Um kolefnisjöfnun og kolefnishlutleysi Guðmundur Sigbergsson skrifar 7. október 2019 13:15 Í stefnuræðu forsætisráðherra og ræðum þingmanna flestra annarra þingflokka við þingsetningu í september voru loftslagsmál megininntakið og það neyðarástand sem er til staðar vegna loftslagsbreytinga. Staða Íslands í dag mætti vera betri þrátt fyrir góðan vilja stjórnvalda og almennings. Frá árinu 2010 hefur losun Íslands nokkurn vegin staðið í stað og Ísland nær ólíklega skuldbindingum sínum gagnvart Evrópusambandinu á öðru tímabili Kyoto-bókunarinnar (2013-2020). Ísland hafði notað um 80% úthlutaðra losunarheimilda (kolefniseininga) sinna sem Ísland fékk úthlutað fyrir allt tímabilið þegar árið 2017. Þannig þegar að skuldadögum kemur mun Ísland þurfa að kaupa sér losunarheimildir, dýru verði. Skuldbindingar Íslands þegar tímabil Parísarsamningsins hefst 2020 eiga eftir að koma í ljós en verða líklega krafa um samdrátt á bilinu um 30-40%, m.v. losun árið 2005. Markmið stjórnvalda er svo að vera kolefnishlutlaust árið 2040, sem er metnaðarfullt markmið. Sérstaklega með hliðsjón af núverandi árangri. Síðustu ár hefur hins vegar mikil vitundarvakning orðið í umhverfismálum og þeim gríðarlegu neikvæðu áhrifum sem athafnir mannkyns hafa og hafa haft á loftslagsbreytingar. Stœrsta áskorun okkar kynslóðar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið og minnka þar af leiðandi neikvæð áhrif loftslagsbreytinga svo komandi kynslóðir geti notið þeirra auðlinda sem jörðin hefur upp á að bjóða. Loftslagsvandinn er ekki bara vandi stjórnvalda heldur er hann samfélagslegur vandi sem allir þurfa að líta í eigin barm og grípa til aðgerða. Fyrirtæki hafa á síðustu misserum í auknum mæli sýnt samfélagslega ábyrgð og tekið sig á í loftslagsmálum og mörg hver sett fram fullyrðingar um kolefnishlutleysi og kolefnisjöfnun fyrir vörur, þjónustu, rekstur eða jafnvel alla starfsemi sína. Þar er sjónum iðulega beint að aðgerðum til að jafna núverandi losun en minni áhersla lögð á samdrátt í losun, a.m.k. í framsetningu gagnvart almenningi. Í umræðu um kolefnishlutleysi og kolefnisjöfnun er hins vegar mikilvægt að halda til haga tveimur grundvallarþáttum loftslagsvandans, annars vegar verður að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og hins vegar þarf að grípa til aðgerða til þess að mæta losun sem ekki er hægt að draga frekar úr eða fyrirbyggja. Eitt er ljóst, að það er ekki hægt að halda áfram á sömu braut með óbreyttri eða aukinni neyslu og réttlæta hana með bindingu gróðurhúsategunda t.d. með kaupum á kolefniseiningum. Hvort tveggja verður að gilda, samdráttur í losun og binding á því sem ekki er hægt að draga frekar saman. Þegar búið er að finna leiðir til samdráttar er vissulega mikilvægt að jafna fyrir þeirri losun sem ekki er hægt að fyrirbyggja en það er ekki aðalatriðið. Án samdráttar nær Ísland ekki að standa við skuldbindingar sínar. Fullyrðingar um kolefnisjöfnun og kolefnishlutleysi eru ábyrgðarhluti. Þannig verða fyrirtæki að setja fram slíkar fullyrðingar af varkárni og styðja þær sönnunargögnum. Skýrleiki fullyrðinga og upplýsingagjöf er grundvallaratriði í því sambandi, þar sem hagsmunaaðilum verður að vera ljóst hvað er raunverulega kolefnishlutlaust og hvað er það ekki. Er t.d. átt við að öll starfsemi fyrirtækja sé kolefnishlutlaus eða bara hluti hennar? Hvað innan aðfanga-/virðiskeðjunnar er kolefnishlutlaust? Fullyrðingar fyrirtækja um kolefnishlutleysi og kolefnisjöfnun eru ólíkar eins og þær eru margar. Mörg setja þær fram vel og með hliðsjón af aðfangakeðju starfseminnar, birta upplýsingar um losun opinberlega ásamt áætlunum um samdrátt á meðan framsetning annarra mætti vera skýrari. En hvernig á að kolefnisjafna eða ná fram kolefnishlutleysi og hvernig á að setja fram fullyrðingar? Fyrirtæki sem halda fram kolefnishlutleysi eða -jöfnun þurfa einnig að líta til þess hvort það liggi fyrir staðfesting að aðgerðir til kolefnisjöfnunar séu raunverulega að skila árangri? Hefur t.d. óháður aðili tekið út og staðfest að þau verkefni sem stutt er við skili raunverulegri bindingu