Það má segja að Siggi Hall hafi verið nokkuð harður við Gumma Ben þegar kom að forréttinum og byrjaði samstarf þeirra ekkert sérstaklega vel.
Ólafur Örn Ólafsson, veitingamaður og sjónvarpsmaður, og Ylfa Helgadóttir, fyrrverandi þjálfari kokkalandsliðsins og eigandi Kopar voru dómarar að þessu sinni.
Hér að neðan má sjá þegar liðin matreiddu forréttinn í þættinum í gærkvöldi sem var á dagskrá Stöðvar 2.