Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. október 2019 13:00 Fundargerð sem birtist fyir helgi á vef Rangársþings ytra frá fundi sem ekki hefur farið fram. Hún hefur nú verið fjarlægð af síðunni. Hópur sumarhúsa-og landeigenda í Landssveit hafa lýst yfir áhyggjum sínum og sent athugasemdir til sveitarstjórnar vegna auglýsts deiliskipulags á jörðunum Leyni 2 og Leyni 3 þar sem fyrirhugað er að reisa nokkur hundruð manna ferðaþjónustu þorp. Svæðið sé í fjarrbyggð vatnsverndarsvæðis og þá sé verið að reisa þéttbýli á stað sem skilgreindur sé sem dreifbýli. Ferðaþjónustufyrirtækið sem hyggst byggja á svæðinu heitir Eternal Resort og rekur t.d. Iceland Igloo Village og er í eigu malasískra fjárfesta. Haraldur Eiríksson formaður skipulags-og umferðanefndar Rangárþings ytra.Haraldur Eiríksson formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangársþings ytra segir að málið sé rétt að ahefjast og farið verði yfir allar athugasemdir varðandi það og verið sé að auglýsa nýtt deiliskipulag. „Áhyggjur sumarhúsaeigenda þarna uppfrá eru svo sem skiljanlegar breytingar geta vakið ugg hjá mörgum. Það er ekkert óeðlilegt við það. Málið er í eðlilegum fasa hjá skipulagsyfirvöldum hér í Rangárþingi ytra. Það komu athugasemdir frá á síðasta fundi nefndarinnar og þá var deiliskipulagið auglýst aftur ef ég man rétt,“ segir Haraldur. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village rekur 15 hjóhýsi á jörðinni Leyni og í fréttum í gær kom fram að þau væru tengd við fráveitu en hafi ekki leyfi til þess. Haraldur segir að gerðar hafi verið athugasemdir vegna þess.Fráveita er frá hjólhýsunum í óleyfi.„Stöðuleyfi fyrir hjólhýsunum voru ekki gefin með því fororði að þeir fengju að vera með fráveitu. Þannig að þarna er nú verið að fara svolítið fram úr sér. Þessir aðilar verða að sjálfsögðu beðnir um að aftengja þetta allt saman. Kannski þurfum við að vera meira vakandi fyrir að leiðbeina þeim meira. Þeir þekkja ekki lögin á sama hátt og hérlendir aðilar,“ segir Haraldur.Nokkru kúlushús eru risin á jörðinni Leyni í óleyfi.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur ferðaþjónustufyrirtækið jafnframt reist nokkur kúluhús á svæðinu en leyfi er ekki enn þá komið frá skipulags-og umferðarnefnd. Þetta kemur Haraldi á óvart. „Við ætlum að taka það fyrir á fundi skipulags-og umferðarnefndar á morgun. Þessi aðili virðist vera að fara eitthvað framúrsér,“ segir Haraldur. Á morgun verður fundur í skipulags og umferðarnefnd og verður málið þá tekið fyrir. Fundargerð frá fundinum á morgun birtist hins vegar á heimasíðu Rangárþings ytra fyrir helgi samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum og er rituð af byggingafulltrúa. Þar kemur fram að skipulagsnefnd telji rétt að veitt verði stöðuleyfi fyrir kúluhús til eins árs. Haraldur hafði ekki vitnesku um að fundargerðin hefði birst og hefur hún verið fjarlægð af heimasíðunni. Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Hópur sumarhúsa-og landeigenda í Landssveit hafa lýst yfir áhyggjum sínum og sent athugasemdir til sveitarstjórnar vegna auglýsts deiliskipulags á jörðunum Leyni 2 og Leyni 3 þar sem fyrirhugað er að reisa nokkur hundruð manna ferðaþjónustu þorp. Svæðið sé í fjarrbyggð vatnsverndarsvæðis og þá sé verið að reisa þéttbýli á stað sem skilgreindur sé sem dreifbýli. Ferðaþjónustufyrirtækið sem hyggst byggja á svæðinu heitir Eternal Resort og rekur t.d. Iceland Igloo Village og er í eigu malasískra fjárfesta. Haraldur Eiríksson formaður skipulags-og umferðanefndar Rangárþings ytra.Haraldur Eiríksson formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangársþings ytra segir að málið sé rétt að ahefjast og farið verði yfir allar athugasemdir varðandi það og verið sé að auglýsa nýtt deiliskipulag. „Áhyggjur sumarhúsaeigenda þarna uppfrá eru svo sem skiljanlegar breytingar geta vakið ugg hjá mörgum. Það er ekkert óeðlilegt við það. Málið er í eðlilegum fasa hjá skipulagsyfirvöldum hér í Rangárþingi ytra. Það komu athugasemdir frá á síðasta fundi nefndarinnar og þá var deiliskipulagið auglýst aftur ef ég man rétt,“ segir Haraldur. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village rekur 15 hjóhýsi á jörðinni Leyni og í fréttum í gær kom fram að þau væru tengd við fráveitu en hafi ekki leyfi til þess. Haraldur segir að gerðar hafi verið athugasemdir vegna þess.Fráveita er frá hjólhýsunum í óleyfi.„Stöðuleyfi fyrir hjólhýsunum voru ekki gefin með því fororði að þeir fengju að vera með fráveitu. Þannig að þarna er nú verið að fara svolítið fram úr sér. Þessir aðilar verða að sjálfsögðu beðnir um að aftengja þetta allt saman. Kannski þurfum við að vera meira vakandi fyrir að leiðbeina þeim meira. Þeir þekkja ekki lögin á sama hátt og hérlendir aðilar,“ segir Haraldur.Nokkru kúlushús eru risin á jörðinni Leyni í óleyfi.Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur ferðaþjónustufyrirtækið jafnframt reist nokkur kúluhús á svæðinu en leyfi er ekki enn þá komið frá skipulags-og umferðarnefnd. Þetta kemur Haraldi á óvart. „Við ætlum að taka það fyrir á fundi skipulags-og umferðarnefndar á morgun. Þessi aðili virðist vera að fara eitthvað framúrsér,“ segir Haraldur. Á morgun verður fundur í skipulags og umferðarnefnd og verður málið þá tekið fyrir. Fundargerð frá fundinum á morgun birtist hins vegar á heimasíðu Rangárþings ytra fyrir helgi samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum og er rituð af byggingafulltrúa. Þar kemur fram að skipulagsnefnd telji rétt að veitt verði stöðuleyfi fyrir kúluhús til eins árs. Haraldur hafði ekki vitnesku um að fundargerðin hefði birst og hefur hún verið fjarlægð af heimasíðunni.
Rangárþing ytra Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Óttast um vatnsverndarsvæði í Landsveit vegna framgöngu malasísks ferðaþjónustufyrirtækis Talsmaður sumarhúsa-og landeigenda í Landsveit segir malasískt ferðaþjónustufyrirtæki hafa rekið hjólhýsi á jörðinni Leyni mánuðum saman án tilskilins rekstrarleyfis. 5. október 2019 13:15