Fagra Flórída á Hringbraut Pétur Sigurðsson skrifar 29. október 2019 15:55 Hvorki Guðbergur Guðbergsson, né neinn af fasteignasölunum á Fasteignasölunni Bæ, eru með réttindi til þess að selja fasteignir í Flórída. Þeir mega tengja saman fasteignasala í Flórída og mögulega kaupendur frá Íslandi og fær þá fasteignasalan Bær tilvísunargjald fyrir þá þjónustu. Þeim er ekki heimilt að tjá sig um ágæti fasteigna í Flórída, en mega lesa af blaði það sem Löggiltur fasteignasali hefur ritað. Þeir mega ekki fylla út eða skrifa kaupsamning fyrir eign í Flórída. Öllum fasteignasölum ber skilda að bera á sér skírteini útvegið af fylkinu, þegar þeir eru að vinna. Það er rétt að það er eftirspurn eftir húsum í Flórída, en of margir eru að leigja út húsin sína og það er yfirframboð á leiguhúsnæði. Þannig að það er ekki raunhæft að ætlast til að þú getir haft 4% ávöxtun eða hærra af eigninni. Að eitthvað hús sem byggt er í dag skili sér til baka í leigu á 10 til 15 árum eða þaðan af skemmri tíma er óraunhæfur draumur. Einu tilfellin sem þetta hefur gengið er þegar menn keyptu hús á brunaútsölu í hruninu, þ.e. um það bil einum þriðja af eðlilegu verði. Sögulega séð þá hækkar verð í Flórída um 3% á ári en í Bandaríkjunum í heild um 4%. Það er óraunhæft að miða við einhverja hækkun milli einstakra ára. Frá því ég byrjaði í fasteignasölu fyrir rúmum 19 árum, þá hefur verð hækkað og lækkað frá 33% hækkun með niður í 66% lækkun minnst. Rétt fyrir hrun komust menn upp með það að nefna bara tekjurnar sem þeir höfðu, í dag þurfa allir að sanna (yfirleitt með skattskýrslum) hvaða tekjur þeir hafa. Einu líkurnar á því að þeir sleppi við það er að þeir greiði mjög há útborgun, líklega 50% eða hærra. Vextir eru aldrei nefndir í þættinum en þeir eru fyrir Ameríkana með háar tekjur og frábæra greiðslusögu 3.96% í dag. Þó það sé staðhæft að allt sé innifalið þá vantar samt öll húsgögn, lín, borðbúnað, skreitingar, smátæki og fleira. Þetta getur verið góður biti ef vel á að gera, en það er ekkert minnst á þetta í kynningunni. Í dag koma öll hús fullbúin sama hver byggingaraðilinn er, stundum vantar ísskáp, þvottavél og þurrkara en það er undantekning. Það er sleppt því að tala um að þegar byggingaraðilar selja hús þá láta þeir kaupandann greiða fyrir sig það sem er hér hefðbundinn kostnaður seljanda við sölu. Eins og lögfræðikostnað $500 til $1000, stimpilgjald $7 af hverjum $1,000 af verðmæti kaupsamnings og svo tryggingu sem tryggir hreint veðbókarvottorð $5.75 af hverjum 1,000 af verðmæti kaupsamnings. VHC Hospitality hóf starfsemi í janúar 2017 og er nýlegt fyrirtæki með litla reynslu. Sjáið hvað gerist ef það er óskað eftir skriflegri tryggingu fyrir hagnaði af leigunni. Það er talað um traustan samstarfsaðila, sjá tengil: https://www.consumeraffairs.com/housing/aaa_builders.html# Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Hvorki Guðbergur Guðbergsson, né neinn af fasteignasölunum á Fasteignasölunni Bæ, eru með réttindi til þess að selja fasteignir í Flórída. Þeir mega tengja saman fasteignasala í Flórída og mögulega kaupendur frá Íslandi og fær þá fasteignasalan Bær tilvísunargjald fyrir þá þjónustu. Þeim er ekki heimilt að tjá sig um ágæti fasteigna í Flórída, en mega lesa af blaði það sem Löggiltur fasteignasali hefur ritað. Þeir mega ekki fylla út eða skrifa kaupsamning fyrir eign í Flórída. Öllum fasteignasölum ber skilda að bera á sér skírteini útvegið af fylkinu, þegar þeir eru að vinna. Það er rétt að það er eftirspurn eftir húsum í Flórída, en of margir eru að leigja út húsin sína og það er yfirframboð á leiguhúsnæði. Þannig að það er ekki raunhæft að ætlast til að þú getir haft 4% ávöxtun eða hærra af eigninni. Að eitthvað hús sem byggt er í dag skili sér til baka í leigu á 10 til 15 árum eða þaðan af skemmri tíma er óraunhæfur draumur. Einu tilfellin sem þetta hefur gengið er þegar menn keyptu hús á brunaútsölu í hruninu, þ.e. um það bil einum þriðja af eðlilegu verði. Sögulega séð þá hækkar verð í Flórída um 3% á ári en í Bandaríkjunum í heild um 4%. Það er óraunhæft að miða við einhverja hækkun milli einstakra ára. Frá því ég byrjaði í fasteignasölu fyrir rúmum 19 árum, þá hefur verð hækkað og lækkað frá 33% hækkun með niður í 66% lækkun minnst. Rétt fyrir hrun komust menn upp með það að nefna bara tekjurnar sem þeir höfðu, í dag þurfa allir að sanna (yfirleitt með skattskýrslum) hvaða tekjur þeir hafa. Einu líkurnar á því að þeir sleppi við það er að þeir greiði mjög há útborgun, líklega 50% eða hærra. Vextir eru aldrei nefndir í þættinum en þeir eru fyrir Ameríkana með háar tekjur og frábæra greiðslusögu 3.96% í dag. Þó það sé staðhæft að allt sé innifalið þá vantar samt öll húsgögn, lín, borðbúnað, skreitingar, smátæki og fleira. Þetta getur verið góður biti ef vel á að gera, en það er ekkert minnst á þetta í kynningunni. Í dag koma öll hús fullbúin sama hver byggingaraðilinn er, stundum vantar ísskáp, þvottavél og þurrkara en það er undantekning. Það er sleppt því að tala um að þegar byggingaraðilar selja hús þá láta þeir kaupandann greiða fyrir sig það sem er hér hefðbundinn kostnaður seljanda við sölu. Eins og lögfræðikostnað $500 til $1000, stimpilgjald $7 af hverjum $1,000 af verðmæti kaupsamnings og svo tryggingu sem tryggir hreint veðbókarvottorð $5.75 af hverjum 1,000 af verðmæti kaupsamnings. VHC Hospitality hóf starfsemi í janúar 2017 og er nýlegt fyrirtæki með litla reynslu. Sjáið hvað gerist ef það er óskað eftir skriflegri tryggingu fyrir hagnaði af leigunni. Það er talað um traustan samstarfsaðila, sjá tengil: https://www.consumeraffairs.com/housing/aaa_builders.html#
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun