Esper segir að hersveitir Bandaríkjanna gætu verið áfram í Sýrlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. október 2019 22:45 Bandarískar hersveitir munu halda til í Sýrlandi til að tryggja olíuakra. AP/Baderkhan Ahmad Einhverjar bandarískar hersveitir munu kannski verða eftir í Sýrlandi til að tryggja að olíulindir muni ekki falla í hendur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamska ríkið. Þetta sagði Mark Esper, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á mánudag þrátt fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi ítrekað að allar hersveitir Bandaríkjanna muni yfirgefa landið. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Esper sagði að enn væri verið að ákveða hver áætlunin sé og ekkert hafi verið kynnt fyrir Trump en hann hefur ítrekað sagt að búið sér að sigra ISIS. Þá lagði Esper áherslu á það að tillagan um að skilja hluta hermannanna eftir í Sýrlandi sé til þess gerð að gefa Trump svigrúm og að ekkert væri búið að ákveða.Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, virðast ekki sammála um hver næstu skref verða í Sýrlandi.AP/Timothy D. Easley„Það hefur verið umræða um að mögulega gera þetta,“ sagði Esper á blaðamannafundi í Afganistan áður en hann hélt til Sádi-Arabíu. „Engin ákvörðun hefur verið tekin um hversu margir hermennirnir verða eða neitt þannig.“Trump fastur á sínu Áætlunin er talin vera svar ríkisstjórnarinnar við gagnrýni þingmanna Repúblikanaflokksins vegna skyndilegrar ákvörðunar hans um að kalla hersveitir Bandaríkjanna í Sýrlandi heim. Ákvörðunin gaf Tyrkjum svigrúm til að ráðast inn í norðurhluta Sýrlands til að hrekja Kúrda, bandamenn Bandaríkjanna, þaðan. Starfsmaður Hvíta hússins sagði að Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, hafi lagt til að halda hersveitum Bandaríkjanna í Sýrlandi til að vernda olíuakra og að Trump hafi stutt þá hugmynd. Starfsmaðurinn vildi ekki láta nafn síns getið.Esper segir að hluti bandarískra hersveita muni vera áfram í Sýrlandi.AP/Baderkhan AhmadÞá sagði Trump á mánudag að hann vildi enn draga alla hermenn Bandaríkjanna út úr Sýrlandi en að „við þurfum að tryggja olíuna“ í einum hluta landsins en bæði Ísrael og Jórdanía hafa óskað eftir því að hluti hersveitanna verði í öðrum hluta landsins. Þá sagði hann enga aðra ástæðu vera fyrir því að halda hersveitum Bandaríkjanna í Sýrlandi. Esper sagði að megin ástæða þess að hersveitir Bandaríkjanna héldu fyrir í Sýrlandi væri til að tryggja að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki nái ekki að tryggja sér auðlindina. Þá bætti hann við að bandarískar hersveitir sem enn eru við landamærabæinn Kobani myndu fljótlega yfirgefa það svæði og að fylgst væri með hersveitum þeirra úr lofti á meðan þeir eru enn að yfirgefa svæðið. Hann sagði að einnig væri verið að fylgjast með því hvort vopnahléið sem nú stendur yfir væri virt.Engin ástæða til að vernda Kúrda Trump hefur ítrekað að hann hyggist senda hersveitir heim frá „endalausum stríðum“ í Mið-Austurlöndum, sagði Esper að hersveitirnar sem eru á leið út úr Sýrlandi muni fara til vesturhluta Írak og að Bandaríski herinn muni halda áfram að berjast gegn ISIS. Þá sagði Esper í samtali við fréttamenn um helgina að bandarískar hersveitir muni halda áfram að berjast gegn ISIS í Sýrlandi, mögulega frá Írak, en í gegn um tíðina hafa Kúrdar verið í fylkingarbrjósti í baráttunni gegn ISIS. Hann sagði þó í tísti á mánudag að bandarískar hersveitir muni aðeins vera í Írak tímabundið þar til þær geti snúið aftur heim. Þá sagði hann það koma til greina að Bandaríkjaher myndi halda úti gagnárásum á ISIS í Sýrlandi frá Írak. Ekkert væri þó ákveðið og það myndi taka einhvern tíma.Just finished my first visit as SecDef to Afghanistan & #ResoluteSupport. En route to Saudi Arabia I talked w partner leaders about the situation in Syria. As we withdraw from NE Syria, we will temporarily reposition those forces in the region outside Syria until they return home — Secretary of Defense Dr. Mark T. Esper (@EsperDoD) October 21, 2019 Trump tísti þó að Bandarískir hermenn myndu ekki vera á bardagasvæðum. Það væri búið að tryggja olíuna og kominn væri tími til að senda hermennina heim.“The ceasefire is holding up very nicely. There are some minor skirmishes that have ended quickly. New areas being resettled with Kurds. U.S. soldiers are not in combat or ceasefire zone. We have secured the Oil.” Mark Esper, Secretary of Defense. Ending endless wars! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 20, 2019 Forsetinn lýsti því yfir í síðustu viku að engin ástæða væri fyrir Bandaríkin að verja Kúrda, sem dóu í þúsundatali þegar þeir tóku höndum saman með Bandaríkjunum í baráttunni gegn ISIS í Sýrlandi. Tyrkland hélt út vikulangri sókn inn í norðausturhluta Sýrlands gegn Kúrdum áður en vopnahléinu var komið á. „Við samþykktum aldrei að vernda Kúrda það sem eftir væri af lífi þeirra,“ sagði Trump á ríkisstjórnarfundi á mánudag. Bandaríkin Írak Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir „Þetta er ekki vopnahlé“ Íslenskur Kúrdi segir hérlend stjórnvöld geta gert miklu betur í að vekja athygli á bágri stöðu Kúrda í Sýrlandi eftir innrás Tyrkja. 19. október 2019 22:00 Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja. 20. október 2019 16:55 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Fleiri fréttir Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Sjá meira
Einhverjar bandarískar hersveitir munu kannski verða eftir í Sýrlandi til að tryggja að olíulindir muni ekki falla í hendur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamska ríkið. Þetta sagði Mark Esper, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á mánudag þrátt fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi ítrekað að allar hersveitir Bandaríkjanna muni yfirgefa landið. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Esper sagði að enn væri verið að ákveða hver áætlunin sé og ekkert hafi verið kynnt fyrir Trump en hann hefur ítrekað sagt að búið sér að sigra ISIS. Þá lagði Esper áherslu á það að tillagan um að skilja hluta hermannanna eftir í Sýrlandi sé til þess gerð að gefa Trump svigrúm og að ekkert væri búið að ákveða.Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, virðast ekki sammála um hver næstu skref verða í Sýrlandi.AP/Timothy D. Easley„Það hefur verið umræða um að mögulega gera þetta,“ sagði Esper á blaðamannafundi í Afganistan áður en hann hélt til Sádi-Arabíu. „Engin ákvörðun hefur verið tekin um hversu margir hermennirnir verða eða neitt þannig.“Trump fastur á sínu Áætlunin er talin vera svar ríkisstjórnarinnar við gagnrýni þingmanna Repúblikanaflokksins vegna skyndilegrar ákvörðunar hans um að kalla hersveitir Bandaríkjanna í Sýrlandi heim. Ákvörðunin gaf Tyrkjum svigrúm til að ráðast inn í norðurhluta Sýrlands til að hrekja Kúrda, bandamenn Bandaríkjanna, þaðan. Starfsmaður Hvíta hússins sagði að Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, hafi lagt til að halda hersveitum Bandaríkjanna í Sýrlandi til að vernda olíuakra og að Trump hafi stutt þá hugmynd. Starfsmaðurinn vildi ekki láta nafn síns getið.Esper segir að hluti bandarískra hersveita muni vera áfram í Sýrlandi.AP/Baderkhan AhmadÞá sagði Trump á mánudag að hann vildi enn draga alla hermenn Bandaríkjanna út úr Sýrlandi en að „við þurfum að tryggja olíuna“ í einum hluta landsins en bæði Ísrael og Jórdanía hafa óskað eftir því að hluti hersveitanna verði í öðrum hluta landsins. Þá sagði hann enga aðra ástæðu vera fyrir því að halda hersveitum Bandaríkjanna í Sýrlandi. Esper sagði að megin ástæða þess að hersveitir Bandaríkjanna héldu fyrir í Sýrlandi væri til að tryggja að hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki nái ekki að tryggja sér auðlindina. Þá bætti hann við að bandarískar hersveitir sem enn eru við landamærabæinn Kobani myndu fljótlega yfirgefa það svæði og að fylgst væri með hersveitum þeirra úr lofti á meðan þeir eru enn að yfirgefa svæðið. Hann sagði að einnig væri verið að fylgjast með því hvort vopnahléið sem nú stendur yfir væri virt.Engin ástæða til að vernda Kúrda Trump hefur ítrekað að hann hyggist senda hersveitir heim frá „endalausum stríðum“ í Mið-Austurlöndum, sagði Esper að hersveitirnar sem eru á leið út úr Sýrlandi muni fara til vesturhluta Írak og að Bandaríski herinn muni halda áfram að berjast gegn ISIS. Þá sagði Esper í samtali við fréttamenn um helgina að bandarískar hersveitir muni halda áfram að berjast gegn ISIS í Sýrlandi, mögulega frá Írak, en í gegn um tíðina hafa Kúrdar verið í fylkingarbrjósti í baráttunni gegn ISIS. Hann sagði þó í tísti á mánudag að bandarískar hersveitir muni aðeins vera í Írak tímabundið þar til þær geti snúið aftur heim. Þá sagði hann það koma til greina að Bandaríkjaher myndi halda úti gagnárásum á ISIS í Sýrlandi frá Írak. Ekkert væri þó ákveðið og það myndi taka einhvern tíma.Just finished my first visit as SecDef to Afghanistan & #ResoluteSupport. En route to Saudi Arabia I talked w partner leaders about the situation in Syria. As we withdraw from NE Syria, we will temporarily reposition those forces in the region outside Syria until they return home — Secretary of Defense Dr. Mark T. Esper (@EsperDoD) October 21, 2019 Trump tísti þó að Bandarískir hermenn myndu ekki vera á bardagasvæðum. Það væri búið að tryggja olíuna og kominn væri tími til að senda hermennina heim.“The ceasefire is holding up very nicely. There are some minor skirmishes that have ended quickly. New areas being resettled with Kurds. U.S. soldiers are not in combat or ceasefire zone. We have secured the Oil.” Mark Esper, Secretary of Defense. Ending endless wars! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 20, 2019 Forsetinn lýsti því yfir í síðustu viku að engin ástæða væri fyrir Bandaríkin að verja Kúrda, sem dóu í þúsundatali þegar þeir tóku höndum saman með Bandaríkjunum í baráttunni gegn ISIS í Sýrlandi. Tyrkland hélt út vikulangri sókn inn í norðausturhluta Sýrlands gegn Kúrdum áður en vopnahléinu var komið á. „Við samþykktum aldrei að vernda Kúrda það sem eftir væri af lífi þeirra,“ sagði Trump á ríkisstjórnarfundi á mánudag.
Bandaríkin Írak Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir „Þetta er ekki vopnahlé“ Íslenskur Kúrdi segir hérlend stjórnvöld geta gert miklu betur í að vekja athygli á bágri stöðu Kúrda í Sýrlandi eftir innrás Tyrkja. 19. október 2019 22:00 Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja. 20. október 2019 16:55 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Fleiri fréttir Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Sjá meira
„Þetta er ekki vopnahlé“ Íslenskur Kúrdi segir hérlend stjórnvöld geta gert miklu betur í að vekja athygli á bágri stöðu Kúrda í Sýrlandi eftir innrás Tyrkja. 19. október 2019 22:00
Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24
Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21
Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja. 20. október 2019 16:55