Annþór og Börkur hafa fengið greiddar bætur Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2019 14:24 Lögmaður Annþórs og Guðrún Sesselja mætast á föstudaginn. Ekki eru neinar vitnaleiðslur í málinu þannig að ekki er víst að Annþór verði í salnum. Bæði Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hafa fengið bætur í kjölfar þess að hafa verið sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. Eins og fram hefur komið hefur Annþór Kristján Karlsson farið fram á bætur vegna meints tjóns og miska sem hann varð fyrir meðan á rannsókn málsins stóð. Krafa hans nú á hendur ríkinu nemur 64 milljónum króna. Að sögn Guðrúnar Sesselju Arnardóttur, sem mun flytja málið fyrir hönd ríkislögmanns, hefur Annþór þegar fengið bætur fyrir gæsluvarðhaldsvistina. Þær bætur hafa þegar verið greiddar en þær nema til hvors um sig tæpum tveimur milljónum króna. Af þeim fóru 310 þúsund krónur í málskostnað. Þetta er samkvæmt hlutlægri bótareglu og varðar ákvæði númer 246 í sakamálalögum. Maður sem borinn hefur verið sökum í sakamáli á rétt til bóta samkvæmt annarri málsgrein ef mál hans hefur verið fellt niður eða hann verið sýknaður með endanlegum dómi án þess að það hafi verið gert vegna þess að hann var talinn ósakhæfur. „Dæma skal bætur vegna aðgerða skv. IX.–XIV. kafla laga þessara ef skilyrði 1. mgr. eru fyrir hendi. Þó má fella niður bætur eða lækka þær ef sakborningur hefur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á.“ Bótakrafan sem Annþór fer nú fram með nú snýr því ekki að gæsluvarðhaldinu sem þegar hefur verið gert upp heldur dvöl á öryggisgangi eftir að gæsluvarðhaldsvist lauk. Málið verður flutt á föstudaginn og verða engar vitnaleiðslur. Dómsmál Fangelsismál Lögreglumál Mál Annþórs og Barkar Tengdar fréttir Annþór vill 64 milljónir vegna vistar á öryggisgangi Annþór Kristján Karlsson stefnir íslenska ríkinu. 14. október 2019 16:06 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Bæði Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hafa fengið bætur í kjölfar þess að hafa verið sýknaðir fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012. Eins og fram hefur komið hefur Annþór Kristján Karlsson farið fram á bætur vegna meints tjóns og miska sem hann varð fyrir meðan á rannsókn málsins stóð. Krafa hans nú á hendur ríkinu nemur 64 milljónum króna. Að sögn Guðrúnar Sesselju Arnardóttur, sem mun flytja málið fyrir hönd ríkislögmanns, hefur Annþór þegar fengið bætur fyrir gæsluvarðhaldsvistina. Þær bætur hafa þegar verið greiddar en þær nema til hvors um sig tæpum tveimur milljónum króna. Af þeim fóru 310 þúsund krónur í málskostnað. Þetta er samkvæmt hlutlægri bótareglu og varðar ákvæði númer 246 í sakamálalögum. Maður sem borinn hefur verið sökum í sakamáli á rétt til bóta samkvæmt annarri málsgrein ef mál hans hefur verið fellt niður eða hann verið sýknaður með endanlegum dómi án þess að það hafi verið gert vegna þess að hann var talinn ósakhæfur. „Dæma skal bætur vegna aðgerða skv. IX.–XIV. kafla laga þessara ef skilyrði 1. mgr. eru fyrir hendi. Þó má fella niður bætur eða lækka þær ef sakborningur hefur valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisir kröfu sína á.“ Bótakrafan sem Annþór fer nú fram með nú snýr því ekki að gæsluvarðhaldinu sem þegar hefur verið gert upp heldur dvöl á öryggisgangi eftir að gæsluvarðhaldsvist lauk. Málið verður flutt á föstudaginn og verða engar vitnaleiðslur.
Dómsmál Fangelsismál Lögreglumál Mál Annþórs og Barkar Tengdar fréttir Annþór vill 64 milljónir vegna vistar á öryggisgangi Annþór Kristján Karlsson stefnir íslenska ríkinu. 14. október 2019 16:06 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Annþór vill 64 milljónir vegna vistar á öryggisgangi Annþór Kristján Karlsson stefnir íslenska ríkinu. 14. október 2019 16:06