Netverslun og lýðheilsa Andrés Magnússon skrifar 7. október 2019 10:00 Netviðskipti, hið nýja form viðskipta, vex hröðum skrefum hvarvetna í heiminum. Við Íslendingar förum ekki varhluta af þessari þróun, enn sífellt stærri hluti íslenskra neytenda kýs að gera viðskipti sín með þessum hætti. Í þessum viðskiptum er heimurinn allur eitt markaðssvæði, þar sem stór og þekkt alþjóðleg fyrirtæki á borð við Amazon og Alibaba, ná síaukinni markaðshlutdeild. Að sama skapi eiga þau fyrirtæki sem einkum starfa á heimamarkaði, undir högg að sækja í samkeppninni við hina stóru alþjóðlegu risa. Sú samkeppni mun að öllum líkindum aukast verulega á komandi árum. Margir hafa áhyggjur af þessari þróun og óttast að hið mikla samkeppnisforskot sem hin stóru alþjóðlegu fyrirtæki hafa náð, komi til með að raska eðlilegri samkeppni. Slíkt muni á endanum koma niður á neytendum og eru það vissulega skiljanlegar áhyggjur. Það eru lítil sem engin takmörk á því hvaða vöru eða þjónustu hægt er að eiga viðskipti með á netinu. Hin vinsæla neysluvara, áfengi, er hér engin undantekning og fer sá hópur fólks sífellt stækkandi sem gerir innkaup sín á áfengi með þessum hætti. Samkeppnisstaða þeirra sem vilja selja íslenskum neytendum áfengi á netinu getur engan veginn talist jöfn. Eins og staðan er núna, er það einungis ríkisfyrirtækið Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins af innlendum fyrirtækjum, sem hefur heimild til slíks. Fyrir utan ÁTVR eru það erlendar netverslanir sem einar hafa möguleika á að selja íslenskum neytendum áfengi með þessum hætti. Dómsmálaráðherra hefur nú boðað að hún muni leggja fram frumvarp seinna í vetur, sem breyta mun þessu kerfi á þann veg, að innlendar netverslanir hafi heimild til netsölu með áfengi til jafns við erlendar. Sú breyting mun væntanlega bæta samkeppnisstöðu innlendrar netverslunar að einhverju marki. Það voru nokkrir sem stigu fram og lýstu andstöðu sinni við þessar breytingar af ótta við skaðvænlegar afleiðingar þeirra fyrir lýðheilsu þjóðarinnar. Erfitt er að koma auga á rökin fyrir slíku, þar sem hugsanleg áhrif á lýðheilsu yrðu þau sömu, hvort sem áfengið væri keypt í netverslun ÁTVR eða sambærilegri innlendri verslun sem ekki væri rekin af hinu opinbera.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Áfengi og tóbak Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Netviðskipti, hið nýja form viðskipta, vex hröðum skrefum hvarvetna í heiminum. Við Íslendingar förum ekki varhluta af þessari þróun, enn sífellt stærri hluti íslenskra neytenda kýs að gera viðskipti sín með þessum hætti. Í þessum viðskiptum er heimurinn allur eitt markaðssvæði, þar sem stór og þekkt alþjóðleg fyrirtæki á borð við Amazon og Alibaba, ná síaukinni markaðshlutdeild. Að sama skapi eiga þau fyrirtæki sem einkum starfa á heimamarkaði, undir högg að sækja í samkeppninni við hina stóru alþjóðlegu risa. Sú samkeppni mun að öllum líkindum aukast verulega á komandi árum. Margir hafa áhyggjur af þessari þróun og óttast að hið mikla samkeppnisforskot sem hin stóru alþjóðlegu fyrirtæki hafa náð, komi til með að raska eðlilegri samkeppni. Slíkt muni á endanum koma niður á neytendum og eru það vissulega skiljanlegar áhyggjur. Það eru lítil sem engin takmörk á því hvaða vöru eða þjónustu hægt er að eiga viðskipti með á netinu. Hin vinsæla neysluvara, áfengi, er hér engin undantekning og fer sá hópur fólks sífellt stækkandi sem gerir innkaup sín á áfengi með þessum hætti. Samkeppnisstaða þeirra sem vilja selja íslenskum neytendum áfengi á netinu getur engan veginn talist jöfn. Eins og staðan er núna, er það einungis ríkisfyrirtækið Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins af innlendum fyrirtækjum, sem hefur heimild til slíks. Fyrir utan ÁTVR eru það erlendar netverslanir sem einar hafa möguleika á að selja íslenskum neytendum áfengi með þessum hætti. Dómsmálaráðherra hefur nú boðað að hún muni leggja fram frumvarp seinna í vetur, sem breyta mun þessu kerfi á þann veg, að innlendar netverslanir hafi heimild til netsölu með áfengi til jafns við erlendar. Sú breyting mun væntanlega bæta samkeppnisstöðu innlendrar netverslunar að einhverju marki. Það voru nokkrir sem stigu fram og lýstu andstöðu sinni við þessar breytingar af ótta við skaðvænlegar afleiðingar þeirra fyrir lýðheilsu þjóðarinnar. Erfitt er að koma auga á rökin fyrir slíku, þar sem hugsanleg áhrif á lýðheilsu yrðu þau sömu, hvort sem áfengið væri keypt í netverslun ÁTVR eða sambærilegri innlendri verslun sem ekki væri rekin af hinu opinbera.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun