Innlent

Katrín endurkjörin og Guðmundur Ingi nýr varaformaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson. VÍSIR/VILHELM
Rafræna kosningakerfið sem nota átti á landsfundi Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs bilaði þegar kjósa átti um formann flokksins og gekk hægt ljúka atkvæðagreiðslu með því. Það endaði á því að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, bar það upp við fundinn að kosningin færi fram með hefðbundnum handauppréttingu, enginn hreyfði andmælum við því en óskað var eftir því að fjölmiðlar vikju af fundinum.

Svo var gert en stjórnendum fundarins yfirsást að streymi fundarins var enn í gangi á heimasíðu flokksins og því gátu áhorfendur heima við fylgst með kosningunni.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hlutu bæði yfirburðarkosningu en Ingibjörg Þórðardóttir er nýr ritari flokksins. Þá var Rúnar Gíslason kjörinn gjaldkeri flokksins rétt í þessu. 

Stjórnendum var þá bent á mistökin og var streyminu var breytt þannig að handauppréttingar sjást ekki.

Hægt er að horfa á fundinn hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×