Erdogan fundar í dag með Bandaríkjamönnum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. október 2019 08:00 Erdogan er enn kokhraustur. Nordicphotos/AFP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. Bandaríkjamenn vilja vopnahlé á svæðinu og hafa hótað að beita Tyrki efnahagsþvingunum en Erdogan segir að Tyrkir óttist þær ekki. Hann segir að ekki komi til greina að hefja viðræður við Kúrda í Sýrlandi. Ýmir þjóðarleiðtogar hafa reynt að miðla málum, enda telja margir aukna hættu á að hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið rísi upp á ný vegna innrásar Tyrkja í Sýrland og brottflutnings bandarískra hermanna þaðan. Erdogan sagði í gær að hann hygðist halda innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands áfram þar til takmarkinu væri náð, að búa til öruggt 32 kílómetra svæði við landamærin. „Við höfum lagt fram tilboð um að ef allir hryðjuverkamenn leggja niður vopn, fjarlægja gildrur sínar og yfirgefa svæðið verði innrásin stöðvuð,“ sagði Erdogan á fundi með þingflokki sínum, AKP. Ekki hefur enn fengist upp gefið hvort Tyrklandsher stoppi við mörk öryggissvæðisins eða haldi áfram innrásinni til suðurs, í átt að höfuðstaðnum Raqqa. Rússar halda áfram að blandast í átökin. Um helgina höfðu þeir milligöngu um samning á milli Sýrlandsstjórnar og Kúrda um svæðin í kringum borgirnar Manbij og Kobani. Nú hafa Rússar sjálfir tekið að sér að vakta landamærin við borgina Manbij til að koma í veg fyrir átök. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tyrkland Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. Bandaríkjamenn vilja vopnahlé á svæðinu og hafa hótað að beita Tyrki efnahagsþvingunum en Erdogan segir að Tyrkir óttist þær ekki. Hann segir að ekki komi til greina að hefja viðræður við Kúrda í Sýrlandi. Ýmir þjóðarleiðtogar hafa reynt að miðla málum, enda telja margir aukna hættu á að hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið rísi upp á ný vegna innrásar Tyrkja í Sýrland og brottflutnings bandarískra hermanna þaðan. Erdogan sagði í gær að hann hygðist halda innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands áfram þar til takmarkinu væri náð, að búa til öruggt 32 kílómetra svæði við landamærin. „Við höfum lagt fram tilboð um að ef allir hryðjuverkamenn leggja niður vopn, fjarlægja gildrur sínar og yfirgefa svæðið verði innrásin stöðvuð,“ sagði Erdogan á fundi með þingflokki sínum, AKP. Ekki hefur enn fengist upp gefið hvort Tyrklandsher stoppi við mörk öryggissvæðisins eða haldi áfram innrásinni til suðurs, í átt að höfuðstaðnum Raqqa. Rússar halda áfram að blandast í átökin. Um helgina höfðu þeir milligöngu um samning á milli Sýrlandsstjórnar og Kúrda um svæðin í kringum borgirnar Manbij og Kobani. Nú hafa Rússar sjálfir tekið að sér að vakta landamærin við borgina Manbij til að koma í veg fyrir átök.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tyrkland Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Sjá meira