Kirkjujarðasamkomulagið - Óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar Siggeir F. Ævarsson skrifar 21. október 2019 10:00 Sem trúlaus skattgreiðandi til íslenska ríkisins vil ég koma á framfæri alvarlegum athugasemdum við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gera við ríkiskirkjuna nýjan samning þar sem forréttindastaða hennar fram yfir önnur trú- og lífsskoðunarfélög er tryggð til næstu 15 ára. Meðan eitt trúfélag nýtur bæði verndar í stjórnarskrá og umtalsvert betri kjara en önnur sambærileg félög, er í raun ekki hægt að fullyrða að í landinu ríki eiginlegt trúfrelsi. Ríkiskirkjan fær á næsta ári rúmlega þremur milljörðum meira í sinn rekstur en önnur trú- og lífsskoðunarfélög. Leggjast þessir þrír milljarðar ofan á sóknargjöldin sem kirkjan fær í sinn hlut, og setur kirkjuna eðli málsins samkvæmt í fjárhagslega yfirburða stöðu gagnvart öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum. Það skýtur óneitanlega skökku við að íslenska ríkið greiði þessar háu upphæðir til þess að standa undir launagreiðslum presta, sem innheimta engu að síður sérstakar greiðslur fyrir svokölluð „aukaverk“, — svo sem skírnir, fermingarfræðslu, útfarir og hjónavígslu, verk sem flestir myndu sennilega telja til hefðbundinna prestsstarfa. Prestar fá sem sé borgað aukalega fyrir að vinna vinnuna sína, og í ofanálag njóta sumir þeirra einnig hlunninda af jörðum sínum. Á sama tíma reiða önnur trú- og lífsskoðunarfélög nær eingöngu sig á svokölluð sóknargjöld, sem hafa rýrnað um 25% að verðgildi síðan 2003. Þessar háu fjárhæðir fær kirkjan í krafti einhverra óhagstæðustu samninga Íslandssögunnar. Enginn virðist vita nákvæmlega hverjar forsendur þeirra voru í upphafi, eða hvort greiðslur þeirra vegna eru í samræmi við virði þeirra kirkjujarða sem lagðar voru til grundvallar samningunum á sínum tíma (og eru þá ótaldar efasemdir um eignarrétt hinnar evangelisku lútersku kirkju til þessara jarða í ljósi sögunnar). Íslensk stjórnvöld hafa látið endurskoðun þessara samninga undir höfuð leggjast allt of lengi. Í ljósi ofangreindara atriða vil ég leggja til að ríkisstjórn Íslands taki af skarið og hrindi eftirfarandi aðgerðum í framkvæmd sem allra fyrst: 1. Ákvæði um þjóðkirkju verði fjarlægt úr stjórnarskrá, enda má því breyta með lögum og þjóðaratkvæðagreiðslu. 2. Opinberri skráningu á trúarskoðunum og lífsskoðunarviðhorfum Íslendinga verði hætt. 3. Innheimta sóknargjalda verði færð til félaganna sjálfra. Þingmenn fjögurra flokka á Alþingi hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu um fullan aðskilnað ríkis og kirkju. Fagna ég þessu frumkvæði, en geri þó athugasemd við þann langa tíma sem aðskilnaðurinn á að taka, eða 15 ár. Ef vika er langur tími í pólitík, þá hljóta 15 ár að vera heil mannsævi. Skora ég því á alþingismenn að samþykkja þessa tillögu með þeim hætti að ríkisstjórn Íslands hraði ferlinu sem mest, þannig að ljúka megi aðskilnaði ríkis- og kirkju til fulls sem allra fyrst, og tryggja með öllum mögulegum ráðum að hið ótrúlega kirkjujarðasamkomulag sigli inn í sólarlagið án tafar.Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags Siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Sem trúlaus skattgreiðandi til íslenska ríkisins vil ég koma á framfæri alvarlegum athugasemdum við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gera við ríkiskirkjuna nýjan samning þar sem forréttindastaða hennar fram yfir önnur trú- og lífsskoðunarfélög er tryggð til næstu 15 ára. Meðan eitt trúfélag nýtur bæði verndar í stjórnarskrá og umtalsvert betri kjara en önnur sambærileg félög, er í raun ekki hægt að fullyrða að í landinu ríki eiginlegt trúfrelsi. Ríkiskirkjan fær á næsta ári rúmlega þremur milljörðum meira í sinn rekstur en önnur trú- og lífsskoðunarfélög. Leggjast þessir þrír milljarðar ofan á sóknargjöldin sem kirkjan fær í sinn hlut, og setur kirkjuna eðli málsins samkvæmt í fjárhagslega yfirburða stöðu gagnvart öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum. Það skýtur óneitanlega skökku við að íslenska ríkið greiði þessar háu upphæðir til þess að standa undir launagreiðslum presta, sem innheimta engu að síður sérstakar greiðslur fyrir svokölluð „aukaverk“, — svo sem skírnir, fermingarfræðslu, útfarir og hjónavígslu, verk sem flestir myndu sennilega telja til hefðbundinna prestsstarfa. Prestar fá sem sé borgað aukalega fyrir að vinna vinnuna sína, og í ofanálag njóta sumir þeirra einnig hlunninda af jörðum sínum. Á sama tíma reiða önnur trú- og lífsskoðunarfélög nær eingöngu sig á svokölluð sóknargjöld, sem hafa rýrnað um 25% að verðgildi síðan 2003. Þessar háu fjárhæðir fær kirkjan í krafti einhverra óhagstæðustu samninga Íslandssögunnar. Enginn virðist vita nákvæmlega hverjar forsendur þeirra voru í upphafi, eða hvort greiðslur þeirra vegna eru í samræmi við virði þeirra kirkjujarða sem lagðar voru til grundvallar samningunum á sínum tíma (og eru þá ótaldar efasemdir um eignarrétt hinnar evangelisku lútersku kirkju til þessara jarða í ljósi sögunnar). Íslensk stjórnvöld hafa látið endurskoðun þessara samninga undir höfuð leggjast allt of lengi. Í ljósi ofangreindara atriða vil ég leggja til að ríkisstjórn Íslands taki af skarið og hrindi eftirfarandi aðgerðum í framkvæmd sem allra fyrst: 1. Ákvæði um þjóðkirkju verði fjarlægt úr stjórnarskrá, enda má því breyta með lögum og þjóðaratkvæðagreiðslu. 2. Opinberri skráningu á trúarskoðunum og lífsskoðunarviðhorfum Íslendinga verði hætt. 3. Innheimta sóknargjalda verði færð til félaganna sjálfra. Þingmenn fjögurra flokka á Alþingi hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu um fullan aðskilnað ríkis og kirkju. Fagna ég þessu frumkvæði, en geri þó athugasemd við þann langa tíma sem aðskilnaðurinn á að taka, eða 15 ár. Ef vika er langur tími í pólitík, þá hljóta 15 ár að vera heil mannsævi. Skora ég því á alþingismenn að samþykkja þessa tillögu með þeim hætti að ríkisstjórn Íslands hraði ferlinu sem mest, þannig að ljúka megi aðskilnaði ríkis- og kirkju til fulls sem allra fyrst, og tryggja með öllum mögulegum ráðum að hið ótrúlega kirkjujarðasamkomulag sigli inn í sólarlagið án tafar.Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags Siðrænna húmanista á Íslandi.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun