Stofnanir dragi lærdóm af málinu Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. október 2019 06:30 Einar Þór Sverrisson lögmaður og Ari Brynjólfsson blaðamaður Fréttablaðsins við málflutning í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í mánuðinum. Vísir/vilhelm „Það væri óskandi að opinberar stofnanir dragi lærdóm af þessu máli. Almennt hefur mér fundist það allt of ríkjandi viðhorf innan stjórnsýslunnar að ef það er ekki beinlínis skylda að láta upplýsingar af hendi þá sé það ekki gert. Eðlilegra viðhorf væri að allt sem sé ekki beinlínis hættulegt, varðar þjóðaröryggi eða skaði einkahagsmuni, sé birt,“ segir Valgerður Jóhannsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, um mál Seðlabankans gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni á Fréttablaðinu. Seðlabankinn ákvað í gær að birta upplýsingar um námsstyrk til fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Héraðsdómur staðfesti síðastliðinn föstudag úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál um að bankanum bæri að afhenda blaðamanninum umræddar upplýsingar. Valgerður, sem er umsjónarmaður meistaranáms í blaða- og fréttamennsku, segir það í hæsta máta óvenjulegt að stofnun dragi blaðamann fyrir dómstóla til að fá úrskurði úrskurðarnefndar hnekkt þótt hún geti ekki fullyrt að um einsdæmi sé að ræða.Sjá einnig: Svona var samningurinn sem Seðlabankinn vildi alls ekki láta af hendi Hún segir tregðu stjórnsýslunnar og opinberra stofnana við að veita upplýsingar virka hamlandi á blaðaog fréttamenn. Stundum sé ekki um stór fréttamál að ræða og þá séu ekki allir tilbúnir að eyða ómældum tíma og fyrirhöfn til að fá upplýsingarnar. „Það er auðvitað lykilatriði að fjölmiðlar eru að þjóna lesendum sínum og almannahagsmunum. Almenningur á auðvitað bara rétt á þessum upplýsingum. Stofnanirnar eru ekki að þráast við gegn einhverjum blaðamanni heldur gegn almenningi í landinu sem er líka fólkið sem stjórnsýslan á að þjóna.“ Stjórnsýslan þurfi að hafa það í huga. „Ég held að þessi viðhorf séu meira ríkjandi hér en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við,“ segir Valgerður. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. 19. október 2019 08:00 Svona var samningurinn sem Seðlabankinn vildi alls ekki láta af hendi Seðlabanki Íslands greiddi Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits hjá bankanum, rúmlega átján milljónir króna við starfslok hennar hjá bankanum árið 2016. 22. október 2019 15:49 Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
„Það væri óskandi að opinberar stofnanir dragi lærdóm af þessu máli. Almennt hefur mér fundist það allt of ríkjandi viðhorf innan stjórnsýslunnar að ef það er ekki beinlínis skylda að láta upplýsingar af hendi þá sé það ekki gert. Eðlilegra viðhorf væri að allt sem sé ekki beinlínis hættulegt, varðar þjóðaröryggi eða skaði einkahagsmuni, sé birt,“ segir Valgerður Jóhannsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, um mál Seðlabankans gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni á Fréttablaðinu. Seðlabankinn ákvað í gær að birta upplýsingar um námsstyrk til fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Héraðsdómur staðfesti síðastliðinn föstudag úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál um að bankanum bæri að afhenda blaðamanninum umræddar upplýsingar. Valgerður, sem er umsjónarmaður meistaranáms í blaða- og fréttamennsku, segir það í hæsta máta óvenjulegt að stofnun dragi blaðamann fyrir dómstóla til að fá úrskurði úrskurðarnefndar hnekkt þótt hún geti ekki fullyrt að um einsdæmi sé að ræða.Sjá einnig: Svona var samningurinn sem Seðlabankinn vildi alls ekki láta af hendi Hún segir tregðu stjórnsýslunnar og opinberra stofnana við að veita upplýsingar virka hamlandi á blaðaog fréttamenn. Stundum sé ekki um stór fréttamál að ræða og þá séu ekki allir tilbúnir að eyða ómældum tíma og fyrirhöfn til að fá upplýsingarnar. „Það er auðvitað lykilatriði að fjölmiðlar eru að þjóna lesendum sínum og almannahagsmunum. Almenningur á auðvitað bara rétt á þessum upplýsingum. Stofnanirnar eru ekki að þráast við gegn einhverjum blaðamanni heldur gegn almenningi í landinu sem er líka fólkið sem stjórnsýslan á að þjóna.“ Stjórnsýslan þurfi að hafa það í huga. „Ég held að þessi viðhorf séu meira ríkjandi hér en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við,“ segir Valgerður.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Seðlabankinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. 19. október 2019 08:00 Svona var samningurinn sem Seðlabankinn vildi alls ekki láta af hendi Seðlabanki Íslands greiddi Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits hjá bankanum, rúmlega átján milljónir króna við starfslok hennar hjá bankanum árið 2016. 22. október 2019 15:49 Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. 19. október 2019 08:00
Svona var samningurinn sem Seðlabankinn vildi alls ekki láta af hendi Seðlabanki Íslands greiddi Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits hjá bankanum, rúmlega átján milljónir króna við starfslok hennar hjá bankanum árið 2016. 22. október 2019 15:49
Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28