Samráð um stjórnarskrá Katrín Jakobsdóttir skrifar 16. október 2019 07:00 Þarf nokkuð að endurskoða stjórnarskrána? spurði mig maður um daginn, eftir að ný skoðanakönnun um afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar birtist í fjölmiðlum. Skoðanakönnunin er liður í nýrri leið við almenningssamráð sem er mikilvægur hluti af vinnu formanna stjórnmálaflokkanna á þingi við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Könnunin er annars vegar sjálfstæð vísbending um viðhorf almennings til ýmissa hluta sem tengjast stjórnarskrá. Hins vegar undanfari svokallaðs rökræðufundar sem haldinn verður 9.-10. nóvember með þátttöku almennings hvaðanæva af landinu. Í upphafi þessa kjörtímabils óskaði ég eftir því við formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi að við ynnum saman að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á tveimur kjörtímabilum. Verkinu var skipt upp í áfanga og miðað við að byggt yrði á þeirri umfangsmiklu vinnu sem unnin hefur verið síðustu ár og áratugi. Í því samhengi skiptir miklu að fá skýra mynd og skilning á viðhorfi almennings en nýjar aðferðir í almenningssamráði voru einnig hluti af þessari áætlun. Ég bind vonir við að þær muni ekki aðeins skila uppbyggilegum niðurstöðum inn í vinnuna við endurskoðun stjórnarskrárinnar heldur einnig geta reynst vera aðferðafræði sem má viðhafa víðar í opinberri stefnumótun. Almenningssamráð snýst ekki eingöngu um að birta frumvörp á veraldarvefnum eða halda þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök atriði sem má kalla hvorn sinn enda almannasamráðs. Á því litrófi eru hins vegar margar aðferðir og mikilvægt að Alþingi og stjórnvöld nýti sér þær, ekki síst við úrlausn mikilvægra mála, eins og til dæmis við stjórnarskrárbreytingar. Í skoðanakönnuninni kom í ljós að 37% svarenda væru ánægð með stjórnarskrána en 27% óánægð. 36% voru hvorki ánægð né óánægð. Það breytir því ekki að ríkur vilji er til að endurskoða stjórnarskrána. Þannig kemur í ljós að 90% svarenda telja mikla þörf á stjórnarskrárákvæði um auðlindir í þjóðareign, 84% telja mikla þörf á ákvæði um umhverfisvernd og 70% telja þörf á nýjum ákvæðum um þjóðarfrumkvæði og íslenska tungu. Þannig að ég svaraði manninum með afdráttarlausu já-i! En könnunin sjálf er einungis fyrsta skref í umfangsmeiri rannsókn. Ætlunin er að virkja nýjar aðferðir við almenningssamráð með rökræðufundinum sem áður var nefndur. Þar mun fólk geta átt samræður við sérfræðinga og aðra um ýmis stjórnarskrártengd málefni og er ætlunin síðan að meta hvort þær samræður breyta skoðunum eða viðhorfum fólks í viðkomandi máli. Markmiðið er þannig að fá betri mynd af viðhorfi almennings og dýpri skilning á því hvað ræður því, til dæmis af hverju fólk sem er ánægt með stjórnarskrána sýnir einnig ríkan vilja til að endurskoða hana. Stjórnvöld víða um heim hafa nýtt þessa aðferðafræði með góðum árangri og þar er nærtækasta dæmið frá nágrönnum okkar í Írlandi sem héldu slíkan rökræðufund í aðdraganda breytinga á þungunarrofslöggjöf. Almenningssamráðið er skipulagt í samstarfi við fræðifólk í Háskóla Íslands. Því til viðbótar hefur Háskólinn ákveðið að standa fyrir svokallaðri lýðvistun í samstarfi við Betra Ísland þar sem allir sem áhuga hafa geta komið sjónarmiðum á framfæri um ýmis stjórnarskrártengd málefni sem síðan verða nýtt á rökræðufundinum. Samkvæmt gildandi stjórnarskrá verður stjórnarskrá ekki breytt nema þannig að Alþingi samþykki breytingarnar, boðað sé til kosninga, og nýtt Alþingi staðfesti breytingarnar. Þess vegna er svo mikilvægt að vinna að sem breiðastri samstöðu alþingismanna um breytingar á stjórnarskrá. Stjórnmálin skulda almenningi löngu tímabærar breytingar á þessu grundvallarplaggi og það er skylda okkar að leggja okkur öll fram við að ljúka þeirri vinnu með sóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Jakobsdóttir Stjórnarskrá Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þarf nokkuð að endurskoða stjórnarskrána? spurði mig maður um daginn, eftir að ný skoðanakönnun um afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar birtist í fjölmiðlum. Skoðanakönnunin er liður í nýrri leið við almenningssamráð sem er mikilvægur hluti af vinnu formanna stjórnmálaflokkanna á þingi við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Könnunin er annars vegar sjálfstæð vísbending um viðhorf almennings til ýmissa hluta sem tengjast stjórnarskrá. Hins vegar undanfari svokallaðs rökræðufundar sem haldinn verður 9.-10. nóvember með þátttöku almennings hvaðanæva af landinu. Í upphafi þessa kjörtímabils óskaði ég eftir því við formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi að við ynnum saman að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á tveimur kjörtímabilum. Verkinu var skipt upp í áfanga og miðað við að byggt yrði á þeirri umfangsmiklu vinnu sem unnin hefur verið síðustu ár og áratugi. Í því samhengi skiptir miklu að fá skýra mynd og skilning á viðhorfi almennings en nýjar aðferðir í almenningssamráði voru einnig hluti af þessari áætlun. Ég bind vonir við að þær muni ekki aðeins skila uppbyggilegum niðurstöðum inn í vinnuna við endurskoðun stjórnarskrárinnar heldur einnig geta reynst vera aðferðafræði sem má viðhafa víðar í opinberri stefnumótun. Almenningssamráð snýst ekki eingöngu um að birta frumvörp á veraldarvefnum eða halda þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök atriði sem má kalla hvorn sinn enda almannasamráðs. Á því litrófi eru hins vegar margar aðferðir og mikilvægt að Alþingi og stjórnvöld nýti sér þær, ekki síst við úrlausn mikilvægra mála, eins og til dæmis við stjórnarskrárbreytingar. Í skoðanakönnuninni kom í ljós að 37% svarenda væru ánægð með stjórnarskrána en 27% óánægð. 36% voru hvorki ánægð né óánægð. Það breytir því ekki að ríkur vilji er til að endurskoða stjórnarskrána. Þannig kemur í ljós að 90% svarenda telja mikla þörf á stjórnarskrárákvæði um auðlindir í þjóðareign, 84% telja mikla þörf á ákvæði um umhverfisvernd og 70% telja þörf á nýjum ákvæðum um þjóðarfrumkvæði og íslenska tungu. Þannig að ég svaraði manninum með afdráttarlausu já-i! En könnunin sjálf er einungis fyrsta skref í umfangsmeiri rannsókn. Ætlunin er að virkja nýjar aðferðir við almenningssamráð með rökræðufundinum sem áður var nefndur. Þar mun fólk geta átt samræður við sérfræðinga og aðra um ýmis stjórnarskrártengd málefni og er ætlunin síðan að meta hvort þær samræður breyta skoðunum eða viðhorfum fólks í viðkomandi máli. Markmiðið er þannig að fá betri mynd af viðhorfi almennings og dýpri skilning á því hvað ræður því, til dæmis af hverju fólk sem er ánægt með stjórnarskrána sýnir einnig ríkan vilja til að endurskoða hana. Stjórnvöld víða um heim hafa nýtt þessa aðferðafræði með góðum árangri og þar er nærtækasta dæmið frá nágrönnum okkar í Írlandi sem héldu slíkan rökræðufund í aðdraganda breytinga á þungunarrofslöggjöf. Almenningssamráðið er skipulagt í samstarfi við fræðifólk í Háskóla Íslands. Því til viðbótar hefur Háskólinn ákveðið að standa fyrir svokallaðri lýðvistun í samstarfi við Betra Ísland þar sem allir sem áhuga hafa geta komið sjónarmiðum á framfæri um ýmis stjórnarskrártengd málefni sem síðan verða nýtt á rökræðufundinum. Samkvæmt gildandi stjórnarskrá verður stjórnarskrá ekki breytt nema þannig að Alþingi samþykki breytingarnar, boðað sé til kosninga, og nýtt Alþingi staðfesti breytingarnar. Þess vegna er svo mikilvægt að vinna að sem breiðastri samstöðu alþingismanna um breytingar á stjórnarskrá. Stjórnmálin skulda almenningi löngu tímabærar breytingar á þessu grundvallarplaggi og það er skylda okkar að leggja okkur öll fram við að ljúka þeirri vinnu með sóma.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun