Samráð um stjórnarskrá Katrín Jakobsdóttir skrifar 16. október 2019 07:00 Þarf nokkuð að endurskoða stjórnarskrána? spurði mig maður um daginn, eftir að ný skoðanakönnun um afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar birtist í fjölmiðlum. Skoðanakönnunin er liður í nýrri leið við almenningssamráð sem er mikilvægur hluti af vinnu formanna stjórnmálaflokkanna á þingi við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Könnunin er annars vegar sjálfstæð vísbending um viðhorf almennings til ýmissa hluta sem tengjast stjórnarskrá. Hins vegar undanfari svokallaðs rökræðufundar sem haldinn verður 9.-10. nóvember með þátttöku almennings hvaðanæva af landinu. Í upphafi þessa kjörtímabils óskaði ég eftir því við formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi að við ynnum saman að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á tveimur kjörtímabilum. Verkinu var skipt upp í áfanga og miðað við að byggt yrði á þeirri umfangsmiklu vinnu sem unnin hefur verið síðustu ár og áratugi. Í því samhengi skiptir miklu að fá skýra mynd og skilning á viðhorfi almennings en nýjar aðferðir í almenningssamráði voru einnig hluti af þessari áætlun. Ég bind vonir við að þær muni ekki aðeins skila uppbyggilegum niðurstöðum inn í vinnuna við endurskoðun stjórnarskrárinnar heldur einnig geta reynst vera aðferðafræði sem má viðhafa víðar í opinberri stefnumótun. Almenningssamráð snýst ekki eingöngu um að birta frumvörp á veraldarvefnum eða halda þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök atriði sem má kalla hvorn sinn enda almannasamráðs. Á því litrófi eru hins vegar margar aðferðir og mikilvægt að Alþingi og stjórnvöld nýti sér þær, ekki síst við úrlausn mikilvægra mála, eins og til dæmis við stjórnarskrárbreytingar. Í skoðanakönnuninni kom í ljós að 37% svarenda væru ánægð með stjórnarskrána en 27% óánægð. 36% voru hvorki ánægð né óánægð. Það breytir því ekki að ríkur vilji er til að endurskoða stjórnarskrána. Þannig kemur í ljós að 90% svarenda telja mikla þörf á stjórnarskrárákvæði um auðlindir í þjóðareign, 84% telja mikla þörf á ákvæði um umhverfisvernd og 70% telja þörf á nýjum ákvæðum um þjóðarfrumkvæði og íslenska tungu. Þannig að ég svaraði manninum með afdráttarlausu já-i! En könnunin sjálf er einungis fyrsta skref í umfangsmeiri rannsókn. Ætlunin er að virkja nýjar aðferðir við almenningssamráð með rökræðufundinum sem áður var nefndur. Þar mun fólk geta átt samræður við sérfræðinga og aðra um ýmis stjórnarskrártengd málefni og er ætlunin síðan að meta hvort þær samræður breyta skoðunum eða viðhorfum fólks í viðkomandi máli. Markmiðið er þannig að fá betri mynd af viðhorfi almennings og dýpri skilning á því hvað ræður því, til dæmis af hverju fólk sem er ánægt með stjórnarskrána sýnir einnig ríkan vilja til að endurskoða hana. Stjórnvöld víða um heim hafa nýtt þessa aðferðafræði með góðum árangri og þar er nærtækasta dæmið frá nágrönnum okkar í Írlandi sem héldu slíkan rökræðufund í aðdraganda breytinga á þungunarrofslöggjöf. Almenningssamráðið er skipulagt í samstarfi við fræðifólk í Háskóla Íslands. Því til viðbótar hefur Háskólinn ákveðið að standa fyrir svokallaðri lýðvistun í samstarfi við Betra Ísland þar sem allir sem áhuga hafa geta komið sjónarmiðum á framfæri um ýmis stjórnarskrártengd málefni sem síðan verða nýtt á rökræðufundinum. Samkvæmt gildandi stjórnarskrá verður stjórnarskrá ekki breytt nema þannig að Alþingi samþykki breytingarnar, boðað sé til kosninga, og nýtt Alþingi staðfesti breytingarnar. Þess vegna er svo mikilvægt að vinna að sem breiðastri samstöðu alþingismanna um breytingar á stjórnarskrá. Stjórnmálin skulda almenningi löngu tímabærar breytingar á þessu grundvallarplaggi og það er skylda okkar að leggja okkur öll fram við að ljúka þeirri vinnu með sóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Jakobsdóttir Stjórnarskrá Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þarf nokkuð að endurskoða stjórnarskrána? spurði mig maður um daginn, eftir að ný skoðanakönnun um afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar birtist í fjölmiðlum. Skoðanakönnunin er liður í nýrri leið við almenningssamráð sem er mikilvægur hluti af vinnu formanna stjórnmálaflokkanna á þingi við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Könnunin er annars vegar sjálfstæð vísbending um viðhorf almennings til ýmissa hluta sem tengjast stjórnarskrá. Hins vegar undanfari svokallaðs rökræðufundar sem haldinn verður 9.-10. nóvember með þátttöku almennings hvaðanæva af landinu. Í upphafi þessa kjörtímabils óskaði ég eftir því við formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi að við ynnum saman að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á tveimur kjörtímabilum. Verkinu var skipt upp í áfanga og miðað við að byggt yrði á þeirri umfangsmiklu vinnu sem unnin hefur verið síðustu ár og áratugi. Í því samhengi skiptir miklu að fá skýra mynd og skilning á viðhorfi almennings en nýjar aðferðir í almenningssamráði voru einnig hluti af þessari áætlun. Ég bind vonir við að þær muni ekki aðeins skila uppbyggilegum niðurstöðum inn í vinnuna við endurskoðun stjórnarskrárinnar heldur einnig geta reynst vera aðferðafræði sem má viðhafa víðar í opinberri stefnumótun. Almenningssamráð snýst ekki eingöngu um að birta frumvörp á veraldarvefnum eða halda þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök atriði sem má kalla hvorn sinn enda almannasamráðs. Á því litrófi eru hins vegar margar aðferðir og mikilvægt að Alþingi og stjórnvöld nýti sér þær, ekki síst við úrlausn mikilvægra mála, eins og til dæmis við stjórnarskrárbreytingar. Í skoðanakönnuninni kom í ljós að 37% svarenda væru ánægð með stjórnarskrána en 27% óánægð. 36% voru hvorki ánægð né óánægð. Það breytir því ekki að ríkur vilji er til að endurskoða stjórnarskrána. Þannig kemur í ljós að 90% svarenda telja mikla þörf á stjórnarskrárákvæði um auðlindir í þjóðareign, 84% telja mikla þörf á ákvæði um umhverfisvernd og 70% telja þörf á nýjum ákvæðum um þjóðarfrumkvæði og íslenska tungu. Þannig að ég svaraði manninum með afdráttarlausu já-i! En könnunin sjálf er einungis fyrsta skref í umfangsmeiri rannsókn. Ætlunin er að virkja nýjar aðferðir við almenningssamráð með rökræðufundinum sem áður var nefndur. Þar mun fólk geta átt samræður við sérfræðinga og aðra um ýmis stjórnarskrártengd málefni og er ætlunin síðan að meta hvort þær samræður breyta skoðunum eða viðhorfum fólks í viðkomandi máli. Markmiðið er þannig að fá betri mynd af viðhorfi almennings og dýpri skilning á því hvað ræður því, til dæmis af hverju fólk sem er ánægt með stjórnarskrána sýnir einnig ríkan vilja til að endurskoða hana. Stjórnvöld víða um heim hafa nýtt þessa aðferðafræði með góðum árangri og þar er nærtækasta dæmið frá nágrönnum okkar í Írlandi sem héldu slíkan rökræðufund í aðdraganda breytinga á þungunarrofslöggjöf. Almenningssamráðið er skipulagt í samstarfi við fræðifólk í Háskóla Íslands. Því til viðbótar hefur Háskólinn ákveðið að standa fyrir svokallaðri lýðvistun í samstarfi við Betra Ísland þar sem allir sem áhuga hafa geta komið sjónarmiðum á framfæri um ýmis stjórnarskrártengd málefni sem síðan verða nýtt á rökræðufundinum. Samkvæmt gildandi stjórnarskrá verður stjórnarskrá ekki breytt nema þannig að Alþingi samþykki breytingarnar, boðað sé til kosninga, og nýtt Alþingi staðfesti breytingarnar. Þess vegna er svo mikilvægt að vinna að sem breiðastri samstöðu alþingismanna um breytingar á stjórnarskrá. Stjórnmálin skulda almenningi löngu tímabærar breytingar á þessu grundvallarplaggi og það er skylda okkar að leggja okkur öll fram við að ljúka þeirri vinnu með sóma.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun