Körfubolti

Riðill íslenska landsliðsins er klár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. vísir/Bára
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur leik í undankeppni HM 2023 eftir áramót og í dag var dregið í riðla í forkeppninni.

Ísland mætir Slóvakíu, Kosovó og Lúxemborg í fyrstu umferð forkeppninnar en íslenska landsliðið spilar heima og að heiman í febrúar og nóvember 2020 og svo í febrúar 2021.

Hinn riðillinn er því skipaður Hvíta-Rússlandi, Portúgal, Kýpur og Albaníu. Ísland var búið að vera í riðli með Portúgal í tvígang en strákarnir fá að hvíla sig aðeins á Portúgal að þessu sinni.

Tvö efstu í hvorum riðli fara áfram í aðra umferð forkeppninnar þar sem átta önnur lið munu bætast við þau fjögur úr þessari fyrstu umferð. 

Liðin átta eru liðin sem detta út úr undankeppni EM 2021 en þar munu tólf lönd síðan keppa um átta laus sæti í undankeppni HM 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×