Óttast ekki fjöldaúrsagnir úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. september 2019 12:00 Aldís Hafsteinsdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/BALDUR HRAFNKELL Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, harmar að sveitastjórn Grýtubakkahrepps íhugi úrsögn úr sambandinu. Sveitarfélagið fordæmir vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna stuðnings sambandsins við þingsályktunartillögu um sameiningar sveitarfélaga. Aldís kveðst ekki óttast fjöldaúrsagnir úr sambandinu. Aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti í byrjun september að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem felur meðal annars í sér að að sveitarfélögum fækki um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Þá miðist lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags við þúsund íbúa. Skiptar skoðanir eru um tillöguna en sveitarstjórn Grýtubakkahreppsins samþykkti harðorða tillögu á fundi sínum í gær þar sem meðal annars kemur fram að sveitarstjórnin hljóti að skoða það alvarlega að segja sig úr sambandinu. Íbúar hreppsins eru um 400 talsins. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist vona að ekki komi til úrsagnar. Hagsmunum sveitarfélaga sé betur borgið innan sambandsins.Sjá einnig: Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn„Þetta kemur mér á óvart en vel að merkja, þeir eru að velta fyrir sér möguleikanum þannig að ég á nú ekki von á því að þeir láti verða af því að segja sig úr sambandinu,” segir Aldís. „Sambandið er samkvæmt lögum hagsmunagæsluaðili sveitarfélaga á Íslandi og veitir þeim mjög margháttaða þjónustu. Þannig að ég held að þegar að sveitarstjórnarmenn fara að skoða það til hlýtar, þá held ég að niðurstaðan hljóti nú að vera sú að þeirra hagsmunum sé best borgið í sameiginlegum samtökum.” Í bókun sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps frá því í gær segir að stjórn sambandsins hafi farið þvert gegn vilja og hagsmunum fjölmargra minni sveitarfélaga, hunsað sjónarmið þeirra og röksemdafærslu í aðdraganda tillögunnar. Að óbreyttu sé ekki lengur hægt að líta á sambandið sem málsvara allra sveitarfélaga. „Ég hef ríkan skilning á því að það eru ekki allir ánægðir með þá ákvörðun sem var tekin á landsþinginu þegar að við samþykktum, sveitarstjórnarmenn, að samþykkja tillögu ráðherra,” segir Aldís.Óumflýjanlegt að sveitarfélög stækki „Þetta eru auðvitað róttækar tillögur, en það er líka gríðarlega brýnt að við getum horft yfir sviðið og skoðað það hvað kemur íbúum landsins best, hvað kemur íbúum sveitarfélaganna best. Það er alveg ljóst að sveitarfélög þar sem að íbúum hefur fækkað stöðugt og þeir eru kannski komnir undir fimmtíu eða undir tvö hundruð, þá eru sveitarfélögin ekki í stakk búin til að veita þá þjónustu sem þeim lögum samkvæmt eiga að veita.” Fari svo að Grýtubakkahreppur segi sig úr sambandinu yrði það annað sveitarfélagið til þess, en Tjörneshreppur, þar sem íbúar eru um fimmtíu, sagði sig úr sambandinu eftir að ákveðið var að styðja tillögu ráðherra. „Ég ætla ekki að halda það að það verði einhverjar fjöldaúrsagnir úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ég held að sveitarstjórnarmenn vítt og breytt um landið geri sér alveg grein fyrir því að það þurfa að verða breytingar,” segir Aldís. „Ef við ætlum landsbyggðinni að eflast og hafa slagkraft og þann slagkraft sem þarf í samkeppninni um íbúa og í samkeppninni um fyrirtæki, þá verða sveitarfélög að stækka. Það er óumflýjanlegt.” Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmur vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 23. september 2019 23:30 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, harmar að sveitastjórn Grýtubakkahrepps íhugi úrsögn úr sambandinu. Sveitarfélagið fordæmir vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna stuðnings sambandsins við þingsályktunartillögu um sameiningar sveitarfélaga. Aldís kveðst ekki óttast fjöldaúrsagnir úr sambandinu. Aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti í byrjun september að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem felur meðal annars í sér að að sveitarfélögum fækki um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Þá miðist lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags við þúsund íbúa. Skiptar skoðanir eru um tillöguna en sveitarstjórn Grýtubakkahreppsins samþykkti harðorða tillögu á fundi sínum í gær þar sem meðal annars kemur fram að sveitarstjórnin hljóti að skoða það alvarlega að segja sig úr sambandinu. Íbúar hreppsins eru um 400 talsins. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist vona að ekki komi til úrsagnar. Hagsmunum sveitarfélaga sé betur borgið innan sambandsins.Sjá einnig: Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn„Þetta kemur mér á óvart en vel að merkja, þeir eru að velta fyrir sér möguleikanum þannig að ég á nú ekki von á því að þeir láti verða af því að segja sig úr sambandinu,” segir Aldís. „Sambandið er samkvæmt lögum hagsmunagæsluaðili sveitarfélaga á Íslandi og veitir þeim mjög margháttaða þjónustu. Þannig að ég held að þegar að sveitarstjórnarmenn fara að skoða það til hlýtar, þá held ég að niðurstaðan hljóti nú að vera sú að þeirra hagsmunum sé best borgið í sameiginlegum samtökum.” Í bókun sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps frá því í gær segir að stjórn sambandsins hafi farið þvert gegn vilja og hagsmunum fjölmargra minni sveitarfélaga, hunsað sjónarmið þeirra og röksemdafærslu í aðdraganda tillögunnar. Að óbreyttu sé ekki lengur hægt að líta á sambandið sem málsvara allra sveitarfélaga. „Ég hef ríkan skilning á því að það eru ekki allir ánægðir með þá ákvörðun sem var tekin á landsþinginu þegar að við samþykktum, sveitarstjórnarmenn, að samþykkja tillögu ráðherra,” segir Aldís.Óumflýjanlegt að sveitarfélög stækki „Þetta eru auðvitað róttækar tillögur, en það er líka gríðarlega brýnt að við getum horft yfir sviðið og skoðað það hvað kemur íbúum landsins best, hvað kemur íbúum sveitarfélaganna best. Það er alveg ljóst að sveitarfélög þar sem að íbúum hefur fækkað stöðugt og þeir eru kannski komnir undir fimmtíu eða undir tvö hundruð, þá eru sveitarfélögin ekki í stakk búin til að veita þá þjónustu sem þeim lögum samkvæmt eiga að veita.” Fari svo að Grýtubakkahreppur segi sig úr sambandinu yrði það annað sveitarfélagið til þess, en Tjörneshreppur, þar sem íbúar eru um fimmtíu, sagði sig úr sambandinu eftir að ákveðið var að styðja tillögu ráðherra. „Ég ætla ekki að halda það að það verði einhverjar fjöldaúrsagnir úr Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ég held að sveitarstjórnarmenn vítt og breytt um landið geri sér alveg grein fyrir því að það þurfa að verða breytingar,” segir Aldís. „Ef við ætlum landsbyggðinni að eflast og hafa slagkraft og þann slagkraft sem þarf í samkeppninni um íbúa og í samkeppninni um fyrirtæki, þá verða sveitarfélög að stækka. Það er óumflýjanlegt.”
Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmur vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 23. september 2019 23:30 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Sjá meira
Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00
Fordæma vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og íhuga úrsögn Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps fordæmur vinnubrögð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við stuðning sambandsins við þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. 23. september 2019 23:30