Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2019 16:09 Harðir bardagar geisa nú í bænum Ras al-Ayn. AP/Lefteris Pitarakis Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. Mazloum Abdi, yfirmaður Sýrlenska lýðræðishersins, sem er að mestu skipaður Kúrdum, sagði þetta í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. Trump sjálfur hefur tekið því fagnandi að Rússar og sýrlenski herinn fylli það tómarúm sem bandarísku hermennirnir skildu eftir.Sjá einnig: Trump segir Tyrki og Kúrda hafa mikinn sand til að leika sér meðSamkomulagið var tilkynnt á sunnudaginn og samkvæmt því má sýrlenski herinn fara á yfirráðasvæði Kúrda og grípa til varna gegn Tyrkjum, ef til þarf. Abdi sagði þó að SDF væri ekki að gefa yfirráð svæðisins frá sér. Samkomulagið opnaði hins vegar möguleika á pólitískri lausn sem tryggði réttindi Kúrda í Sýrlandi. Nákvæmir skilmálar samkomulagsins liggja ekki fyrir. Abdi sagðist hafa talað við Trump á mánudaginn og sagt honum að Rússar myndu tryggja að skilmálum samkomulagsins yrði fylgt eftir. Trump hafi sagt honum að ríkisstjórn hans væri ekki mótfallin samkomulaginu. Tyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði sem nær 30 kílómetra suður frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og segjast Tyrkir ætla að senda einhverja af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi á svæðið. Sveitir Tyrkja eru þó víða komnar mun sunnar en það og hafa þeir útvíkkað innrásina víða. Þá hafa fregnir borist af ýmsum ódæðum uppreisnarmanna sem Tyrkir styðja og koma að innrásinni.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastAP fréttaveitan segir umfangsmestu bardagana eiga sér stað nærri landamærabænum Ras al-Ayn. Sýrlenskir uppreisnarmenn, sem Tyrkir styðja, reyna nú að ná bænum af Kúrdum. Þrír dagar eru þó síðan Tyrkir lýstu því yfir að bærinn hefði verið hernuminn. Ras al-Ayn hefur verið umkringdur og hafa Tyrkir gert stórskotaliðs- og loftárásir á bæinn. Hjálparsamtök hafa kallað eftir því að leið verði opnuð fyrir almenna borgara að yfirgefa bæinn. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. Mazloum Abdi, yfirmaður Sýrlenska lýðræðishersins, sem er að mestu skipaður Kúrdum, sagði þetta í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. Trump sjálfur hefur tekið því fagnandi að Rússar og sýrlenski herinn fylli það tómarúm sem bandarísku hermennirnir skildu eftir.Sjá einnig: Trump segir Tyrki og Kúrda hafa mikinn sand til að leika sér meðSamkomulagið var tilkynnt á sunnudaginn og samkvæmt því má sýrlenski herinn fara á yfirráðasvæði Kúrda og grípa til varna gegn Tyrkjum, ef til þarf. Abdi sagði þó að SDF væri ekki að gefa yfirráð svæðisins frá sér. Samkomulagið opnaði hins vegar möguleika á pólitískri lausn sem tryggði réttindi Kúrda í Sýrlandi. Nákvæmir skilmálar samkomulagsins liggja ekki fyrir. Abdi sagðist hafa talað við Trump á mánudaginn og sagt honum að Rússar myndu tryggja að skilmálum samkomulagsins yrði fylgt eftir. Trump hafi sagt honum að ríkisstjórn hans væri ekki mótfallin samkomulaginu. Tyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði sem nær 30 kílómetra suður frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og segjast Tyrkir ætla að senda einhverja af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi á svæðið. Sveitir Tyrkja eru þó víða komnar mun sunnar en það og hafa þeir útvíkkað innrásina víða. Þá hafa fregnir borist af ýmsum ódæðum uppreisnarmanna sem Tyrkir styðja og koma að innrásinni.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastAP fréttaveitan segir umfangsmestu bardagana eiga sér stað nærri landamærabænum Ras al-Ayn. Sýrlenskir uppreisnarmenn, sem Tyrkir styðja, reyna nú að ná bænum af Kúrdum. Þrír dagar eru þó síðan Tyrkir lýstu því yfir að bærinn hefði verið hernuminn. Ras al-Ayn hefur verið umkringdur og hafa Tyrkir gert stórskotaliðs- og loftárásir á bæinn. Hjálparsamtök hafa kallað eftir því að leið verði opnuð fyrir almenna borgara að yfirgefa bæinn.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Rússland Sýrland Tyrkland Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira