Hinn fallegi leikur Sif Sigmarsdóttir skrifar 19. október 2019 09:30 Fótbolti er kallaður „hinn fallegi leikur“. Undanfarna daga hefur hinn „fallegi leikur“ þó verið heldur ljótur. Dómari þurfti tvívegis að stöðva leik Búlgaríu og Englands í undankeppni EM á mánudag vegna kynþáttaníðs frá stuðningsmönnum Búlgaríu sem gáfu frá sér apahljóð og heilsuðu að nasistasið. Ekki hafði riðill Íslendinga meiri fegurð til að bera. Fyrir rétt rúmri viku fagnaði tyrkneska fótboltalandsliðið sigri gegn Albaníu með hermannakveðju. Kveðjan var stuðningsyfirlýsing við tyrkneska herinn sem réðst nýverið inn í Sýrland og stundaði þar umdeildar hernaðaraðgerðir gegn Kúrdum. Uppátækið endurtók landsliðið í leik gegn Frökkum nokkrum dögum síðar. Til stendur að íslenska landsliðið í fótbolta sæki Tyrki heim í næsta mánuði. Hefur þeirri hugmynd verið hreyft að Íslendingar hætti við leikinn í mótmælaskyni við framferði Tyrkja. Sitt sýnist hverjum. Margir virðast þó þeirrar skoðunar að „aðskilnaður eigi að ríkja milli íþrótta og stjórnmála“. Sú skoðun er þó ekki annað en útópía. Íþróttir eiga sér ekki stað í tómarúmi. Sjaldan hefur sú staðreynd blasað jafnóþyrmilega við og árið 1936 þegar Ólympíuleikarnir fóru fram í Þýskalandi nasismans. Árið 1931, tveimur árum áður en Adolf Hitler varð kanslari, ákvað Alþjóða Ólympíunefndin að Ólympíuleikarnir færu fram í Þýskalandi. Þegar nasistar komust til valda áttu flestir von á því að hinir nýju herrar Þýskalands myndu afþakka leikana sem þeir kölluðu „illræmda júðahátíð“. En áróðursmeistarar nasistanna sáu sér leik á borði. Þvert á móti tóku þeir leikunum opnum örmum og jusu í þá fjármunum svo að þeir mættu verða sem glæsilegastir. Þegar nasistarnir bönnuðu gyðingum þátttöku kom til tals að sniðganga Ólympíuleikana eða flytja þá annað. Ekki varð af því og fékk Hitler óáreittur að gera sér mat úr Ólympíuleikunum með einni mestu áróðurssýningu síðari tíma. Framferði Tyrkja í undankeppni EM er sannarlega tilefni til að Knattspyrnusamband Íslands hugsi sinn gang. Viti þeir ekki hvernig afþakka megi boð um að mæta landsliði Tyrkja má grípa til fordæmis úr mannkynssögunni.Ágæti fasismans Í desember árið 1961 fékk breski heimspekingurinn Bertrand Russell bréf frá þekktum breskum fasista, Oswald Mosley. Mosley vildi bjóða Russell til hádegisverðar og rökræða við hann um ágæti fasismans. Hinn 22. janúar 1962 afþakkaði Russell boð um að mæta Mosley með eftirfarandi bréfi sem Knattspyrnusamband Íslands mætti íhuga að ljósrita og senda til Tyrklands: Kæri herra Oswald. Þakka þér fyrir bréfið. Ég hef hugsað nokkuð um nýleg bréfaskipti okkar. Það er erfitt að ákveða hvernig best sé að svara mönnum sem hafa allt önnur viðhorf en maður sjálfur; og í raun ógeðfelld viðhorf. Vandinn er ekki sá að ég sé ósammála þeim atriðum sem þú færir rök fyrir heldur sá að ég hef ráðstafað hverri einustu ögn af orku minni í að berjast gegn miskunnarlausum fordómum, áráttukenndu ofbeldi og grimmúðlegum ofsóknum sem einkenna heimspeki fasismans og framkvæmd hans. Mér ber skylda til að benda á að tilfinningaheimar okkar eru svo frábrugðnir og andstæðir hvor öðrum að ekkert árangursríkt eða einlægt gæti nokkurn tímann komið út úr samskiptum okkar. Ég vona að þú skynjir styrk sannfæringar minnar. Ég segi þetta ekki til að vera dónalegur heldur vegna alls þess sem mér er kært þegar kemur að reynslu mannsins og afrekum hans. Þinn einlægur, Bertrand Russell Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Fótbolti er kallaður „hinn fallegi leikur“. Undanfarna daga hefur hinn „fallegi leikur“ þó verið heldur ljótur. Dómari þurfti tvívegis að stöðva leik Búlgaríu og Englands í undankeppni EM á mánudag vegna kynþáttaníðs frá stuðningsmönnum Búlgaríu sem gáfu frá sér apahljóð og heilsuðu að nasistasið. Ekki hafði riðill Íslendinga meiri fegurð til að bera. Fyrir rétt rúmri viku fagnaði tyrkneska fótboltalandsliðið sigri gegn Albaníu með hermannakveðju. Kveðjan var stuðningsyfirlýsing við tyrkneska herinn sem réðst nýverið inn í Sýrland og stundaði þar umdeildar hernaðaraðgerðir gegn Kúrdum. Uppátækið endurtók landsliðið í leik gegn Frökkum nokkrum dögum síðar. Til stendur að íslenska landsliðið í fótbolta sæki Tyrki heim í næsta mánuði. Hefur þeirri hugmynd verið hreyft að Íslendingar hætti við leikinn í mótmælaskyni við framferði Tyrkja. Sitt sýnist hverjum. Margir virðast þó þeirrar skoðunar að „aðskilnaður eigi að ríkja milli íþrótta og stjórnmála“. Sú skoðun er þó ekki annað en útópía. Íþróttir eiga sér ekki stað í tómarúmi. Sjaldan hefur sú staðreynd blasað jafnóþyrmilega við og árið 1936 þegar Ólympíuleikarnir fóru fram í Þýskalandi nasismans. Árið 1931, tveimur árum áður en Adolf Hitler varð kanslari, ákvað Alþjóða Ólympíunefndin að Ólympíuleikarnir færu fram í Þýskalandi. Þegar nasistar komust til valda áttu flestir von á því að hinir nýju herrar Þýskalands myndu afþakka leikana sem þeir kölluðu „illræmda júðahátíð“. En áróðursmeistarar nasistanna sáu sér leik á borði. Þvert á móti tóku þeir leikunum opnum örmum og jusu í þá fjármunum svo að þeir mættu verða sem glæsilegastir. Þegar nasistarnir bönnuðu gyðingum þátttöku kom til tals að sniðganga Ólympíuleikana eða flytja þá annað. Ekki varð af því og fékk Hitler óáreittur að gera sér mat úr Ólympíuleikunum með einni mestu áróðurssýningu síðari tíma. Framferði Tyrkja í undankeppni EM er sannarlega tilefni til að Knattspyrnusamband Íslands hugsi sinn gang. Viti þeir ekki hvernig afþakka megi boð um að mæta landsliði Tyrkja má grípa til fordæmis úr mannkynssögunni.Ágæti fasismans Í desember árið 1961 fékk breski heimspekingurinn Bertrand Russell bréf frá þekktum breskum fasista, Oswald Mosley. Mosley vildi bjóða Russell til hádegisverðar og rökræða við hann um ágæti fasismans. Hinn 22. janúar 1962 afþakkaði Russell boð um að mæta Mosley með eftirfarandi bréfi sem Knattspyrnusamband Íslands mætti íhuga að ljósrita og senda til Tyrklands: Kæri herra Oswald. Þakka þér fyrir bréfið. Ég hef hugsað nokkuð um nýleg bréfaskipti okkar. Það er erfitt að ákveða hvernig best sé að svara mönnum sem hafa allt önnur viðhorf en maður sjálfur; og í raun ógeðfelld viðhorf. Vandinn er ekki sá að ég sé ósammála þeim atriðum sem þú færir rök fyrir heldur sá að ég hef ráðstafað hverri einustu ögn af orku minni í að berjast gegn miskunnarlausum fordómum, áráttukenndu ofbeldi og grimmúðlegum ofsóknum sem einkenna heimspeki fasismans og framkvæmd hans. Mér ber skylda til að benda á að tilfinningaheimar okkar eru svo frábrugðnir og andstæðir hvor öðrum að ekkert árangursríkt eða einlægt gæti nokkurn tímann komið út úr samskiptum okkar. Ég vona að þú skynjir styrk sannfæringar minnar. Ég segi þetta ekki til að vera dónalegur heldur vegna alls þess sem mér er kært þegar kemur að reynslu mannsins og afrekum hans. Þinn einlægur, Bertrand Russell
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun