Phoenix þakkaði Hildi umbreytingu Jókersins í myndinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2019 10:54 Phoenix og Kimmel í þætti þess síðarnefnda í vikunni. Skjáskot/youtube Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix segist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar Guðnadóttur, sem semur tónlistina í stórmyndinni The Joker. Phoenix fer með titilhlutverkið í myndinni, sem vakið hefur mikla athygli síðustu misseri. Þetta kom fram í máli Phoenix þegar hann var gestur Jimmy Kimmel í vikunni. RÚV greindi fyrst íslenskra miðla frá ummælunum en klippan með viðtalinu var birt á YouTube á miðvikudag. Viðtalið státar nú af yfir fimm milljónum áhorfa og er á lista yfir vinsælustu YouTube-myndböndin þessa stundina. Phoenix lýsti því að hann hefði unnið með danshöfundi í tveimur atriðum kvikmyndarinnar, annars vegar þar sem hann dansar í tröppum og hins vegar þegar persóna hans, Arthur Fleck, umbreytist í Jókerinn. „Sá hluti var í raun viðbrögð við tónlistinni. Todd hafði þá nýlega fengið tónlistina frá Hildi, tónskáldinu, og við vorum að reyna að finna út úr því hvað við ættum að gera við þetta atriði. Hann byrjaði að spila tónlistina fyrir mig og við ákváðum að við vildum eitthvað sem sýndi umbreytinguna yfir í Jókerinn. Það var án orða og þetta er niðurstaðan.“ Hildur Guðnadóttir með Emmy-verðlaunin sem hún vann fyrr í mánuðinum fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Chernobyl.Vísir/epa Kimmel innti Phoenix þá eftir því hvort það tíðkaðist að leikarar fengju að hlusta á tónlist kvikmyndar áður en tökur klárast. „Nei. Ég veit það eiginlega ekki,“ sagði Phoenix. „En þetta var í fyrsta sinn sem kvikmyndatónlistin hefur svo mikil áhrif á mig.“Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Umræðan um dansinn og tónlistina hefst u.þ.b. á mínútu 5:30. Kvikmyndin um Jókerinn hefur verið sögð sláandi og ógnvekjandi og þá hefur Phoenix verið spáð tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á þessum þekktasta óþokka myndasagnanna. Myndin hefur þó fengið nokkuð dræmar viðtökur hjá nokkrum gagnrýnendum upp á síðkastið, til að mynda hjá gagnrýnendum Guardian og New York Times. Hildur, sem í september vann til Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Chernobyl, hefur sjálf fjallað um atriðið sem Phoenix sagði frá í þætti Kimmel. Hún sagði í viðtali við NPR í vikunni að frammistaða Phoenix hefði algjörlega rímað við tilfinningarnar sem hún fann við að semja lagið, sem ber heitið Bathroom Dance. Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Lykilatriði í Jókernum breyttist algjörlega vegna tónlistar Hildar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir segir að leikstjóri Joker-myndarinnar hafi beðið hana um að þykja um vænt um Arthur Fleck, manninn sem verður að hinum brenglaða Jóker, þegar hún samdi tónlistina fyrir myndina. 3. október 2019 14:15 Ummæli sem rötuðu ekki í viðtal ýta undir kenningar um að nýi Batman muni kljást við nýja Jókerinn Sagði Pattinson við blaðamanninn að hann væri ekki vanur því að þurfa að halda trúnaði varðandi verkefnin sín. 4. september 2019 11:22 Joker sögð ógnvekjandi og sláandi: Spá Joaquin Phoenix Óskarsverðlaunatilnefningu Gagnrýnendur hafa fengið að sjá nýjustu myndina um illmennið Jókerinn á kvikmyndahátíðinni á Feneyjum og er óhætt að segja að þeir hafi verið nokkuð hrifnir. 31. ágúst 2019 19:03 Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix segist aldrei hafa orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af kvikmyndatónlist og í tilviki tónlistar Hildar Guðnadóttur, sem semur tónlistina í stórmyndinni The Joker. Phoenix fer með titilhlutverkið í myndinni, sem vakið hefur mikla athygli síðustu misseri. Þetta kom fram í máli Phoenix þegar hann var gestur Jimmy Kimmel í vikunni. RÚV greindi fyrst íslenskra miðla frá ummælunum en klippan með viðtalinu var birt á YouTube á miðvikudag. Viðtalið státar nú af yfir fimm milljónum áhorfa og er á lista yfir vinsælustu YouTube-myndböndin þessa stundina. Phoenix lýsti því að hann hefði unnið með danshöfundi í tveimur atriðum kvikmyndarinnar, annars vegar þar sem hann dansar í tröppum og hins vegar þegar persóna hans, Arthur Fleck, umbreytist í Jókerinn. „Sá hluti var í raun viðbrögð við tónlistinni. Todd hafði þá nýlega fengið tónlistina frá Hildi, tónskáldinu, og við vorum að reyna að finna út úr því hvað við ættum að gera við þetta atriði. Hann byrjaði að spila tónlistina fyrir mig og við ákváðum að við vildum eitthvað sem sýndi umbreytinguna yfir í Jókerinn. Það var án orða og þetta er niðurstaðan.“ Hildur Guðnadóttir með Emmy-verðlaunin sem hún vann fyrr í mánuðinum fyrir tónlistina í sjónvarpsþáttunum Chernobyl.Vísir/epa Kimmel innti Phoenix þá eftir því hvort það tíðkaðist að leikarar fengju að hlusta á tónlist kvikmyndar áður en tökur klárast. „Nei. Ég veit það eiginlega ekki,“ sagði Phoenix. „En þetta var í fyrsta sinn sem kvikmyndatónlistin hefur svo mikil áhrif á mig.“Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Umræðan um dansinn og tónlistina hefst u.þ.b. á mínútu 5:30. Kvikmyndin um Jókerinn hefur verið sögð sláandi og ógnvekjandi og þá hefur Phoenix verið spáð tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á þessum þekktasta óþokka myndasagnanna. Myndin hefur þó fengið nokkuð dræmar viðtökur hjá nokkrum gagnrýnendum upp á síðkastið, til að mynda hjá gagnrýnendum Guardian og New York Times. Hildur, sem í september vann til Emmy-verðlauna fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Chernobyl, hefur sjálf fjallað um atriðið sem Phoenix sagði frá í þætti Kimmel. Hún sagði í viðtali við NPR í vikunni að frammistaða Phoenix hefði algjörlega rímað við tilfinningarnar sem hún fann við að semja lagið, sem ber heitið Bathroom Dance.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Lykilatriði í Jókernum breyttist algjörlega vegna tónlistar Hildar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir segir að leikstjóri Joker-myndarinnar hafi beðið hana um að þykja um vænt um Arthur Fleck, manninn sem verður að hinum brenglaða Jóker, þegar hún samdi tónlistina fyrir myndina. 3. október 2019 14:15 Ummæli sem rötuðu ekki í viðtal ýta undir kenningar um að nýi Batman muni kljást við nýja Jókerinn Sagði Pattinson við blaðamanninn að hann væri ekki vanur því að þurfa að halda trúnaði varðandi verkefnin sín. 4. september 2019 11:22 Joker sögð ógnvekjandi og sláandi: Spá Joaquin Phoenix Óskarsverðlaunatilnefningu Gagnrýnendur hafa fengið að sjá nýjustu myndina um illmennið Jókerinn á kvikmyndahátíðinni á Feneyjum og er óhætt að segja að þeir hafi verið nokkuð hrifnir. 31. ágúst 2019 19:03 Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Lykilatriði í Jókernum breyttist algjörlega vegna tónlistar Hildar Tónskáldið Hildur Guðnadóttir segir að leikstjóri Joker-myndarinnar hafi beðið hana um að þykja um vænt um Arthur Fleck, manninn sem verður að hinum brenglaða Jóker, þegar hún samdi tónlistina fyrir myndina. 3. október 2019 14:15
Ummæli sem rötuðu ekki í viðtal ýta undir kenningar um að nýi Batman muni kljást við nýja Jókerinn Sagði Pattinson við blaðamanninn að hann væri ekki vanur því að þurfa að halda trúnaði varðandi verkefnin sín. 4. september 2019 11:22
Joker sögð ógnvekjandi og sláandi: Spá Joaquin Phoenix Óskarsverðlaunatilnefningu Gagnrýnendur hafa fengið að sjá nýjustu myndina um illmennið Jókerinn á kvikmyndahátíðinni á Feneyjum og er óhætt að segja að þeir hafi verið nokkuð hrifnir. 31. ágúst 2019 19:03