Væru beljur sérstök þjóð... Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 23. október 2019 11:00 Mál málanna eru loftslagsmál. Öll ríki í heiminum velta þessu fyrir sér enda er sjálf plánetan í húfi. Næstu 30 árin mun mannkyninu fjölga um 2 milljarða einstaklinga, úr tæpum 8 milljörðum manns í tæpa 10 milljarða. Til að mæta þeirri fjölgun, sem nemur tæplega öllum núverandi íbúafjölda Kína og Indlands, þarf heilmikla viðbótarfæðu. 1. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar er talið nauðsynlegt að Vesturlandabúar neyti frekar fæðu úr jurtaríkinu til þess að sporna við loftslagsbreytingum enda er kjötneysla orðin of mikil. 2. Þar kemur einnig fram að um fjórðungur allrar losunar gróðurhúsalofttegunda megi rekja til matvælaframleiðslu og landnýtingar henni tengt. Af losun vegna matvælaframleiðslu eru um 60% vegna dýraafurða. 3. Væru kýr sérstök þjóð væru þær í þriðja sæti yfir mestu framleiðendur gróðurhúsloftstegunda samkvæmt The Economist, á eftir Kína og Bandaríkjunum. 4. Eigi að ná loftslagsmarkmiðum er því nauðsynlegt að draga úr neyslu dýraafurða. Það hefur aukist að fólk tileinki sér grænmetis- og grænkeramataræði (vegan) en sums staðar er kjötneysla að aukast, eins og í Kína. 5. Gríðarleg notkun á vatni fylgir iðulega kjötframleiðslu ásamt mikilli landnýtingu, eyðingu skóga og náttúrulegs umhverfis. Bætt auðlindanýting og lægra kolefnisspor vegna innfluttra matvæla er því stór hluti af nauðsynlegri neyslubreytingu mannkyns. 6. Ýmislegt annað en aðgerðir gegn hamfarahlýnun og bætt nýting auðlinda mælir með aukinni neyslu á grænkerafæði. Má þar nefna heilsufarsástæður en ég vil einnig draga fram siðferðisrök, ekki síst í ljósi dýravelferðar en aðbúnaðar húsdýra er oft skelfilegur við fjöldaframleiðslu þessara dýra. 7. Dýravelferð og hagsmunir neytenda eru eitt af hlutverkum hins opinbera. 8. Hið opinbera hefur einnig margs konar skyldum að gegna þegar kemur að framboði og eftirspurn eftir matvælum. Stjórnvöld styrkja ýmsa matvælaframleiðslu með beinum og óbeinum hætti en þau gegna einnig veigamiklu hlutverki þegar kemur að fræðslu um neyslu matvæla, vörumerkingum, tollum, bættu heilsufari og lýðheilsu. Þá standa stjórnvöld einnig fyrir innkaupum á fæði, eins og í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. 9. Þótt valfrelsi neytenda verði áfram fyrir hendi þá er augljóst að óbreytt neyslumynstur gengur ekki til lengdar. Þar á meðal er mjög mikilvægt að huga miklu betur að velferð dýra.Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Loftslagsmál Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Mál málanna eru loftslagsmál. Öll ríki í heiminum velta þessu fyrir sér enda er sjálf plánetan í húfi. Næstu 30 árin mun mannkyninu fjölga um 2 milljarða einstaklinga, úr tæpum 8 milljörðum manns í tæpa 10 milljarða. Til að mæta þeirri fjölgun, sem nemur tæplega öllum núverandi íbúafjölda Kína og Indlands, þarf heilmikla viðbótarfæðu. 1. Í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar er talið nauðsynlegt að Vesturlandabúar neyti frekar fæðu úr jurtaríkinu til þess að sporna við loftslagsbreytingum enda er kjötneysla orðin of mikil. 2. Þar kemur einnig fram að um fjórðungur allrar losunar gróðurhúsalofttegunda megi rekja til matvælaframleiðslu og landnýtingar henni tengt. Af losun vegna matvælaframleiðslu eru um 60% vegna dýraafurða. 3. Væru kýr sérstök þjóð væru þær í þriðja sæti yfir mestu framleiðendur gróðurhúsloftstegunda samkvæmt The Economist, á eftir Kína og Bandaríkjunum. 4. Eigi að ná loftslagsmarkmiðum er því nauðsynlegt að draga úr neyslu dýraafurða. Það hefur aukist að fólk tileinki sér grænmetis- og grænkeramataræði (vegan) en sums staðar er kjötneysla að aukast, eins og í Kína. 5. Gríðarleg notkun á vatni fylgir iðulega kjötframleiðslu ásamt mikilli landnýtingu, eyðingu skóga og náttúrulegs umhverfis. Bætt auðlindanýting og lægra kolefnisspor vegna innfluttra matvæla er því stór hluti af nauðsynlegri neyslubreytingu mannkyns. 6. Ýmislegt annað en aðgerðir gegn hamfarahlýnun og bætt nýting auðlinda mælir með aukinni neyslu á grænkerafæði. Má þar nefna heilsufarsástæður en ég vil einnig draga fram siðferðisrök, ekki síst í ljósi dýravelferðar en aðbúnaðar húsdýra er oft skelfilegur við fjöldaframleiðslu þessara dýra. 7. Dýravelferð og hagsmunir neytenda eru eitt af hlutverkum hins opinbera. 8. Hið opinbera hefur einnig margs konar skyldum að gegna þegar kemur að framboði og eftirspurn eftir matvælum. Stjórnvöld styrkja ýmsa matvælaframleiðslu með beinum og óbeinum hætti en þau gegna einnig veigamiklu hlutverki þegar kemur að fræðslu um neyslu matvæla, vörumerkingum, tollum, bættu heilsufari og lýðheilsu. Þá standa stjórnvöld einnig fyrir innkaupum á fæði, eins og í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. 9. Þótt valfrelsi neytenda verði áfram fyrir hendi þá er augljóst að óbreytt neyslumynstur gengur ekki til lengdar. Þar á meðal er mjög mikilvægt að huga miklu betur að velferð dýra.Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar