Séra Davíð Þór segist víst hafa gift sig í kirkju Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. október 2019 12:00 Davíð Þór Jónsson er prestur í Laugarneskirkju. Fréttablaðið/Valli „Ég er bara kominn í vinnuna núna, sit á skrifstofunni og er að undirbúa vinnuvikuna,“ segir séra Davíð Þór Jónsson í samtali við Vísi. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í dag að Davíð Þór hefði gift sig á laugardag og væri nú staddur í brúðkaupsferð í Frakklandi. „Það var aðeins sagt vitlaust frá því. Við fórum alls ekki í neina brúðkaupsferð til Frakklands,“ segir Davíð Þór og hlær. Davíð Þór og Þórunn Gréta Sigurðardóttir formaður Tónskáldafélags Íslands giftu sig á laugardaginn og gistu svo tvær nætur á Hótel Búðum eftir brúðkaupið. Nú eru þau komin aftur í vinnuna og hversdagsleikinn tekinn við á ný. „Ég setti það á Facebook og af einhverjum ástæðum virðist Facebook hafa haldið að Hótel Búðir væru í Frakklandi. Það stendur á Facebook, Hótel Búðir í Reims, France. Mjög skrítið og blaðamaðurinn hefur ákveðið að ég væri á Hótel Búðum í Frakklandi eða bara ekki pælt meira í því.“Davíð Þór segir að það hljómi vissulega vel að fara í brúðkaupsferð í Frakklands, en þau völdu hins vegar að fara á Hótel Búðir hér á landi.Skjáskot/FacebookGiftu sig ekki hjá sýslumanni Sögusagnir fóru á flug um helgina að parið hafi valið að gifta sig hjá sýslumanni en ekki í kirkju. Hann prestur og hún fyrrum messuþjónn og organisti í kirkju. Saga sem kom mörgum spánskt fyrir sjónir. „Það þykir mjög fyndið, sú saga er náttúrulega miklu betri. En nei það er alveg úr lausu lofti gripið, það er bara eitthvað sem einhverjum hefur þótt fyndið,“ svarar Davíð Þór aðspurður hvort þetta sé satt. Hann segir að Séra Hjalti Jón Sverrisson samstarfsmaður hans hafi gefið þau saman í Laugarneskirkju, þar sem Davíð Þór er prestur. „Við erum búin að vera saman í 14 ár og eigum tvö börn svo það kom í sjálfum sér engum á óvart að við létum verða af því að gifta okkur. Að vissu leyti ætluðum við að vera löngu búin að því, það var einhvern vegin aldrei rétti tíminn til þess en við létum verða af því núna. Við buðum bara allra nánustu ættingjum í kaffiboð heima hjá okkur.“Davíð Þór og Þórunn eiga saman tvö börn en fyrir átti Davíð þrjú uppkomin börn og fjögur barnabörn. Í kringum 30 gestir glöddust með brúðhjónunum á stóra daginn. Davíð Þór segir að þau hafi verið saman svo lengi að í hreinskilni finni hann ekki mikinn mun á sambandinu eða þeirra samskiptum eftir að þau urðu hjón.„Eftir 14 ár er maður farinn að þekkjast nokkuð vel en það má segja náttúrulega að í þeirri stöðu sem við erum er bara ákveðið ábyrgðarleysi að vera ekki búin að þessu, bara svona gagnvart lögum og rétti.“ Hjónin voru mjög ánægð með daginn sinn og hvernig þau ákváðu að fagna þessu. „Við ákváðum að úr því að við vorum að fara að gera þetta, að gera þá svolítið úr því, nota þetta sem tilefni til þess að gera sér glaðan dag, fá fólkið sitt til sín.“ Ástin og lífið Reykjavík Tímamót Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Predikaði köngulær gegn guðfræði Pence Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju dró regnbogafánann að húni við kirkjuna á meðan Pence fundaði með helstu ráðamönnum þjóðarinnar rétt utan við sóknarmörkin, eins og hann orðaði það í sunnudagspredikun sem hverfðist um mannlega reisn. 10. september 2019 08:15 Séra Davíð Þór og Þórunn í hnapphelduna Séra Davíð Þór Jónsson í Laugarneskirkju og Þórunn Gréta Sigurðardóttir, formaður Tónskáldafélags Íslands, settu upp hringana á laugardag. 15. október 2019 06:00 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
„Ég er bara kominn í vinnuna núna, sit á skrifstofunni og er að undirbúa vinnuvikuna,“ segir séra Davíð Þór Jónsson í samtali við Vísi. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í dag að Davíð Þór hefði gift sig á laugardag og væri nú staddur í brúðkaupsferð í Frakklandi. „Það var aðeins sagt vitlaust frá því. Við fórum alls ekki í neina brúðkaupsferð til Frakklands,“ segir Davíð Þór og hlær. Davíð Þór og Þórunn Gréta Sigurðardóttir formaður Tónskáldafélags Íslands giftu sig á laugardaginn og gistu svo tvær nætur á Hótel Búðum eftir brúðkaupið. Nú eru þau komin aftur í vinnuna og hversdagsleikinn tekinn við á ný. „Ég setti það á Facebook og af einhverjum ástæðum virðist Facebook hafa haldið að Hótel Búðir væru í Frakklandi. Það stendur á Facebook, Hótel Búðir í Reims, France. Mjög skrítið og blaðamaðurinn hefur ákveðið að ég væri á Hótel Búðum í Frakklandi eða bara ekki pælt meira í því.“Davíð Þór segir að það hljómi vissulega vel að fara í brúðkaupsferð í Frakklands, en þau völdu hins vegar að fara á Hótel Búðir hér á landi.Skjáskot/FacebookGiftu sig ekki hjá sýslumanni Sögusagnir fóru á flug um helgina að parið hafi valið að gifta sig hjá sýslumanni en ekki í kirkju. Hann prestur og hún fyrrum messuþjónn og organisti í kirkju. Saga sem kom mörgum spánskt fyrir sjónir. „Það þykir mjög fyndið, sú saga er náttúrulega miklu betri. En nei það er alveg úr lausu lofti gripið, það er bara eitthvað sem einhverjum hefur þótt fyndið,“ svarar Davíð Þór aðspurður hvort þetta sé satt. Hann segir að Séra Hjalti Jón Sverrisson samstarfsmaður hans hafi gefið þau saman í Laugarneskirkju, þar sem Davíð Þór er prestur. „Við erum búin að vera saman í 14 ár og eigum tvö börn svo það kom í sjálfum sér engum á óvart að við létum verða af því að gifta okkur. Að vissu leyti ætluðum við að vera löngu búin að því, það var einhvern vegin aldrei rétti tíminn til þess en við létum verða af því núna. Við buðum bara allra nánustu ættingjum í kaffiboð heima hjá okkur.“Davíð Þór og Þórunn eiga saman tvö börn en fyrir átti Davíð þrjú uppkomin börn og fjögur barnabörn. Í kringum 30 gestir glöddust með brúðhjónunum á stóra daginn. Davíð Þór segir að þau hafi verið saman svo lengi að í hreinskilni finni hann ekki mikinn mun á sambandinu eða þeirra samskiptum eftir að þau urðu hjón.„Eftir 14 ár er maður farinn að þekkjast nokkuð vel en það má segja náttúrulega að í þeirri stöðu sem við erum er bara ákveðið ábyrgðarleysi að vera ekki búin að þessu, bara svona gagnvart lögum og rétti.“ Hjónin voru mjög ánægð með daginn sinn og hvernig þau ákváðu að fagna þessu. „Við ákváðum að úr því að við vorum að fara að gera þetta, að gera þá svolítið úr því, nota þetta sem tilefni til þess að gera sér glaðan dag, fá fólkið sitt til sín.“
Ástin og lífið Reykjavík Tímamót Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Predikaði köngulær gegn guðfræði Pence Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju dró regnbogafánann að húni við kirkjuna á meðan Pence fundaði með helstu ráðamönnum þjóðarinnar rétt utan við sóknarmörkin, eins og hann orðaði það í sunnudagspredikun sem hverfðist um mannlega reisn. 10. september 2019 08:15 Séra Davíð Þór og Þórunn í hnapphelduna Séra Davíð Þór Jónsson í Laugarneskirkju og Þórunn Gréta Sigurðardóttir, formaður Tónskáldafélags Íslands, settu upp hringana á laugardag. 15. október 2019 06:00 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Predikaði köngulær gegn guðfræði Pence Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju dró regnbogafánann að húni við kirkjuna á meðan Pence fundaði með helstu ráðamönnum þjóðarinnar rétt utan við sóknarmörkin, eins og hann orðaði það í sunnudagspredikun sem hverfðist um mannlega reisn. 10. september 2019 08:15
Séra Davíð Þór og Þórunn í hnapphelduna Séra Davíð Þór Jónsson í Laugarneskirkju og Þórunn Gréta Sigurðardóttir, formaður Tónskáldafélags Íslands, settu upp hringana á laugardag. 15. október 2019 06:00