Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. október 2019 13:00 Fundargerð sem birtist fyir helgi á vef Rangársþings ytra frá fundi sem ekki hefur farið fram. Hún hefur nú verið fjarlægð af síðunni. Hópur sumarhúsa-og landeigenda í Landssveit hafa lýst yfir áhyggjum sínum og sent athugasemdir til sveitarstjórnar vegna auglýsts deiliskipulags á jörðunum Leyni 2 og Leyni 3 þar sem fyrirhugað er að reisa nokkur hundruð manna ferðaþjónustu þorp. Svæðið sé í fjarrbyggð vatnsverndarsvæðis og þá sé verið að reisa þéttbýli á stað sem skilgreindur sé sem dreifbýli. Ferðaþjónustufyrirtækið sem hyggst byggja á svæðinu heitir Eternal Resort og rekur t.d. Iceland Igloo Village og er í eigu malasískra fjárfesta. Haraldur Eiríksson formaður skipulags-og umferðanefndar Rangárþings ytra.Haraldur Eiríksson formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangársþings ytra segir að málið sé rétt að ahefjast og farið verði yfir allar athugasemdir varðandi það og verið sé að auglýsa nýtt deiliskipulag. „Áhyggjur sumarhúsaeigenda þarna uppfrá eru svo sem skiljanlegar breytingar geta vakið ugg hjá mörgum. Það er ekkert óeðlilegt við það. Málið er í eðlilegum fasa hjá skipulagsyfirvöldum hér í Rangárþingi ytra. Það komu athugasemdir frá á síðasta fundi nefndarinnar og þá var deiliskipulagið auglýst aftur ef ég man rétt,“ segir Haraldur. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village rekur 15 hjóhýsi á jörðinni Leyni og í fréttum í gær kom fram að þau væru tengd við fráveitu en hafi ekki leyfi til þess. Haraldur segir að gerðar hafi verið athugasemdir vegna þess.Fráveita er frá hjólhýsunum í óleyfi.„Stöðuleyfi fyrir hjólhýsunum voru ekki gefin með því fororði að þeir fengju að vera með fráveitu. Þannig að þarna er nú verið að fara svolítið fram úr sér. Þessir aðilar verða að sjálfsögðu beðnir um að aftengja þetta allt saman. Kannski þurfum við að vera meira vakandi fyrir að leiðbeina þeim meira. Þeir þekkja ekki lögin á sama hátt og hérlendir aðilar,“ segir Haraldur.Nokkru kúlushús eru risin á jörðinni Leyni í óleyfi.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur ferðaþjónustufyrirtækið jafnframt reist nokkur kúluhús á svæðinu en leyfi er ekki enn þá komið frá skipulags-og umferðarnefnd. Þetta kemur Haraldi á óvart. „Við ætlum að taka það fyrir á fundi skipulags-og umferðarnefndar á morgun. Þessi aðili virðist vera að fara eitthvað framúrsér,“ segir Haraldur. Á morgun verður fundur í skipulags og umferðarnefnd og verður málið þá tekið fyrir. Fundargerð frá fundinum á morgun birtist hins vegar á heimasíðu Rangárþings ytra fyrir helgi samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum og er rituð af byggingafulltrúa. Þar kemur fram að skipulagsnefnd telji rétt að veitt verði stöðuleyfi fyrir kúluhús til eins árs. Haraldur hafði ekki vitnesku um að fundargerðin hefði birst og hefur hún verið fjarlægð af heimasíðunni. Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Hópur sumarhúsa-og landeigenda í Landssveit hafa lýst yfir áhyggjum sínum og sent athugasemdir til sveitarstjórnar vegna auglýsts deiliskipulags á jörðunum Leyni 2 og Leyni 3 þar sem fyrirhugað er að reisa nokkur hundruð manna ferðaþjónustu þorp. Svæðið sé í fjarrbyggð vatnsverndarsvæðis og þá sé verið að reisa þéttbýli á stað sem skilgreindur sé sem dreifbýli. Ferðaþjónustufyrirtækið sem hyggst byggja á svæðinu heitir Eternal Resort og rekur t.d. Iceland Igloo Village og er í eigu malasískra fjárfesta. Haraldur Eiríksson formaður skipulags-og umferðanefndar Rangárþings ytra.Haraldur Eiríksson formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangársþings ytra segir að málið sé rétt að ahefjast og farið verði yfir allar athugasemdir varðandi það og verið sé að auglýsa nýtt deiliskipulag. „Áhyggjur sumarhúsaeigenda þarna uppfrá eru svo sem skiljanlegar breytingar geta vakið ugg hjá mörgum. Það er ekkert óeðlilegt við það. Málið er í eðlilegum fasa hjá skipulagsyfirvöldum hér í Rangárþingi ytra. Það komu athugasemdir frá á síðasta fundi nefndarinnar og þá var deiliskipulagið auglýst aftur ef ég man rétt,“ segir Haraldur. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village rekur 15 hjóhýsi á jörðinni Leyni og í fréttum í gær kom fram að þau væru tengd við fráveitu en hafi ekki leyfi til þess. Haraldur segir að gerðar hafi verið athugasemdir vegna þess.Fráveita er frá hjólhýsunum í óleyfi.„Stöðuleyfi fyrir hjólhýsunum voru ekki gefin með því fororði að þeir fengju að vera með fráveitu. Þannig að þarna er nú verið að fara svolítið fram úr sér. Þessir aðilar verða að sjálfsögðu beðnir um að aftengja þetta allt saman. Kannski þurfum við að vera meira vakandi fyrir að leiðbeina þeim meira. Þeir þekkja ekki lögin á sama hátt og hérlendir aðilar,“ segir Haraldur.Nokkru kúlushús eru risin á jörðinni Leyni í óleyfi.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur ferðaþjónustufyrirtækið jafnframt reist nokkur kúluhús á svæðinu en leyfi er ekki enn þá komið frá skipulags-og umferðarnefnd. Þetta kemur Haraldi á óvart. „Við ætlum að taka það fyrir á fundi skipulags-og umferðarnefndar á morgun. Þessi aðili virðist vera að fara eitthvað framúrsér,“ segir Haraldur. Á morgun verður fundur í skipulags og umferðarnefnd og verður málið þá tekið fyrir. Fundargerð frá fundinum á morgun birtist hins vegar á heimasíðu Rangárþings ytra fyrir helgi samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum og er rituð af byggingafulltrúa. Þar kemur fram að skipulagsnefnd telji rétt að veitt verði stöðuleyfi fyrir kúluhús til eins árs. Haraldur hafði ekki vitnesku um að fundargerðin hefði birst og hefur hún verið fjarlægð af heimasíðunni.
Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15