gæti gert betur í umhverfismálum. „Það skiptir öllu máli að þetta sé komið á dagskrá, og það getur vel verið að vinnubrögðin til að byrja með séu fumkennd vegna þess að þetta gerist ekki í garðinum hjá einstaklingum heldur þarf þetta að gerast hjá stjórnvöldum og fyrirtækjum,“ sagði Logi.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48 Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða Ummæli yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um öfgar í loftslagsumræðu fóru víða á dögunum en án samhengisins sem þau féllu í. 20. september 2019 10:15 Leiðtogar funda í New York um loftslagsvá Aðeins þeir leiðtogar sem koma með lausnir á loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna fá að halda ræðu. 23. september 2019 14:21 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Thunberg lét þjóðarleiðtoga heyra það Sænski aðgerðasinninn hélt tilfinningaþrungna ræðu hjá Sameinuðu þjóðunum í dag þar sem hún skammaði þjóðarleiðtoga fyrir að velta ábyrgð á loftslagsvandanum á komandi kynslóðir. 23. september 2019 16:48
Gagnrýni á loftslagsbölsýni snúið gegn þeim sem krefjast aðgerða Ummæli yfirmanns Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um öfgar í loftslagsumræðu fóru víða á dögunum en án samhengisins sem þau féllu í. 20. september 2019 10:15
Leiðtogar funda í New York um loftslagsvá Aðeins þeir leiðtogar sem koma með lausnir á loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna fá að halda ræðu. 23. september 2019 14:21