Hraðakstur og bágborið ástand bíls orsök banaslyss á Grindavíkurvegi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2019 16:32 Mynd úr skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Ökumaður Chevrolet-bifreiðar, sem missti stjórn á bíl sínum í hálku á Grindavíkurvegi 12. janúar 2017 með þeim afleiðingum að hann ók framan á annan bíl, ók of hratt. Þá voru hjólbarðar lélegir, hemlabúnaður í bágbornu ástandi auk þess sem bifreiðin hafði misst styrk vegna ryðskemmda.Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem hefur birt niðurstöðu rannsóknar sinnar. Ökumaður Chevrolet-bílsins lést í slysinu en um var að ræða átján ára stúlku. Bílnum var ekið á hraðanum 95-110 km/klst en leyfilegur hámarkshraði á veginum er 90 km/klst. Ökumaður fólksbifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í hálku rétt fyrir klukkan níu umræddan morgun. Bifreiðin snérist og rann á hlið framan á aðra Mazda-bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Að sögn ökumanns Mazda bifreiðarinnar, sem komst hjálparlaust út úr bíl sínum og slasaðist ekki alvarlega, var of stuttur tími frá því að hann áttaði sig á aðsteðjandi hættu þar til áreksturinn varð til þess að hann næði að forða árekstri. Mözdunni var ekið á 77-83 km/klst hraða í aðdraganda árekstursins. Farþegi í Mözdunni hlaut alvarlega áverka þegar þungar farangurstöskur köstuðust aftan á sætisbak farþegasætisins í árekstrinum sem olli því að sætisbakið bognaði fram. Miðlína á veginum var þakin snjó þegar slysið átti sér stað. Frost var um 6 stig og myrkur, lítill vindur, um 4 m/s austlæg átt og lágt rakastig. Greining á veðri í aðdraganda slyssins leiddi í ljós að ólíklegt sé að staðbundin ísing hafi myndast á slysstað s.s. vegna raka frá Bláa Lóninu. Rannsakendur hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa minna á að akstursaðstæður að vetrarlagi á Íslandi geta verið varasamar. Þær geti breyst skyndilega og því nauðsynlegt að vera viðbúinn hálku og snjó. Afar mikilvægt sé að aka hægar ef grunur leikur á hálku á vegum til að minnka hættu á að missa stjórn á ökutækinu. Þá segir í ábendingum í skýrslunni að reglulega sé sett út á ástand hemla og hjólbarða í rannsóknum á ökutækjum eftir slys. Hjólbarðar og hemlakerfi annarrar bifreiðarinnar í þessu slysi hafi verið í bágbornu ástandi. „Mikilvægt er að ástand ökutækja í umferð sé gott svo ökumenn geti brugðist við óvæntum hættum og komist hjá slysum. Ráðlegt er að endurnýja hálfslitna hjólbarða frekar en að aka á hjólbörðum með mismörgum nöglum. Það ástand getur valdið því að veggrip hjólanna undir bifreiðinni er misjafnt sem veldur óstöðugleika í akstri,“ segir í ábendingum í skýrslunni. Grindavík Samgönguslys Tengdar fréttir Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00 Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Ökumaður Chevrolet-bifreiðar, sem missti stjórn á bíl sínum í hálku á Grindavíkurvegi 12. janúar 2017 með þeim afleiðingum að hann ók framan á annan bíl, ók of hratt. Þá voru hjólbarðar lélegir, hemlabúnaður í bágbornu ástandi auk þess sem bifreiðin hafði misst styrk vegna ryðskemmda.Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem hefur birt niðurstöðu rannsóknar sinnar. Ökumaður Chevrolet-bílsins lést í slysinu en um var að ræða átján ára stúlku. Bílnum var ekið á hraðanum 95-110 km/klst en leyfilegur hámarkshraði á veginum er 90 km/klst. Ökumaður fólksbifreiðar missti stjórn á bifreið sinni í hálku rétt fyrir klukkan níu umræddan morgun. Bifreiðin snérist og rann á hlið framan á aðra Mazda-bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Að sögn ökumanns Mazda bifreiðarinnar, sem komst hjálparlaust út úr bíl sínum og slasaðist ekki alvarlega, var of stuttur tími frá því að hann áttaði sig á aðsteðjandi hættu þar til áreksturinn varð til þess að hann næði að forða árekstri. Mözdunni var ekið á 77-83 km/klst hraða í aðdraganda árekstursins. Farþegi í Mözdunni hlaut alvarlega áverka þegar þungar farangurstöskur köstuðust aftan á sætisbak farþegasætisins í árekstrinum sem olli því að sætisbakið bognaði fram. Miðlína á veginum var þakin snjó þegar slysið átti sér stað. Frost var um 6 stig og myrkur, lítill vindur, um 4 m/s austlæg átt og lágt rakastig. Greining á veðri í aðdraganda slyssins leiddi í ljós að ólíklegt sé að staðbundin ísing hafi myndast á slysstað s.s. vegna raka frá Bláa Lóninu. Rannsakendur hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa minna á að akstursaðstæður að vetrarlagi á Íslandi geta verið varasamar. Þær geti breyst skyndilega og því nauðsynlegt að vera viðbúinn hálku og snjó. Afar mikilvægt sé að aka hægar ef grunur leikur á hálku á vegum til að minnka hættu á að missa stjórn á ökutækinu. Þá segir í ábendingum í skýrslunni að reglulega sé sett út á ástand hemla og hjólbarða í rannsóknum á ökutækjum eftir slys. Hjólbarðar og hemlakerfi annarrar bifreiðarinnar í þessu slysi hafi verið í bágbornu ástandi. „Mikilvægt er að ástand ökutækja í umferð sé gott svo ökumenn geti brugðist við óvæntum hættum og komist hjá slysum. Ráðlegt er að endurnýja hálfslitna hjólbarða frekar en að aka á hjólbörðum með mismörgum nöglum. Það ástand getur valdið því að veggrip hjólanna undir bifreiðinni er misjafnt sem veldur óstöðugleika í akstri,“ segir í ábendingum í skýrslunni.
Grindavík Samgönguslys Tengdar fréttir Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00 Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00
Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00