Væru beljur sérstök þjóð... Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 23. október 2019 11:00 Mál málanna eru loftslagsmál. Öll ríki í heiminum velta þessu fyrir sér enda er sjálf plánetan í húfi. Næstu 30 árin mun mannkyninu fjölga um 2 milljarða einstaklinga, úr tæpum 8 milljörðum manns í tæpa 10 milljarða. Til að mæta þeirri fjölgun, sem nemur tæplega öllum núverandi íbúafjölda Kína og Indlands, þarf heilmikla viðbótarfæðu. 1. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar er talið nauðsynlegt að Vesturlandabúar neyti frekar fæðu úr jurtaríkinu til þess að sporna við loftslagsbreytingum enda er kjötneysla orðin of mikil. 2. Þar kemur einnig fram að um fjórðungur allrar losunar gróðurhúsalofttegunda megi rekja til matvælaframleiðslu og landnýtingar henni tengt. Af losun vegna matvælaframleiðslu eru um 60% vegna dýraafurða. 3. Væru kýr sérstök þjóð væru þær í þriðja sæti yfir mestu framleiðendur gróðurhúsloftstegunda samkvæmt The Economist, á eftir Kína og Bandaríkjunum. 4. Eigi að ná loftslagsmarkmiðum er því nauðsynlegt að draga úr neyslu dýraafurða. Það hefur aukist að fólk tileinki sér grænmetis- og grænkeramataræði (vegan) en sums staðar er kjötneysla að aukast, eins og í Kína. 5. Gríðarleg notkun á vatni fylgir iðulega kjötframleiðslu ásamt mikilli landnýtingu, eyðingu skóga og náttúrulegs umhverfis. Bætt auðlindanýting og lægra kolefnisspor vegna innfluttra matvæla er því stór hluti af nauðsynlegri neyslubreytingu mannkyns. 6. Ýmislegt annað en aðgerðir gegn hamfarahlýnun og bætt nýting auðlinda mælir með aukinni neyslu á grænkerafæði. Má þar nefna heilsufarsástæður en ég vil einnig draga fram siðferðisrök, ekki síst í ljósi dýravelferðar en aðbúnaðar húsdýra er oft skelfilegur við fjöldaframleiðslu þessara dýra. 7. Dýravelferð og hagsmunir neytenda eru eitt af hlutverkum hins opinbera. 8. Hið opinbera hefur einnig margs konar skyldum að gegna þegar kemur að framboði og eftirspurn eftir matvælum. Stjórnvöld styrkja ýmsa matvælaframleiðslu með beinum og óbeinum hætti en þau gegna einnig veigamiklu hlutverki þegar kemur að fræðslu um neyslu matvæla, vörumerkingum, tollum, bættu heilsufari og lýðheilsu. Þá standa stjórnvöld einnig fyrir innkaupum á fæði, eins og í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. 9. Þótt valfrelsi neytenda verði áfram fyrir hendi þá er augljóst að óbreytt neyslumynstur gengur ekki til lengdar. Þar á meðal er mjög mikilvægt að huga miklu betur að velferð dýra.Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Loftslagsmál Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Mál málanna eru loftslagsmál. Öll ríki í heiminum velta þessu fyrir sér enda er sjálf plánetan í húfi. Næstu 30 árin mun mannkyninu fjölga um 2 milljarða einstaklinga, úr tæpum 8 milljörðum manns í tæpa 10 milljarða. Til að mæta þeirri fjölgun, sem nemur tæplega öllum núverandi íbúafjölda Kína og Indlands, þarf heilmikla viðbótarfæðu. 1. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar er talið nauðsynlegt að Vesturlandabúar neyti frekar fæðu úr jurtaríkinu til þess að sporna við loftslagsbreytingum enda er kjötneysla orðin of mikil. 2. Þar kemur einnig fram að um fjórðungur allrar losunar gróðurhúsalofttegunda megi rekja til matvælaframleiðslu og landnýtingar henni tengt. Af losun vegna matvælaframleiðslu eru um 60% vegna dýraafurða. 3. Væru kýr sérstök þjóð væru þær í þriðja sæti yfir mestu framleiðendur gróðurhúsloftstegunda samkvæmt The Economist, á eftir Kína og Bandaríkjunum. 4. Eigi að ná loftslagsmarkmiðum er því nauðsynlegt að draga úr neyslu dýraafurða. Það hefur aukist að fólk tileinki sér grænmetis- og grænkeramataræði (vegan) en sums staðar er kjötneysla að aukast, eins og í Kína. 5. Gríðarleg notkun á vatni fylgir iðulega kjötframleiðslu ásamt mikilli landnýtingu, eyðingu skóga og náttúrulegs umhverfis. Bætt auðlindanýting og lægra kolefnisspor vegna innfluttra matvæla er því stór hluti af nauðsynlegri neyslubreytingu mannkyns. 6. Ýmislegt annað en aðgerðir gegn hamfarahlýnun og bætt nýting auðlinda mælir með aukinni neyslu á grænkerafæði. Má þar nefna heilsufarsástæður en ég vil einnig draga fram siðferðisrök, ekki síst í ljósi dýravelferðar en aðbúnaðar húsdýra er oft skelfilegur við fjöldaframleiðslu þessara dýra. 7. Dýravelferð og hagsmunir neytenda eru eitt af hlutverkum hins opinbera. 8. Hið opinbera hefur einnig margs konar skyldum að gegna þegar kemur að framboði og eftirspurn eftir matvælum. Stjórnvöld styrkja ýmsa matvælaframleiðslu með beinum og óbeinum hætti en þau gegna einnig veigamiklu hlutverki þegar kemur að fræðslu um neyslu matvæla, vörumerkingum, tollum, bættu heilsufari og lýðheilsu. Þá standa stjórnvöld einnig fyrir innkaupum á fæði, eins og í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. 9. Þótt valfrelsi neytenda verði áfram fyrir hendi þá er augljóst að óbreytt neyslumynstur gengur ekki til lengdar. Þar á meðal er mjög mikilvægt að huga miklu betur að velferð dýra.Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar