Færri tækifæri fyrir háskólamenntaða Þorsteinn Víglundsson skrifar 7. október 2019 11:13 Fátt finnst mér mikilvægara fyrir dætur mínar en að þær afli sér góðrar menntunar. Góð menntun mun opna fyrir þeim fjölmörg skemmtileg tækifæri og vonandi tryggja þeim sem best lífskjör til framtíðar. Framtíð barna okkar er auðvitað það sem skiptir okkur mestu máli. Að þau njóti allra þeirra tækifæra sem þau eiga skilið. Þar eru hins vegar ákveðnar blikur á lofti. Það er ekki sjálfgefið að þeirra kynslóð geti gengið að því sem vísu að þau muni búa við betri kjör eða lífsskilyrði en kynslóðirnar sem á undan hafa gengið. Okkur er tamt að tala um menntunarstig þjóðar í samhengi við samkeppnishæfni okkar og framtíðartækifæri þjóðar og fylgjumst grannt með alls konar tölfræði og samanburði við aðrar þjóðir. Menntun er hins vegar auðvitað dýrmætust þeim sem hennar afla sér enda fátt sem hefur meiri áhrif á tækifæri viðkomandi til framtíðar, hvort sem er hér á landi eða annars staðar. Fyrir þjóð sem leggur metnað sinn í hátt menntastig er því ekki síður mikilvægt að skapa tækifæri fyrir vel menntað fólk hér heima fyrir því þar stöndum við í alþjóðlegri samkeppni um hæft og gott fólk. Og þar er kannski ástæða fyrir okkur Íslendinga að hafa áhyggjur. Á rúmum áratug hefur hlutfall þeirra Íslendinga sem lokið hafa háskólamenntun hækkað verulega, farið úr liðlega 31% árið 2008 í tæp 44% á síðasta ári, en á sama tíma hefur atvinnutækifærum háskólamenntaðra á almennum vinnumarkaði fækkað.Störfum sem krefjast hás menntastigs fækkar Þegar rýnt er í tölur um þróun íslensks vinnumarkaðar frá 2008 má sjá að störfum hefur fjölgað um 22 þúsund. Það er ánægjulegt og endurspeglar hversu vel okkur hefur gengið að vinna okkur út úr efnahagshruninu. Það er hins vegar meira áhyggjuefni þegar horft er til þess hvar þessi störf hafa orðið til. Í stuttu máli hafa þau orðið til hjá hinu opinbera (tæplega 9 þúsund) og í ferðaþjónustu (rúmlega fjórtán þúsund). Á hinum almenna vinnumarkaði hefur störfum fækkað um liðlega þúsund ef ferðaþjónustan er undanskilin. Ef betur er að gáð sést líka að störfum á hinum almenna vinnumarkaði sem krefjast hás menntastigs hefur fækkað. Munar þar mestu um nærri þrjú þúsund störf sem hafa tapast í fjármálaþjónustu en hátæknistörfum og vísindum hefur einnig fækkað. Samtals starfa um 30 þúsund manns í þessum atvinnugreinum og hefur samtals fækkað um 2.300 frá því í júlí 2008. Sem hlutfall af vinnumarkaði hefur þekkingargeiri hins almenna vinnumarkaðar farið úr tæpum 18% í tæp 15% á röskum áratug. Hér skal ekki lítið gert úr störfum innan hins opinbera sem krefjast hás menntastigs og rétt að halda því til haga að störfum í greinum á borð við mennta- og heilbrigðiskerfi hefur fjölgað á þessu tímabili.Óviðunandi rekstrarumhverfi hátæknifyrirtækja Það er hins vegar verulegt áhyggjuefni að þróunin á hinum almenna vinnumarkaði sé eins og raun ber vitni. Það skortir ekki á frumkvöðlastarfsemi hér á landi. Hér hafa orðið til fjölmörg spennandi fyrirtæki á undanförnum árum og skemmst að minnast mikillar nýsköpunarbylgju sem kom strax í kjölfar hrunsins. En staðreyndin er einfaldlega sú að þrátt fyrir það eru tækni- og sprotafyrirtæki ekki að skjóta rótum hér á landi. Tölurnar hér að ofan um fjölda starfa í atvinnugreininni sýna það svart á hvítu. Spennandi fyrirtæki sem sprottið hafa hér upp á undanförnum árum og náð að komast á legg hafa í stórum stíl flutt megin þunga starfsemi sinnar úr landi. Fjölmörg önnur hafa aldrei náð svo langt. Rekstrarumhverfi þekkingarfyrirtækja er augljóslega ekki til þess fallið og þegar leitað er skýringa hjá forsvarsmönnum þessara fyrirtækja er bent á þann óstöðugleika og háa vaxtastig sem fylgir íslensku krónunni. Núverandi ríkisstjórn talar mjög fallega um mikilvægi nýsköpunar. Margt ágætt hefur líka verið gert. Aukið hefur verið við endurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar, sem er vel. Það er hins vegar einföld staðreynd að ríkið getur ekki bætt ósamkeppnishæft rekstrarumhverfi með niðurgreiðslum. Það verður að ráðast að rót vandans. Endurteknar yfirlýsingar um mikilvægi nýsköpunar eru innantómar ef ríkisstjórnin ætlar áfram að neita að horfast í augu við raunveruleikann. Neita að horfast í augu við þann mikla fórnarkostnað sem fylgir blessuðum gjaldmiðlinum okkar. Fórnarkostnaður sem, þegar öllu er á botninn hvolft, felur í sér færri tækifæri fyrir komandi kynslóðir hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Tækni Vinnumarkaður Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fátt finnst mér mikilvægara fyrir dætur mínar en að þær afli sér góðrar menntunar. Góð menntun mun opna fyrir þeim fjölmörg skemmtileg tækifæri og vonandi tryggja þeim sem best lífskjör til framtíðar. Framtíð barna okkar er auðvitað það sem skiptir okkur mestu máli. Að þau njóti allra þeirra tækifæra sem þau eiga skilið. Þar eru hins vegar ákveðnar blikur á lofti. Það er ekki sjálfgefið að þeirra kynslóð geti gengið að því sem vísu að þau muni búa við betri kjör eða lífsskilyrði en kynslóðirnar sem á undan hafa gengið. Okkur er tamt að tala um menntunarstig þjóðar í samhengi við samkeppnishæfni okkar og framtíðartækifæri þjóðar og fylgjumst grannt með alls konar tölfræði og samanburði við aðrar þjóðir. Menntun er hins vegar auðvitað dýrmætust þeim sem hennar afla sér enda fátt sem hefur meiri áhrif á tækifæri viðkomandi til framtíðar, hvort sem er hér á landi eða annars staðar. Fyrir þjóð sem leggur metnað sinn í hátt menntastig er því ekki síður mikilvægt að skapa tækifæri fyrir vel menntað fólk hér heima fyrir því þar stöndum við í alþjóðlegri samkeppni um hæft og gott fólk. Og þar er kannski ástæða fyrir okkur Íslendinga að hafa áhyggjur. Á rúmum áratug hefur hlutfall þeirra Íslendinga sem lokið hafa háskólamenntun hækkað verulega, farið úr liðlega 31% árið 2008 í tæp 44% á síðasta ári, en á sama tíma hefur atvinnutækifærum háskólamenntaðra á almennum vinnumarkaði fækkað.Störfum sem krefjast hás menntastigs fækkar Þegar rýnt er í tölur um þróun íslensks vinnumarkaðar frá 2008 má sjá að störfum hefur fjölgað um 22 þúsund. Það er ánægjulegt og endurspeglar hversu vel okkur hefur gengið að vinna okkur út úr efnahagshruninu. Það er hins vegar meira áhyggjuefni þegar horft er til þess hvar þessi störf hafa orðið til. Í stuttu máli hafa þau orðið til hjá hinu opinbera (tæplega 9 þúsund) og í ferðaþjónustu (rúmlega fjórtán þúsund). Á hinum almenna vinnumarkaði hefur störfum fækkað um liðlega þúsund ef ferðaþjónustan er undanskilin. Ef betur er að gáð sést líka að störfum á hinum almenna vinnumarkaði sem krefjast hás menntastigs hefur fækkað. Munar þar mestu um nærri þrjú þúsund störf sem hafa tapast í fjármálaþjónustu en hátæknistörfum og vísindum hefur einnig fækkað. Samtals starfa um 30 þúsund manns í þessum atvinnugreinum og hefur samtals fækkað um 2.300 frá því í júlí 2008. Sem hlutfall af vinnumarkaði hefur þekkingargeiri hins almenna vinnumarkaðar farið úr tæpum 18% í tæp 15% á röskum áratug. Hér skal ekki lítið gert úr störfum innan hins opinbera sem krefjast hás menntastigs og rétt að halda því til haga að störfum í greinum á borð við mennta- og heilbrigðiskerfi hefur fjölgað á þessu tímabili.Óviðunandi rekstrarumhverfi hátæknifyrirtækja Það er hins vegar verulegt áhyggjuefni að þróunin á hinum almenna vinnumarkaði sé eins og raun ber vitni. Það skortir ekki á frumkvöðlastarfsemi hér á landi. Hér hafa orðið til fjölmörg spennandi fyrirtæki á undanförnum árum og skemmst að minnast mikillar nýsköpunarbylgju sem kom strax í kjölfar hrunsins. En staðreyndin er einfaldlega sú að þrátt fyrir það eru tækni- og sprotafyrirtæki ekki að skjóta rótum hér á landi. Tölurnar hér að ofan um fjölda starfa í atvinnugreininni sýna það svart á hvítu. Spennandi fyrirtæki sem sprottið hafa hér upp á undanförnum árum og náð að komast á legg hafa í stórum stíl flutt megin þunga starfsemi sinnar úr landi. Fjölmörg önnur hafa aldrei náð svo langt. Rekstrarumhverfi þekkingarfyrirtækja er augljóslega ekki til þess fallið og þegar leitað er skýringa hjá forsvarsmönnum þessara fyrirtækja er bent á þann óstöðugleika og háa vaxtastig sem fylgir íslensku krónunni. Núverandi ríkisstjórn talar mjög fallega um mikilvægi nýsköpunar. Margt ágætt hefur líka verið gert. Aukið hefur verið við endurgreiðslur vegna rannsóknar- og þróunarkostnaðar, sem er vel. Það er hins vegar einföld staðreynd að ríkið getur ekki bætt ósamkeppnishæft rekstrarumhverfi með niðurgreiðslum. Það verður að ráðast að rót vandans. Endurteknar yfirlýsingar um mikilvægi nýsköpunar eru innantómar ef ríkisstjórnin ætlar áfram að neita að horfast í augu við raunveruleikann. Neita að horfast í augu við þann mikla fórnarkostnað sem fylgir blessuðum gjaldmiðlinum okkar. Fórnarkostnaður sem, þegar öllu er á botninn hvolft, felur í sér færri tækifæri fyrir komandi kynslóðir hér á landi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun