Innlent

Móðgun við borgarbúa

Björn Þorfinnsson skrifar
Eyþór L. Arnalds segir Dag B. reka dýrustu borgarstjóraskrifstofu heims.
Eyþór L. Arnalds segir Dag B. reka dýrustu borgarstjóraskrifstofu heims. Vísir
Heildarkostnaður við starfsfólk á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara á síðasta ári var 597,5 milljónir króna. Að meðtaltali störfuðu 55 starfsmenn á skrifstofunni í 51 stöðugildi að stjórnendum og embættismönnum meðtöldum. Þetta kemur fram í svari Lóu Birnu Birgisdóttur, sviðsstjóra mannauðs- og starfsumhverfissviðs borgarinnar, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um heildarkostnað starfsfólks á skrifstofunni á síðasta ári. Svarið við fyrirspurninni var lagt fram á fundi borgarráðs í vikunni.

Skrifstofan skiptist í mannauðsdeild, upplýsingadeild, Borgarskjalasafn og tölfræði og greiningu. Heildarlaunakostnaðurinn, 597,5 milljónir króna, skipti í 485,8 milljónir og launatengd gjöld 111,7 milljónir.

Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, segir að þessi kostnaður sé móðgun við borgarbúa. „Það er víða bruðlað í borginni og það kemur ekki á óvart þegar borgarstjóri fer fram með þessu fordæmi. Dagur B. Eggertsson er einn launahæsti borgarstjóri heims og rekur líklega dýrustu skrifstofu borgarstjóra í heimi. Umfang skrifstofu borgarstjóra er til dæmis margfalt á við skrifstofu forsætisráðherra,“ segir Eyþór.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×