Hærri bætur fyrir ólögmæta uppsögn en hrottalega nauðgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2019 14:14 Kolbrún Garðarsdóttir réttargæslumaður og ein þeirra sjö sem skrifuðu pistilinn. Réttargæslumenn neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis eru hugsi yfir því að leikari fái hærri miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn en kona sem nauðgað er hrottalega. Barn fái aðeins helmingi hærri miskabætur fyrir áralöng kynferðisbrot en lögmenn sem fengu ekki vinnu sem þeir sóttu um hjá ríkinu. Þetta kemur fram í pistli á Vísi frá sjö lögmönnum sem gæta reglulega hagsmuna kvenna sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Réttargæslumennirnir sem um ræðir eru Kolbrún Garðarsdóttir, Ólöf Heiða Guðmundsdóttir, Inga Lillý Brynjólfsdóttir, Sigurður Freyr Sigurðsson, Valgerður Valdimarsdóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir og Gunnhildur Pétursdóttir.Atli Rafn með lögmanni sínum Einari Þór Sverrissyni. Atli Rafn vann málið í héraðsdómi en Borgarleikhúsið og Kristín Eysteinsdóttir áfrýjuðu til Landsréttar.Vísir/EgillTilefni skrifa þeirra er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær þar sem Atla Rafni Sigurðarsyni voru dæmdar 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar hjá Borgarleikhúsinu. Réttargæslumenn telja til dóma í kynferðisbrotamálum þar sem bætur hafa verið lægri en í tilfelli leikarans. „Er það mat dómstóla að æra og persóna aðila sem missa atvinnu sé meira virði en frelsi, friður, æra eða persóna þess sem brotið er á kynferðislega?“ segir í pistli sjömenninganna. Þau vísa einnig til þess þegar Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson fengu 700 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætrar meðferðar sem þeir urðu fyrir við skipun dómara við Landsrétt.„Hæstiréttur taldi að ráðherranum hefði mátt vera ljóst ákvörðun hennar gæti að ófyrirsynju bitnað á orðspori umsækjendanna og orðið þeim þannig að meini og vegið að persónu þeirra og æru,“ segja réttargæslumennirnir. Þau rifja upp mál konu sem kærði tvo karlmenn fyrir nauðgun og krafðist miskabóta. „Mennirnir voru sakfelldir á báðum dómstigum og viðurkennt er að brotin hafi verið alvarleg og haft alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola sem hafi verið í sálfræðimeðferð vegna áfallastreituröskunar frá því að brotin áttu sér stað og að hún hafi einangrað sig félagslega, átt erfitt með að vera í kringum fólk og treysta fólki. Miskabætur til handa brotaþola þóttu hæfilega ákvarðaðar 1.millj kr. í miskabætur úr hendi hvors sakfellda um sig vegna hennar ófjárhagslega tjóns.“Ástráður og Jóhannes fengu miskabætur en engar skaðabætur. Ástæðan var sú að þeir lögðu ekki fram gögn til að sýna fram á tekjutap af því að fá ekki starf dómara við Landsrétt.VísirÞá rifja þau upp mál manns sem dæmdur var fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gagnvart barnabarni sínu á þriggja ára tímabili, frá því að drengurinn var níu ára gamall. „Þegar málið var dómtekið hafði barnið farið í rúmlega 50 viðtöl í Barnahúsi og var drengurinn greindur með áfallastreituröskun. Hann upplifði jafnframt mikla skömm og sálarangist þar sem sakfelldi var nákominn honum. Einnig var um að ræða brot karlmanns á ungum dreng sem reynist oft erfitt að meðhöndla samkvæmt sálfræðingi Barnahúss. Fram kom að erfitt væri að segja til um afleiðingar brotanna á líðan brotaþola til framtíðar en að öllum líkindum þyrfti hann á áframhaldandi meðferð að halda um óákveðinn tíma.“ Miskabætur til barnsins hefðu þótt hæfilegar 1,7 milljónir króna vegna hans ófjárhagslega tjóns.Afinn var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti.Vísir„Allir þeir dómar sem vísað er til hér að framan eru frá árunum 2017 – 2019 og byggja á því að rétt hafi verið að láta þann sem ábyrgð bar á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns, greiða miskabætur til þess sem misgert var við,“ segja réttargæslumennirnir. Maður fái hærri miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn en kona sem sé nauðgað hrottalega. Barn fái aðeins helmingi hærri miskabætur fyrir áralöng kynferðisbrot en menn sem fengu ekki vinnuna sem þeir sóttu um. „Þeir réttargæslumenn sem standa að þessari hugleiðingu telja ótækt að miskabætur til handa brotaþolum í kynferðisbrotamálum séu eins lágar og raun ber vitni. Þessu verður að breyta!“Kolbrún ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Réttargæslumenn neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis eru hugsi yfir því að leikari fái hærri miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn en kona sem nauðgað er hrottalega. Barn fái aðeins helmingi hærri miskabætur fyrir áralöng kynferðisbrot en lögmenn sem fengu ekki vinnu sem þeir sóttu um hjá ríkinu. Þetta kemur fram í pistli á Vísi frá sjö lögmönnum sem gæta reglulega hagsmuna kvenna sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Réttargæslumennirnir sem um ræðir eru Kolbrún Garðarsdóttir, Ólöf Heiða Guðmundsdóttir, Inga Lillý Brynjólfsdóttir, Sigurður Freyr Sigurðsson, Valgerður Valdimarsdóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir og Gunnhildur Pétursdóttir.Atli Rafn með lögmanni sínum Einari Þór Sverrissyni. Atli Rafn vann málið í héraðsdómi en Borgarleikhúsið og Kristín Eysteinsdóttir áfrýjuðu til Landsréttar.Vísir/EgillTilefni skrifa þeirra er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær þar sem Atla Rafni Sigurðarsyni voru dæmdar 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar hjá Borgarleikhúsinu. Réttargæslumenn telja til dóma í kynferðisbrotamálum þar sem bætur hafa verið lægri en í tilfelli leikarans. „Er það mat dómstóla að æra og persóna aðila sem missa atvinnu sé meira virði en frelsi, friður, æra eða persóna þess sem brotið er á kynferðislega?“ segir í pistli sjömenninganna. Þau vísa einnig til þess þegar Ástráður Haraldsson og Jóhannes Rúnar Jóhannesson fengu 700 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmætrar meðferðar sem þeir urðu fyrir við skipun dómara við Landsrétt.„Hæstiréttur taldi að ráðherranum hefði mátt vera ljóst ákvörðun hennar gæti að ófyrirsynju bitnað á orðspori umsækjendanna og orðið þeim þannig að meini og vegið að persónu þeirra og æru,“ segja réttargæslumennirnir. Þau rifja upp mál konu sem kærði tvo karlmenn fyrir nauðgun og krafðist miskabóta. „Mennirnir voru sakfelldir á báðum dómstigum og viðurkennt er að brotin hafi verið alvarleg og haft alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola sem hafi verið í sálfræðimeðferð vegna áfallastreituröskunar frá því að brotin áttu sér stað og að hún hafi einangrað sig félagslega, átt erfitt með að vera í kringum fólk og treysta fólki. Miskabætur til handa brotaþola þóttu hæfilega ákvarðaðar 1.millj kr. í miskabætur úr hendi hvors sakfellda um sig vegna hennar ófjárhagslega tjóns.“Ástráður og Jóhannes fengu miskabætur en engar skaðabætur. Ástæðan var sú að þeir lögðu ekki fram gögn til að sýna fram á tekjutap af því að fá ekki starf dómara við Landsrétt.VísirÞá rifja þau upp mál manns sem dæmdur var fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gagnvart barnabarni sínu á þriggja ára tímabili, frá því að drengurinn var níu ára gamall. „Þegar málið var dómtekið hafði barnið farið í rúmlega 50 viðtöl í Barnahúsi og var drengurinn greindur með áfallastreituröskun. Hann upplifði jafnframt mikla skömm og sálarangist þar sem sakfelldi var nákominn honum. Einnig var um að ræða brot karlmanns á ungum dreng sem reynist oft erfitt að meðhöndla samkvæmt sálfræðingi Barnahúss. Fram kom að erfitt væri að segja til um afleiðingar brotanna á líðan brotaþola til framtíðar en að öllum líkindum þyrfti hann á áframhaldandi meðferð að halda um óákveðinn tíma.“ Miskabætur til barnsins hefðu þótt hæfilegar 1,7 milljónir króna vegna hans ófjárhagslega tjóns.Afinn var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti.Vísir„Allir þeir dómar sem vísað er til hér að framan eru frá árunum 2017 – 2019 og byggja á því að rétt hafi verið að láta þann sem ábyrgð bar á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns, greiða miskabætur til þess sem misgert var við,“ segja réttargæslumennirnir. Maður fái hærri miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn en kona sem sé nauðgað hrottalega. Barn fái aðeins helmingi hærri miskabætur fyrir áralöng kynferðisbrot en menn sem fengu ekki vinnuna sem þeir sóttu um. „Þeir réttargæslumenn sem standa að þessari hugleiðingu telja ótækt að miskabætur til handa brotaþolum í kynferðisbrotamálum séu eins lágar og raun ber vitni. Þessu verður að breyta!“Kolbrún ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira