Táknmálið er meira en mikilvægt, það er súrefni fyrir okkur döff Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 23. september 2019 12:15 Fyrir okkur sem reiðum okkur á táknmálið til tjáningar og samskipta er það eins og súrefni fyrir okkur, við þurfum á því að halda til að lifa og njóta lífsins. Börn þurfa á því að halda til að þroskast og dafna. Það er réttur allra að njóta mannréttinda. Til hamingju með daginn í dag!Alþjóðadagur táknmálsins Vissir þú að þann 19. desember 2017 samþykkti þing Sameinuðu þjóðanna alþjóðadag táknmálsins í því skyni að vekja athygli á mikilvægi táknmálsins í mannréttindum þeirra sem reiða sig á það til tjáningar og samskipta. 23. september varð fyrir valinu sem er stofndagur Alheimssamtaka heyrnarlausra, WFD. Hvert er markmiðið með þessa alþjóðadaga? Sameinuðu þjóðirnir segja að með alþjóðlegum dögum þá er tilefni til að fræða almenning um málefni er varða t.d táknmálið, ógnir þær sem táknmálið á heimsvísu glímir við, virkja vilja stjórnvalda og tryggja fjármagn til að takast á við þær ógnir sem koma í veg fyrir að táknmálið njóti og eflist og að þeir sem reiða sig á táknmálið til tjáningar og samskipta njóti mannréttinda. Samkvæmt WFD eru um 72 milljónir heyrnarlausra um allan heim og samanlagt eru rúmlega 300 táknmál. Táknmálið er fullgilt tungumál, á Íslandi er það íslenskt táknmál. Í lögum um íslenska tungu og íslenskt táknmál kemur fram að stjórnvöld skuli hlúa og styðja við íslenska táknmálið ásamt því að ríki og sveitarfélög stuðla að þróun, rannsóknum, kennslu og útbreiðslu íslensks táknmáls og styðja að öðru leyti við menningu, ,menntun og fræðslu fyrir heyrnarlausa. Íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslenska tungumálinu sem tjáningarform í samskiptum manna í milli og er óheimilt að mismuna mönnum eftir því hvort málið þeir nota. Þegar þing Sameinuðu þjóðanna samþykkti alþjóðadag táknmálsins varð birt ályktun og er það viðurkennt að snemmtæk íhlutun og aðgengi að táknmáli og þjónustu á táknmáli sé mikilvægt að tryggja, þar með talið gæðamenntun á táknmáli en allt þetta er lífsnauðsynlegt fyrir vöxt og þroska barna sem reiða sig á táknmál í daglegu lífi. Eins er mikilvægt að ríki varðveiti táknmálið sem hluta af tungumáli og menningu og leggja SÞ líka áherslu á meginregluna „ekkert um okkur án okkar”. Núna undanfarna daga hafa verið umræður í þjóðfélaginu um nám án aðgreiningar. Eru börn sem reiða sig á ÍTM til tjáningar og samskipta að njóta öryggis í íslenskum leik- og grunnskólum? Í ályktun WFD kemur fram að um allan heim eiga döff börn í erfiðleikum við nám VEGNA óviðeigandi námsumhverfsins, ekki vegna heyrnarleysins. Sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á áberandi misræmi í menntun döff nemenda og jafnaldra þeirra og að almenna skólakerfið uppfyllir ekki þarfir döff nemenda til tungumálanáms. WFD hvetur ríki og stjórnvöld að sýna sérstaka varkárni við túlkun í námi án aðgreingar í tengslum við döff nemendur sem reiða sig á táknmál, tryggja að málumhverfið sé ríkulegt af táknmáli, tryggja að sjálfsmynd þeirra ásamt táknmálssamfélagsins sé haldið á lofti innan umhverfsins sem eru vaxa og dafna. Við hjá Félagi heyrnarlausra höfum verulegar áhyggjur af námsumhverfi barna sem reiða sig á ÍTM, viðhorf til táknmálsins í námsumhverfi þarf að vera gott, starfsfólk og kennarar í námsumhverfi barnanna þarf að styðja og efla við táknmálið, mikilvægt er að hugsa um táknmálið í fyrsta sæti þegar verið er að skipuleggja nám og námsumhverfi barna sem reiða sig á ÍTM.Höfundur er formaður Félags