Líf á öðrum hnöttum Guðmundur Steingrímsson skrifar 23. september 2019 07:00 Um daginn rataði frétt úr heimi geimvísindanna á síður allra helstu netmiðla og í hádegisfréttir. Hún lét kannski lítið yfir sér en var æði stór þegar maður spáði í það. Líklegt var talið, að á tiltekinni plánetu í fjarlægu sólkerfi væri einhvers konar líf. Að minnsta kosti var talið að þar væru lífvænleg skilyrði. Lengi hefur vangaveltan um líf annars staðar verið á meðal þeirra stærstu sem mannkynið hefur glímt við. Þarna var sem sagt sögð frétt sem markaði viss tímamót í þeirri viðureign. Ein frétt á meðal annarra frétta. Ég hugsaði: Svona gerist þetta. Svona verður fréttin sögð þegar líf loksins finnst á öðrum hnöttum. Maður er að keyra einhvers staðar og Broddi Broddason segir í fréttum það vera helst að bandaríska geimferðastofnunin hafi í gær fundið vitsmunalíf á annarri plánetu. Verurnar séu grænar og með stór augu og ílangan haus. Þær séu búnar að hlusta á tónlistina sem við sendum þeim út í geiminn fyrir einhverjum árum og þakki kærlega fyrir sig. Fólk segir almennt „ja, hérna“ og „svei mér þá“. Svo kemur næsta frétt um afla línubáta það sem af er vetri. Og svo að íþróttum.Svæði 51 Spurningin um líf á öðrum á hnöttum er jú á meðal þeirra stærstu, rétt er það. Þó verð ég að viðurkenna að mér finnst eins og þessi spurning hafi aðeins lækkað í sessi með árunum. Hún hefur misst mikilvægi sitt. Á föstudaginn átti sér stað viðburður í Bandaríkjunum sem hafði áður verið blásinn mjög upp á samfélagsmiðlum. Grallaraspói þar vestra hafði boðað að þennan dag skyldi æstur múgur brjótast inn í hið dularfulla afgirta hersvæði númer 51 í Nevada (Area 51). Lengi hafa kenningar verið uppi um að innan þessara girðinga geymi bandaríski herinn geimverur. Þarna sé til dæmis ET til húsa og fái ekki að hringja heim til sín. Yfir tvær milljónir manna boðuðu komu sína. Allt stefndi í að þörf fólks til að vita fyrir víst að líf sé á öðrum hnöttum myndi ná vissum hápunkti. Málið yrði jafnvel leyst í eitt skipti fyrir öll. Það er skemmst frá því að segja að örfáir mættu þegar á hólminn var komið. Af fréttum að dæma virðist viðburðurinn hafa verið tíðindalítill. Einn var handtekinn fyrir að pissa. Annar keyrði óvart á kú og varð miður sín. Lífið hér Það er þetta sem ég segi. Spurningin hefur ekki sama sess lengur. Í mínum huga lítur dæmið þannig út, að mér finnst afskaplega líklegt — eiginlega borðleggjandi — að á einhverjum þessara þúsunda milljarða stjarna í alheiminum sé einhvers konar líf. Annað væri fáránlegt. Fréttin sem Broddi myndi lesa í hádegisfréttum myndi því ekki koma mér það mikið á óvart, þótt vissulega fæli hún í sér tímamót. Ég held að ástæðan fyrir því að vægi spurningarinnar um líf á öðrum hnöttum hafi minnkað sé þó ekki endilega sú að málið þyki ekki nógu merkilegt lengur, heldur er ástæðan mun fremur fólgin í því, að sú tilfinningin er fjarska útbreidd að lífið á þessum hnetti sé nógu erfitt og mikil ráðgáta fyrir. Af þessum sökum er það táknrænt að á föstudaginn skyldi maður í leit að geimverum enda með að keyra á kú. Lífið á þessum hnetti varð honum fyrirstaða. Sjáiði til. Hver þarf geimverur þegar maður hefur Donald Trump? Er ekki nógu erfitt að skilja landsbyggðarfólk í miðríkjum Bandaríkjanna og þeirra hugsanakerfi? Er það að Boris Johnson sé forsætisráðherra í Bretlandi ekki fyllilega sambærilegt við það að geimvera væri það? Og hingað heim: Þegar maður heldur að maður sé nokkurn veginn búinn að átta sig á sínu nærumhverfi, dúkkar þá ekki ríkislögmaður í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu upp kollinum með illskiljanlega greinargerð þar sem öllum kröfum um bætur vegna gríðarlegs óréttlætis sem saklaust fólk hefur mátt þola af hálfu ríkisins er hafnað. Það er engu líkara en greinargerðin og embættið komi frá öðrum hnetti þar sem allt aðrir hlutir hafa gerst. Hugar annarra Sífellt skal maður minntur á það í stóru sem smáu að aðrir heimar eru allt í kringum mann. Í hugum annarra og hegðun þeirra birtast ráðgáturnar ljóslifandi. Þótt mannkynið hafi líklega aldrei verið jafntengt og aldrei jafnauðvelt að sameina gríðarlegan fjölda fyrir framan tölvur og sjónvarpstæki, þá er hitt líka afskaplega áberandi sem einkenni á okkar samtíma, að út um allt er fólk í sínum búbblum og hólfum, aðskilið frá öðrum. Heilu þjóðfélögin skiptast í hópa sem geta með engu móti talast við. Gréta Thunberg sér enga ástæðu til að tala við Trump. Hann býr í öðrum veruleika en hún, án talsambands. Niðurstaðan? Jú, líf á öðrum hnöttum má bíða aðeins. Það er nóg af geimverum hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Um daginn rataði frétt úr heimi geimvísindanna á síður allra helstu netmiðla og í hádegisfréttir. Hún lét kannski lítið yfir sér en var æði stór þegar maður spáði í það. Líklegt var talið, að á tiltekinni plánetu í fjarlægu sólkerfi væri einhvers konar líf. Að minnsta kosti var talið að þar væru lífvænleg skilyrði. Lengi hefur vangaveltan um líf annars staðar verið á meðal þeirra stærstu sem mannkynið hefur glímt við. Þarna var sem sagt sögð frétt sem markaði viss tímamót í þeirri viðureign. Ein frétt á meðal annarra frétta. Ég hugsaði: Svona gerist þetta. Svona verður fréttin sögð þegar líf loksins finnst á öðrum hnöttum. Maður er að keyra einhvers staðar og Broddi Broddason segir í fréttum það vera helst að bandaríska geimferðastofnunin hafi í gær fundið vitsmunalíf á annarri plánetu. Verurnar séu grænar og með stór augu og ílangan haus. Þær séu búnar að hlusta á tónlistina sem við sendum þeim út í geiminn fyrir einhverjum árum og þakki kærlega fyrir sig. Fólk segir almennt „ja, hérna“ og „svei mér þá“. Svo kemur næsta frétt um afla línubáta það sem af er vetri. Og svo að íþróttum.Svæði 51 Spurningin um líf á öðrum á hnöttum er jú á meðal þeirra stærstu, rétt er það. Þó verð ég að viðurkenna að mér finnst eins og þessi spurning hafi aðeins lækkað í sessi með árunum. Hún hefur misst mikilvægi sitt. Á föstudaginn átti sér stað viðburður í Bandaríkjunum sem hafði áður verið blásinn mjög upp á samfélagsmiðlum. Grallaraspói þar vestra hafði boðað að þennan dag skyldi æstur múgur brjótast inn í hið dularfulla afgirta hersvæði númer 51 í Nevada (Area 51). Lengi hafa kenningar verið uppi um að innan þessara girðinga geymi bandaríski herinn geimverur. Þarna sé til dæmis ET til húsa og fái ekki að hringja heim til sín. Yfir tvær milljónir manna boðuðu komu sína. Allt stefndi í að þörf fólks til að vita fyrir víst að líf sé á öðrum hnöttum myndi ná vissum hápunkti. Málið yrði jafnvel leyst í eitt skipti fyrir öll. Það er skemmst frá því að segja að örfáir mættu þegar á hólminn var komið. Af fréttum að dæma virðist viðburðurinn hafa verið tíðindalítill. Einn var handtekinn fyrir að pissa. Annar keyrði óvart á kú og varð miður sín. Lífið hér Það er þetta sem ég segi. Spurningin hefur ekki sama sess lengur. Í mínum huga lítur dæmið þannig út, að mér finnst afskaplega líklegt — eiginlega borðleggjandi — að á einhverjum þessara þúsunda milljarða stjarna í alheiminum sé einhvers konar líf. Annað væri fáránlegt. Fréttin sem Broddi myndi lesa í hádegisfréttum myndi því ekki koma mér það mikið á óvart, þótt vissulega fæli hún í sér tímamót. Ég held að ástæðan fyrir því að vægi spurningarinnar um líf á öðrum hnöttum hafi minnkað sé þó ekki endilega sú að málið þyki ekki nógu merkilegt lengur, heldur er ástæðan mun fremur fólgin í því, að sú tilfinningin er fjarska útbreidd að lífið á þessum hnetti sé nógu erfitt og mikil ráðgáta fyrir. Af þessum sökum er það táknrænt að á föstudaginn skyldi maður í leit að geimverum enda með að keyra á kú. Lífið á þessum hnetti varð honum fyrirstaða. Sjáiði til. Hver þarf geimverur þegar maður hefur Donald Trump? Er ekki nógu erfitt að skilja landsbyggðarfólk í miðríkjum Bandaríkjanna og þeirra hugsanakerfi? Er það að Boris Johnson sé forsætisráðherra í Bretlandi ekki fyllilega sambærilegt við það að geimvera væri það? Og hingað heim: Þegar maður heldur að maður sé nokkurn veginn búinn að átta sig á sínu nærumhverfi, dúkkar þá ekki ríkislögmaður í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu upp kollinum með illskiljanlega greinargerð þar sem öllum kröfum um bætur vegna gríðarlegs óréttlætis sem saklaust fólk hefur mátt þola af hálfu ríkisins er hafnað. Það er engu líkara en greinargerðin og embættið komi frá öðrum hnetti þar sem allt aðrir hlutir hafa gerst. Hugar annarra Sífellt skal maður minntur á það í stóru sem smáu að aðrir heimar eru allt í kringum mann. Í hugum annarra og hegðun þeirra birtast ráðgáturnar ljóslifandi. Þótt mannkynið hafi líklega aldrei verið jafntengt og aldrei jafnauðvelt að sameina gríðarlegan fjölda fyrir framan tölvur og sjónvarpstæki, þá er hitt líka afskaplega áberandi sem einkenni á okkar samtíma, að út um allt er fólk í sínum búbblum og hólfum, aðskilið frá öðrum. Heilu þjóðfélögin skiptast í hópa sem geta með engu móti talast við. Gréta Thunberg sér enga ástæðu til að tala við Trump. Hann býr í öðrum veruleika en hún, án talsambands. Niðurstaðan? Jú, líf á öðrum hnöttum má bíða aðeins. Það er nóg af geimverum hér.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun