„Lögreglunni leist ekki á grjótflugið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. október 2019 19:22 Á korti Vegagerðarinnar má sjá lokun vegarins. Afar hvasst er á Suðausturlandi þessa stundina. Skjáskot/vegagerðin Vegagerðin hefur gripið til þess ráðs að loka hringveginum á milli Núpsstaðar og Hafnar í Hornafirði vegna mikils hvassviðris og hættu á sandfoki. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi til hádegis á morgun. Þá hafa björgunarsveitir staðið í ströngu vegna veðurs víða um land síðan í gærkvöldi. „Lögreglunni leist ekki á grjótflugið,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur um lokunina í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bálhvasst veður var og er í Suðursveit í dag. Vindurinn hreif með sér bæði sand og steina sem fuku í bíla og brutu rúður.Suðausturland: Hringvegurinn er lokaður á milli Núpsstaðar og Hafnar í Hornafirði vegna mikls hvassviðris og hættu á sandfoki. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 24, 2019 Einar sagði að áfram liti út fyrir hvassviðri á Suðausturlandi í kvöld. Appelsínugul viðvörun er í gildi í landshlutanum til hádegis á morgun, þar sem hviður gætu jafnvel farið yfir 50 metra á sekúndu. Ekki er mikil von á að snjói meira í höfuðborginni, að sögn Einars, en borgarbúar vöknuðu við dálitla fönn í morgun. „Það er nú óvenjulegt að snjói í norðanáttinni,“ sagði Einar og benti á að ansi hvasst væri nú á Kjalarnesi, hviður yfir 40 metrum á sekúndum, og yrði áfram. Þá muni ganga á með éljum fyrir norðan í kvöld, þar verði víða skafrenningur og blint, sem gæti gert ökumönnum erfitt fyrir.Viðtal við Einar í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan.Útköllin nánast stöðug síðan í gærkvöldi Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að björgunarsveitum hafi borist veðurtengd útköll víða um land. „Útköllin hafa verið nánast stöðug síðan í gærkvöldi,“ segir Davíð. Aðallega hefur verið tilkynnt um foktjón, þar sem þakklæðningar, þakplötur og lausamunir hafa verið að fjúka. Þá hafi einnig verið mikið um bíla í vandræðum vegna ófærðar. Í tveimur tilfellum hafi ökumenn hreinlega misst bíla sína út af veginum vegna blindhríðar. Davíð áréttar að mikilvægt sé að fólk hugi að færð á vegum, veðurspá og útbúnaði bíla sinna áður en lagt er í ferðalög. „Veturinn kom og skall svolítið á eins og gerist oft, það kemur fólki stundum á óvart.“ Upp úr klukkan fimm fóru svo að berast beiðnir á suðvesturhorninu, einkum í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi, þar sem munir eru byrjaðir að fjúka. Davíð segir að björgunarsveitir verði í viðbragðsstöðu fram eftir kvöldi.Hægt er að fylgjast með færð á vegum og veðurspá á vefjum Vegagerðarinnar og Veðurstofu Íslands. Björgunarsveitir Hornafjörður Veður Tengdar fréttir Appelsínugul stormviðvörun á Suðausturlandi Gera má ráð fyrir áframhaldandi sand- eða jafnvel grjótfoki á Suðausturlandi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausamunum. 24. október 2019 17:23 Grjótfok splundraði rúðum bíla í Suðursveit Fjöldi bíla skemmdur eftir storm morgunsins. 24. október 2019 13:58 Skólahald fellt niður vegna veðurs Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. 24. október 2019 07:34 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Vegagerðin hefur gripið til þess ráðs að loka hringveginum á milli Núpsstaðar og Hafnar í Hornafirði vegna mikils hvassviðris og hættu á sandfoki. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi til hádegis á morgun. Þá hafa björgunarsveitir staðið í ströngu vegna veðurs víða um land síðan í gærkvöldi. „Lögreglunni leist ekki á grjótflugið,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur um lokunina í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bálhvasst veður var og er í Suðursveit í dag. Vindurinn hreif með sér bæði sand og steina sem fuku í bíla og brutu rúður.Suðausturland: Hringvegurinn er lokaður á milli Núpsstaðar og Hafnar í Hornafirði vegna mikls hvassviðris og hættu á sandfoki. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 24, 2019 Einar sagði að áfram liti út fyrir hvassviðri á Suðausturlandi í kvöld. Appelsínugul viðvörun er í gildi í landshlutanum til hádegis á morgun, þar sem hviður gætu jafnvel farið yfir 50 metra á sekúndu. Ekki er mikil von á að snjói meira í höfuðborginni, að sögn Einars, en borgarbúar vöknuðu við dálitla fönn í morgun. „Það er nú óvenjulegt að snjói í norðanáttinni,“ sagði Einar og benti á að ansi hvasst væri nú á Kjalarnesi, hviður yfir 40 metrum á sekúndum, og yrði áfram. Þá muni ganga á með éljum fyrir norðan í kvöld, þar verði víða skafrenningur og blint, sem gæti gert ökumönnum erfitt fyrir.Viðtal við Einar í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan.Útköllin nánast stöðug síðan í gærkvöldi Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að björgunarsveitum hafi borist veðurtengd útköll víða um land. „Útköllin hafa verið nánast stöðug síðan í gærkvöldi,“ segir Davíð. Aðallega hefur verið tilkynnt um foktjón, þar sem þakklæðningar, þakplötur og lausamunir hafa verið að fjúka. Þá hafi einnig verið mikið um bíla í vandræðum vegna ófærðar. Í tveimur tilfellum hafi ökumenn hreinlega misst bíla sína út af veginum vegna blindhríðar. Davíð áréttar að mikilvægt sé að fólk hugi að færð á vegum, veðurspá og útbúnaði bíla sinna áður en lagt er í ferðalög. „Veturinn kom og skall svolítið á eins og gerist oft, það kemur fólki stundum á óvart.“ Upp úr klukkan fimm fóru svo að berast beiðnir á suðvesturhorninu, einkum í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi, þar sem munir eru byrjaðir að fjúka. Davíð segir að björgunarsveitir verði í viðbragðsstöðu fram eftir kvöldi.Hægt er að fylgjast með færð á vegum og veðurspá á vefjum Vegagerðarinnar og Veðurstofu Íslands.
Björgunarsveitir Hornafjörður Veður Tengdar fréttir Appelsínugul stormviðvörun á Suðausturlandi Gera má ráð fyrir áframhaldandi sand- eða jafnvel grjótfoki á Suðausturlandi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausamunum. 24. október 2019 17:23 Grjótfok splundraði rúðum bíla í Suðursveit Fjöldi bíla skemmdur eftir storm morgunsins. 24. október 2019 13:58 Skólahald fellt niður vegna veðurs Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. 24. október 2019 07:34 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Appelsínugul stormviðvörun á Suðausturlandi Gera má ráð fyrir áframhaldandi sand- eða jafnvel grjótfoki á Suðausturlandi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausamunum. 24. október 2019 17:23
Grjótfok splundraði rúðum bíla í Suðursveit Fjöldi bíla skemmdur eftir storm morgunsins. 24. október 2019 13:58
Skólahald fellt niður vegna veðurs Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. 24. október 2019 07:34