heyrnarlausra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mannréttindi Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Fyrir okkur sem reiðum okkur á táknmálið til tjáningar og samskipta er það eins og súrefni fyrir okkur, við þurfum á því að halda til að lifa og njóta lífsins. Börn þurfa á því að halda til að þroskast og dafna. Það er réttur allra að njóta mannréttinda. Til hamingju með daginn í dag!Alþjóðadagur táknmálsins Vissir þú að þann 19. desember 2017 samþykkti þing Sameinuðu þjóðanna alþjóðadag táknmálsins í því skyni að vekja athygli á mikilvægi táknmálsins í mannréttindum þeirra sem reiða sig á það til tjáningar og samskipta. 23. september varð fyrir valinu sem er stofndagur Alheimssamtaka heyrnarlausra, WFD. Hvert er markmiðið með þessa alþjóðadaga? Sameinuðu þjóðirnir segja að með alþjóðlegum dögum þá er tilefni til að fræða almenning um málefni er varða t.d táknmálið, ógnir þær sem táknmálið á heimsvísu glímir við, virkja vilja stjórnvalda og tryggja fjármagn til að takast á við þær ógnir sem koma í veg fyrir að táknmálið njóti og eflist og að þeir sem reiða sig á táknmálið til tjáningar og samskipta njóti mannréttinda. Samkvæmt WFD eru um 72 milljónir heyrnarlausra um allan heim og samanlagt eru rúmlega 300 táknmál. Táknmálið er fullgilt tungumál, á Íslandi er það íslenskt táknmál. Í lögum um íslenska tungu og íslenskt táknmál kemur fram að stjórnvöld skuli hlúa og styðja við íslenska táknmálið ásamt því að ríki og sveitarfélög stuðla að þróun, rannsóknum, kennslu og útbreiðslu íslensks táknmáls og styðja að öðru leyti við menningu, ,menntun og fræðslu fyrir heyrnarlausa. Íslenskt táknmál er jafnrétthátt íslenska tungumálinu sem tjáningarform í samskiptum manna í milli og er óheimilt að mismuna mönnum eftir því hvort málið þeir nota. Þegar þing Sameinuðu þjóðanna samþykkti alþjóðadag táknmálsins varð birt ályktun og er það viðurkennt að snemmtæk íhlutun og aðgengi að táknmáli og þjónustu á táknmáli sé mikilvægt að tryggja, þar með talið gæðamenntun á táknmáli en allt þetta er lífsnauðsynlegt fyrir vöxt og þroska barna sem reiða sig á táknmál í daglegu lífi. Eins er mikilvægt að ríki varðveiti táknmálið sem hluta af tungumáli og menningu og leggja SÞ líka áherslu á meginregluna „ekkert um okkur án okkar”. Núna undanfarna daga hafa verið umræður í þjóðfélaginu um nám án aðgreiningar. Eru börn sem reiða sig á ÍTM til tjáningar og samskipta að njóta öryggis í íslenskum leik- og grunnskólum? Í ályktun WFD kemur fram að um allan heim eiga döff börn í erfiðleikum við nám VEGNA óviðeigandi námsumhverfsins, ekki vegna heyrnarleysins. Sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á áberandi misræmi í menntun döff nemenda og jafnaldra þeirra og að almenna skólakerfið uppfyllir ekki þarfir döff nemenda til tungumálanáms. WFD hvetur ríki og stjórnvöld að sýna sérstaka varkárni við túlkun í námi án aðgreingar í tengslum við döff nemendur sem reiða sig á táknmál, tryggja að málumhverfið sé ríkulegt af táknmáli, tryggja að sjálfsmynd þeirra ásamt táknmálssamfélagsins sé haldið á lofti innan umhverfsins sem eru vaxa og dafna. Við hjá Félagi heyrnarlausra höfum verulegar áhyggjur af námsumhverfi barna sem reiða sig á ÍTM, viðhorf til táknmálsins í námsumhverfi þarf að vera gott, starfsfólk og kennarar í námsumhverfi barnanna þarf að styðja og efla við táknmálið, mikilvægt er að hugsa um táknmálið í fyrsta sæti þegar verið er að skipuleggja nám og námsumhverfi barna sem reiða sig á ÍTM.Höfundur er formaður Félags heyrnarlausra.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun