Ómar býður fólki ókeypis innheimtu flugbóta Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2019 15:20 Ómar segir skýringar Árna Gunnarssonar hjá Air Iceland Connect á breyttum skilmálum ósvífnar. Ómar R. Valdimarsson lögmaður, sem rekur vefinn flugbaetur.is, sem ætlað er að höfða sérstaklega til þeirra sem eiga rétt á bótum vegna röskunar á flugi á hendur flugfélögum, hefur boðað að hann bjóði uppá ókeypis innheimtu flugbóta. „Hundrað prósent ókeypis innheimta flugbóta,“ segir Ómar.Vilja ekki að lögmenn taki til sín skerf af kökunni Vísir greindi frá því á mánudag að Ómar hefði stefnt Air Iceland Connect vegna breyttra skilmála farþega þar sem réttur neytenda til þess að krefjast bóta hefur verið skertur. Ómar segir Air Iceland Connect reyna að þrengja að farþegum með því að innleiða fráleita skilmála sem takmarka möguleika farþega á að krefjast bóta vegna seinkanna og aflýsinga. Flugbætur.is, sem er vefsíða sem Ómar sjálfur rekur, stefna flugfélaginu fyrir hönd farþega, til að láta reyna að reglur félagsins. Vísir ræddi við Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect sem sagði ástæðuna fyrir þessum breytingum einfaldlega þá að flugfélagið vilji tryggja að farþegar fái bætur óskertar; að lögmenn séu ekki að taka sinn skerf. En, brögð væru að því að farþegum væri á stundum brugðið þegar búið væri að taka væna sneið af þeirri köku. Ósvífnar skýringar Þetta þykir Ómari með ólíkindum ósvífið. „Í ljósi ósvífinna nýrra skilmála Air Iceland Connect bjóðum við öllum farþegum sem hafa lent í bótaskyldri töf eða aflýsingu flugs upp á 100% ókeypis innheimtu flugbóta frá því flugfélagi,“ segir Ómar. Hann segir þetta tilboð gilda út þetta ár. Og ekki taki nema eina mínútu að fylla út umsókn um slíka sókn. En, hvað er þetta mikið sem Ómar hefur verið að taka í sinn hlut í málum sem þessum? Hann segir að það séu 25 prósent af væntum bótum auk virðisaukaskatts. „Algeng bótafjárhæð hjá Air Iceland Connect var 35.000 krónur og af því tók ég 10.850 með virðisauka. En eins og i málum þar sem það þarf að stefna, borgar umbjóðandi ekkert fyrir vinnuna og ég greiði útlagðan kostnað, svo sem 19.000 i þingfestingu og 4.000 í stefnuvott,“ segir lögmaðurinn. Dómstólar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ómar í mál við Air Iceland Connect Segir viðskiptahætti þeirra algerlega óboðlega. 21. október 2019 15:45 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Ómar R. Valdimarsson lögmaður, sem rekur vefinn flugbaetur.is, sem ætlað er að höfða sérstaklega til þeirra sem eiga rétt á bótum vegna röskunar á flugi á hendur flugfélögum, hefur boðað að hann bjóði uppá ókeypis innheimtu flugbóta. „Hundrað prósent ókeypis innheimta flugbóta,“ segir Ómar.Vilja ekki að lögmenn taki til sín skerf af kökunni Vísir greindi frá því á mánudag að Ómar hefði stefnt Air Iceland Connect vegna breyttra skilmála farþega þar sem réttur neytenda til þess að krefjast bóta hefur verið skertur. Ómar segir Air Iceland Connect reyna að þrengja að farþegum með því að innleiða fráleita skilmála sem takmarka möguleika farþega á að krefjast bóta vegna seinkanna og aflýsinga. Flugbætur.is, sem er vefsíða sem Ómar sjálfur rekur, stefna flugfélaginu fyrir hönd farþega, til að láta reyna að reglur félagsins. Vísir ræddi við Árna Gunnarsson, framkvæmdastjóra Air Iceland Connect sem sagði ástæðuna fyrir þessum breytingum einfaldlega þá að flugfélagið vilji tryggja að farþegar fái bætur óskertar; að lögmenn séu ekki að taka sinn skerf. En, brögð væru að því að farþegum væri á stundum brugðið þegar búið væri að taka væna sneið af þeirri köku. Ósvífnar skýringar Þetta þykir Ómari með ólíkindum ósvífið. „Í ljósi ósvífinna nýrra skilmála Air Iceland Connect bjóðum við öllum farþegum sem hafa lent í bótaskyldri töf eða aflýsingu flugs upp á 100% ókeypis innheimtu flugbóta frá því flugfélagi,“ segir Ómar. Hann segir þetta tilboð gilda út þetta ár. Og ekki taki nema eina mínútu að fylla út umsókn um slíka sókn. En, hvað er þetta mikið sem Ómar hefur verið að taka í sinn hlut í málum sem þessum? Hann segir að það séu 25 prósent af væntum bótum auk virðisaukaskatts. „Algeng bótafjárhæð hjá Air Iceland Connect var 35.000 krónur og af því tók ég 10.850 með virðisauka. En eins og i málum þar sem það þarf að stefna, borgar umbjóðandi ekkert fyrir vinnuna og ég greiði útlagðan kostnað, svo sem 19.000 i þingfestingu og 4.000 í stefnuvott,“ segir lögmaðurinn.
Dómstólar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ómar í mál við Air Iceland Connect Segir viðskiptahætti þeirra algerlega óboðlega. 21. október 2019 15:45 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Ómar í mál við Air Iceland Connect Segir viðskiptahætti þeirra algerlega óboðlega. 21. október 2019 15:45
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?