koldíoxíðs eða fyrirbyggi losun? Er tryggt að losun í dag sé jafnframt bundin þegar kolefniseiningar eru keyptar og þeim eytt? Er tryggt að þær einingar, sem seldar eru, séu eingöngu seldar einu sinni? Er rekjanleiki fullyrðinga til staðar gagnvart aðgerðum til jöfnunar? Víða erlendis hafa ríki brugðist við með framsetningu leiðbeininga eða staðla um kolefnishlutleysi. Þannig geta fyrirtæki, sem vilja kolefnishlutleysa starfsemi sína, mátað sig við staðlaðar og aðgengilegar leiðbeiningar og sett fram fullyrðingar um kolefnishlutleysi að tilteknum kröfum uppfylltum. Hagsmunaaðilar hafa þannig aðgang að leiðbeiningum og geta myndað sér skoðun á gildi fullyrðinga, sem byggðar eru á hlutlægum sönnunargögnum. Aðilar sem ekki uppfylla kröfur eru þannig ólíklegri til að setja fram fullyrðingar um kolefnishlutleysi. Þannig má fyrirbyggja „grænþvott“ og að kolefnishlutleysi og -jöfnun hafi raunverulegt gildi. Sama gildir um útgáfu kolefniseininga, þar eru til viðmið, leiðbeiningar og kröfur til útgáfu kolefniseininga sem eru skráðar í miðlæga kolefnisskrá að kröfum uppfylltum. Ekki ósvipað verðbréfaskráning. Á Íslandi eru, enn sem komið er, engar reglur eða viðmið til staðar sem lúta að kolefnishlutleysi eða kolefnisjöfnun eða útgáfu kolefniseininga. Mikilvægt er hins vegar að á meðan regluverk er ekki til staðar að aðilar sem setja fram fullyrðingar um kolefnishlutleysi sýni frumkvæði og geri það með hliðsjón af aðgengilegum viðmiðum og að útgefendur kolefniseininga geri það á grundvelli viðmiða og tryggi rekjanleika í samræmi við meginreglur mótvægisaðgerða. Markmið Parísarsamningsins er fyrst og fremst að draga úr losun, eins og að framan greinir. Árið 2030 þarf Ísland að hafa dregið úr losun um 30-40%. Það markmið næst ekki ef aðeins er jafnað fyrir óbreytta losun og aukna neyslu með kaupum á kolefniseiningum en þegar það er gert þarf það að vera í samræmi við viðurkennda alþjóðlega framkvæmd.Höfundur er framkvæmdastjóri vottunarstofunnar iCert Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Sigbergsson Loftslagsmál Mest lesið Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í stefnuræðu forsætisráðherra og ræðum þingmanna flestra annarra þingflokka við þingsetningu í september voru loftslagsmál megininntakið og það neyðarástand sem er til staðar vegna loftslagsbreytinga. Staða Íslands í dag mætti vera betri þrátt fyrir góðan vilja stjórnvalda og almennings. Frá árinu 2010 hefur losun Íslands nokkurn vegin staðið í stað og Ísland nær ólíklega skuldbindingum sínum gagnvart Evrópusambandinu á öðru tímabili Kyoto-bókunarinnar (2013-2020). Ísland hafði notað um 80% úthlutaðra losunarheimilda (kolefniseininga) sinna sem Ísland fékk úthlutað fyrir allt tímabilið þegar árið 2017. Þannig þegar að skuldadögum kemur mun Ísland þurfa að kaupa sér losunarheimildir, dýru verði. Skuldbindingar Íslands þegar tímabil Parísarsamningsins hefst 2020 eiga eftir að koma í ljós en verða líklega krafa um samdrátt á bilinu um 30-40%, m.v. losun árið 2005. Markmið stjórnvalda er svo að vera kolefnishlutlaust árið 2040, sem er metnaðarfullt markmið. Sérstaklega með hliðsjón af núverandi árangri. Síðustu ár hefur hins vegar mikil vitundarvakning orðið í umhverfismálum og þeim gríðarlegu neikvæðu áhrifum sem athafnir mannkyns hafa og hafa haft á loftslagsbreytingar. Stœrsta áskorun okkar kynslóðar er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið og minnka þar af leiðandi neikvæð áhrif loftslagsbreytinga svo komandi kynslóðir geti notið þeirra auðlinda sem jörðin hefur upp á að bjóða. Loftslagsvandinn er ekki bara vandi stjórnvalda heldur er hann samfélagslegur vandi sem allir þurfa að líta í eigin barm og grípa til aðgerða. Fyrirtæki hafa á síðustu misserum í auknum mæli sýnt samfélagslega ábyrgð og tekið sig á í loftslagsmálum og mörg hver sett fram fullyrðingar um kolefnishlutleysi og kolefnisjöfnun fyrir vörur, þjónustu, rekstur eða jafnvel alla starfsemi sína. Þar er sjónum iðulega beint að aðgerðum til að jafna núverandi losun en minni áhersla lögð á samdrátt í losun, a.m.k. í framsetningu gagnvart almenningi. Í umræðu um kolefnishlutleysi og kolefnisjöfnun er hins vegar mikilvægt að halda til haga tveimur grundvallarþáttum loftslagsvandans, annars vegar verður að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og hins vegar þarf að grípa til aðgerða til þess að mæta losun sem ekki er hægt að draga frekar úr eða fyrirbyggja. Eitt er ljóst, að það er ekki hægt að halda áfram á sömu braut með óbreyttri eða aukinni neyslu og réttlæta hana með bindingu gróðurhúsategunda t.d. með kaupum á kolefniseiningum. Hvort tveggja verður að gilda, samdráttur í losun og binding á því sem ekki er hægt að draga frekar saman. Þegar búið er að finna leiðir til samdráttar er vissulega mikilvægt að jafna fyrir þeirri losun sem ekki er hægt að fyrirbyggja en það er ekki aðalatriðið. Án samdráttar nær Ísland ekki að standa við skuldbindingar sínar. Fullyrðingar um kolefnisjöfnun og kolefnishlutleysi eru ábyrgðarhluti. Þannig verða fyrirtæki að setja fram slíkar fullyrðingar af varkárni og styðja þær sönnunargögnum. Skýrleiki fullyrðinga og upplýsingagjöf er grundvallaratriði í því sambandi, þar sem hagsmunaaðilum verður að vera ljóst hvað er raunverulega kolefnishlutlaust og hvað er það ekki. Er t.d. átt við að öll starfsemi fyrirtækja sé kolefnishlutlaus eða bara hluti hennar? Hvað innan aðfanga-/virðiskeðjunnar er kolefnishlutlaust? Fullyrðingar fyrirtækja um kolefnishlutleysi og kolefnisjöfnun eru ólíkar eins og þær eru margar. Mörg setja þær fram vel og með hliðsjón af aðfangakeðju starfseminnar, birta upplýsingar um losun opinberlega ásamt áætlunum um samdrátt á meðan framsetning annarra mætti vera skýrari. En hvernig á að kolefnisjafna eða ná fram kolefnishlutleysi og hvernig á að setja fram fullyrðingar? Fyrirtæki sem halda fram kolefnishlutleysi eða -jöfnun þurfa einnig að líta til þess hvort það liggi fyrir staðfesting að aðgerðir til kolefnisjöfnunar séu raunverulega að skila árangri? Hefur t.d. óháður aðili tekið út og staðfest að þau verkefni sem stutt er við skili raunverulegri bindingu koldíoxíðs eða fyrirbyggi losun? Er tryggt að losun í dag sé jafnframt bundin þegar kolefniseiningar eru keyptar og þeim eytt? Er tryggt að þær einingar, sem seldar eru, séu eingöngu seldar einu sinni? Er rekjanleiki fullyrðinga til staðar gagnvart aðgerðum til jöfnunar? Víða erlendis hafa ríki brugðist við með framsetningu leiðbeininga eða staðla um kolefnishlutleysi. Þannig geta fyrirtæki, sem vilja kolefnishlutleysa starfsemi sína, mátað sig við staðlaðar og aðgengilegar leiðbeiningar og sett fram fullyrðingar um kolefnishlutleysi að tilteknum kröfum uppfylltum. Hagsmunaaðilar hafa þannig aðgang að leiðbeiningum og geta myndað sér skoðun á gildi fullyrðinga, sem byggðar eru á hlutlægum sönnunargögnum. Aðilar sem ekki uppfylla kröfur eru þannig ólíklegri til að setja fram fullyrðingar um kolefnishlutleysi. Þannig má fyrirbyggja „grænþvott“ og að kolefnishlutleysi og -jöfnun hafi raunverulegt gildi. Sama gildir um útgáfu kolefniseininga, þar eru til viðmið, leiðbeiningar og kröfur til útgáfu kolefniseininga sem eru skráðar í miðlæga kolefnisskrá að kröfum uppfylltum. Ekki ósvipað verðbréfaskráning. Á Íslandi eru, enn sem komið er, engar reglur eða viðmið til staðar sem lúta að kolefnishlutleysi eða kolefnisjöfnun eða útgáfu kolefniseininga. Mikilvægt er hins vegar að á meðan regluverk er ekki til staðar að aðilar sem setja fram fullyrðingar um kolefnishlutleysi sýni frumkvæði og geri það með hliðsjón af aðgengilegum viðmiðum og að útgefendur kolefniseininga geri það á grundvelli viðmiða og tryggi rekjanleika í samræmi við meginreglur mótvægisaðgerða. Markmið Parísarsamningsins er fyrst og fremst að draga úr losun, eins og að framan greinir. Árið 2030 þarf Ísland að hafa dregið úr losun um 30-40%. Það markmið næst ekki ef aðeins er jafnað fyrir óbreytta losun og aukna neyslu með kaupum á kolefniseiningum en þegar það er gert þarf það að vera í samræmi við viðurkennda alþjóðlega framkvæmd.Höfundur er framkvæmdastjóri vottunarstofunnar iCert
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar