Þetta var bara kona Sif Sigmarsdóttir skrifar 21. september 2019 08:00 Það er enginn skortur á styttum af konum í Wales. Sjá má konur um allt. Þær eru tákngervingar og líkneski, englar og mæður, friður og réttlæti. Í öllu landinu er þó ekki að finna eina einustu styttu af nafngreindri konu, ókonungborinni, sem uppi var í alvörunni. Á því verður þó senn breyting. Á næsta ári verður reist í miðbæ Cardiff stytta af Betty Campbell, fyrsta svarta skólastjóra Wales, sem lést árið 2017 en hún helgaði líf sitt mennta- og jafnréttismálum. Campbell var valin úr hópi fimm kvenna í samkeppninni „Huldar hetjur“ um hver yrði fyrsta nafngreinda konan í Wales til að verða að styttu. Það eru þó ekki aðeins stytturnar í Wales sem eru nafnlausir tákngervingar.Féll á hnífinn Hin þrjátíu og þriggja ára Charlotte Huggins fagnaði nýja árinu á hverfispöbbnum með vinum. Síðar sömu nótt ruddist fyrrverandi kærasti Huggins, Michael Rolle, inn á heimili hennar og stakk hana til bana með hníf. Rolle hafði séð Huggins í félagsskap annars manns og orðið afbrýðisamur. Fyrir rétti hélt Rolle fram að hann hefði ekki stungið Huggins heldur hefði hún einfaldlega fallið á hnífinn. Faraldur breiðist út í Bretlandi. Á götum Lundúna og víðar fer hnífstunguárásum fjölgandi. Daglegar fréttir berast af ástandinu þar sem reynt er að greina vandann. Eru ástæðurnar félagslegar? Aukin ítök gengja í lífi ungs fólks? Niðurskurður í lögreglunni? En þrátt fyrir áhuga fjölmiðla á hnífaárásum var umfjöllun um morðið á Charlotte Huggins aðfaranótt nýársdag lítil sem engin. Sandra Walklate, prófessor í afbrotafræðum við Háskólann í Liverpool, telur sig hafa skýringu. Hnífaárásir eru vissulega faraldur á götum úti. En það sama er uppi á teningnum innan veggja heimilisins. Um það ríkir hins vegar þögn því „ofbeldi gegn konum er oftast ósýnilegt“. Nýjar tölur sýna að morðum sem rekja má til heimilisofbeldis hefur fjölgað síðustu fimm ár í Bretlandi. Á síðasta ári voru fórnarlömbin 173, 32 fleiri en árið áður. Þrír fjórðu fórnarlambanna voru konur sem féllu fyrir hendi karlmanns. „Þetta eru hin ósýnilegu fórnarlömb hnífaárása,“ sagði Sandra Walklate í samtali við BBC.Rangt frumlag „Kona féll fram af svölum“ var fyrirsögn sem vakti hörð viðbrögð í íslenskum fjölmiðlum í vikunni. Við nánari athugun kom í ljós að konunni hafði verið hrint fram af svölum og liggur hún nú alvarlega slösuð á sjúkrahúsi. Þingmaðurinn Guðmundur Andri Thorsson ritaði á Facebook: „Það er rangt frumlag í þessari setningu, það sjáum við öll, gerandinn hefur verið fjarlægður, nýtur verndar. Ofbeldið er ekki óhjákvæmilegt, ekki eðlilegur hluti lífsins, heldur samfélagsleg og menningarleg meinsemd.“ Konur eru nafnlausir tákngervingar, almenn hugmynd en ekki einstaklingar, ekki fórnarlömb heldur tölfræði. Þær verða fyrir hnífum og falla fram af svölum eins og hafið fellur að og sólin hnígur í vestri. Jörðin snýst um möndul sinn. Svona lagað gerist. Þetta er ekkert persónulegt. Þetta var bara kona. Það glittir þó í von. Konur Bretlands voru Boris Johnson forsætisráðherra huldar sýnum þegar hann frestaði óvænt þinghaldi nýverið. Féll af dagskrá þingsins lagafrumvarp um heimilisofbeldi sem hafði verið lengi í smíðum og ríkti um þverpólitísk samstaða. Biðlað var til Borisar um að flytja málið á dagskrá næsta þings en hann varð ekki við þeirra ósk. Aldrei þessu vant ætlaði allt um kolla að keyra. Svo hörð voru viðbrögð kvenna í Bretlandi að Boris – sem býr sig nú undir kosningar – sá að honum var ekki stætt á að gera ekki neitt. Með hraði skipaði hann sérstakan umboðsmann um heimilisofbeldi. Konur eru nefnilega ekki líkneski, hugmynd eða tilgáta. Þær eru einstaklingar af holdi og blóði með andlit, raddir, nöfn – og kosningarétt; gleymum því ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Sjá meira
Það er enginn skortur á styttum af konum í Wales. Sjá má konur um allt. Þær eru tákngervingar og líkneski, englar og mæður, friður og réttlæti. Í öllu landinu er þó ekki að finna eina einustu styttu af nafngreindri konu, ókonungborinni, sem uppi var í alvörunni. Á því verður þó senn breyting. Á næsta ári verður reist í miðbæ Cardiff stytta af Betty Campbell, fyrsta svarta skólastjóra Wales, sem lést árið 2017 en hún helgaði líf sitt mennta- og jafnréttismálum. Campbell var valin úr hópi fimm kvenna í samkeppninni „Huldar hetjur“ um hver yrði fyrsta nafngreinda konan í Wales til að verða að styttu. Það eru þó ekki aðeins stytturnar í Wales sem eru nafnlausir tákngervingar.Féll á hnífinn Hin þrjátíu og þriggja ára Charlotte Huggins fagnaði nýja árinu á hverfispöbbnum með vinum. Síðar sömu nótt ruddist fyrrverandi kærasti Huggins, Michael Rolle, inn á heimili hennar og stakk hana til bana með hníf. Rolle hafði séð Huggins í félagsskap annars manns og orðið afbrýðisamur. Fyrir rétti hélt Rolle fram að hann hefði ekki stungið Huggins heldur hefði hún einfaldlega fallið á hnífinn. Faraldur breiðist út í Bretlandi. Á götum Lundúna og víðar fer hnífstunguárásum fjölgandi. Daglegar fréttir berast af ástandinu þar sem reynt er að greina vandann. Eru ástæðurnar félagslegar? Aukin ítök gengja í lífi ungs fólks? Niðurskurður í lögreglunni? En þrátt fyrir áhuga fjölmiðla á hnífaárásum var umfjöllun um morðið á Charlotte Huggins aðfaranótt nýársdag lítil sem engin. Sandra Walklate, prófessor í afbrotafræðum við Háskólann í Liverpool, telur sig hafa skýringu. Hnífaárásir eru vissulega faraldur á götum úti. En það sama er uppi á teningnum innan veggja heimilisins. Um það ríkir hins vegar þögn því „ofbeldi gegn konum er oftast ósýnilegt“. Nýjar tölur sýna að morðum sem rekja má til heimilisofbeldis hefur fjölgað síðustu fimm ár í Bretlandi. Á síðasta ári voru fórnarlömbin 173, 32 fleiri en árið áður. Þrír fjórðu fórnarlambanna voru konur sem féllu fyrir hendi karlmanns. „Þetta eru hin ósýnilegu fórnarlömb hnífaárása,“ sagði Sandra Walklate í samtali við BBC.Rangt frumlag „Kona féll fram af svölum“ var fyrirsögn sem vakti hörð viðbrögð í íslenskum fjölmiðlum í vikunni. Við nánari athugun kom í ljós að konunni hafði verið hrint fram af svölum og liggur hún nú alvarlega slösuð á sjúkrahúsi. Þingmaðurinn Guðmundur Andri Thorsson ritaði á Facebook: „Það er rangt frumlag í þessari setningu, það sjáum við öll, gerandinn hefur verið fjarlægður, nýtur verndar. Ofbeldið er ekki óhjákvæmilegt, ekki eðlilegur hluti lífsins, heldur samfélagsleg og menningarleg meinsemd.“ Konur eru nafnlausir tákngervingar, almenn hugmynd en ekki einstaklingar, ekki fórnarlömb heldur tölfræði. Þær verða fyrir hnífum og falla fram af svölum eins og hafið fellur að og sólin hnígur í vestri. Jörðin snýst um möndul sinn. Svona lagað gerist. Þetta er ekkert persónulegt. Þetta var bara kona. Það glittir þó í von. Konur Bretlands voru Boris Johnson forsætisráðherra huldar sýnum þegar hann frestaði óvænt þinghaldi nýverið. Féll af dagskrá þingsins lagafrumvarp um heimilisofbeldi sem hafði verið lengi í smíðum og ríkti um þverpólitísk samstaða. Biðlað var til Borisar um að flytja málið á dagskrá næsta þings en hann varð ekki við þeirra ósk. Aldrei þessu vant ætlaði allt um kolla að keyra. Svo hörð voru viðbrögð kvenna í Bretlandi að Boris – sem býr sig nú undir kosningar – sá að honum var ekki stætt á að gera ekki neitt. Með hraði skipaði hann sérstakan umboðsmann um heimilisofbeldi. Konur eru nefnilega ekki líkneski, hugmynd eða tilgáta. Þær eru einstaklingar af holdi og blóði með andlit, raddir, nöfn – og kosningarétt; gleymum því ekki.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun