Twitter ætlar að banna stjórnmálaauglýsingar Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2019 20:56 Twitter er fjarri vinsældum Facebook en hefur engu að síður ákveðið að reyna að koma í veg fyrir upplýsingafals með því að banna keyptar stjórnmálaauglýsingar. Vísir/EPA Forstjóri samfélagsmiðilsins Twitter tilkynnti í dag að fyrirtækið ætlaði að banna keyptar auglýsingar um stjórnmálaframboð, kosningar og ýmis pólitísk hitamál. Nýja stefnan á að taka gildi í nóvember en hún kemur í kjölfar harðrar gagnrýni á upplýsingafals sem hefur viðgengist á samfélagsmiðlum.Hart hefur verið deilt á samfélagsmiðlarisann Facebook undanfarið vegna stefnu fyrirtækisins um að auglýsingar stjórnmálamanna séu undanþegnar staðreyndavakt sem annars konar efni sem greitt er fyrir að deila á miðlinum gengst undir. Stjórnmálamenn hafi þannig einkarétt á að ljúga í Facebook-auglýsingum. Það varð meðal annars til þess að hópur sem tengist Demókrataflokknum í Bandaríkjunum nýtti sér undanþáguna og keypti auglýsingar á Facebook þar sem þingmaður Repúblikana var ranglega sagður styðja loftslagsstefnuna sem hefur verið nefnd Græna nýja gjöfin. Facebook fjarlægði auglýsinguna og réttlæti það með því að það hafi ekki verið stjórnmálamaður heldur pólitísk aðgerðanefnd sem keypti hana. Jack Dorsey, forstjóri Twitter, sagði í röð tísta þar sem hann tilkynnti um bannið við pólitískum auglýsingum á miðlinum að pólitísk skilaboð þyrftu að vinna sér inn fyrir því að fara í mikla dreifingu frekar en hægt sé að kaupa hana. „Stjórnmálaskilaboð hljóta dreifingu þegar fólk ákveður að fylgja reikningi eða áframtísta. Að borga fyrir dreifingu tekur þá ákvörðun frá fólki og þvingar mjög sérsniðin stjórnmálaskilaboð upp á fólk. Við teljum að peningar ættu ekki að spilla fyrir þessari ákvörðun,“ tísti Dorsey. Vísaði hann til þess að auglýsingar á netinu gætu verið afar áhrifamiklar og gagnlegar fyrir fyrirtæki. Þeim fylgdi hins vegar verulega hætta fyrir stjórnmál þar sem hægt sé að nýta þær til að hafa áhrif á atkvæði sem hefur aftur áhrif á líf milljóna manna. A political message earns reach when people decide to follow an account or retweet. Paying for reach removes that decision, forcing highly optimized and targeted political messages on people. We believe this decision should not be compromised by money.— jack (@jack) October 30, 2019 Snýst ekki um tjáningarfrelsi Bannið nær aðeins til keyptra auglýsinga á Twitter en ekki efnis sem einstaklingar birta á eigin reikningum. Þannig hefur það lítil áhrif á stjórnmálamenn eins og Donald Trump Bandaríkjaforseta sem hefur milljónir fylgjenda á miðlinum, að sögn Washington Post. Dorsey færði rök fyrir því að bannið þyrfti einnig að ná til auglýsinga um pólitísk hitamál, ekki aðeins til frambjóðenda. Með auglýsingum um einstök málefni væri mögulega hægt að komast í kringum bannið við því að frambjóðendur keyptu sér auglýsingar. „Þetta snýst ekki um tjáningarfrelsi. Þetta snýst um að borga fyrir dreifingu. Og að greiða fyrir að auka dreifingu stjórnmálatjáningar hefur verulegar afleiðingar sem lýðræðislegir innviðir nútímans geta mögulega ekki ráðið við,“ tísti Dorsey. Stefna Facebook um að leyfa stjórnmálamönnum að ljúga í auglýsingum komst í hámæli eftir að fyrirtækið hafnaði kröfu framboðs Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, um að það fjarlægði auglýsingu sem framboð Trump forseta keypti. Í henni sagði Biden að væri fjöldi lyga um hann. Facebook neitaði að fjarlægja auglýsinguna.A final note. This isn't about free expression. This is about paying for reach. And paying to increase the reach of political speech has significant ramifications that today's democratic infrastructure may not be prepared to handle. It's worth stepping back in order to address.— jack (@jack) October 30, 2019 Facebook Samfélagsmiðlar Twitter Tengdar fréttir Rússneskur áróður skýtur áfram upp kollinum á Facebook Falsaðir reikningar í nafni bandarískra kjósenda lofa Donald Trump forseta en lasta Joe Biden, mögulegan mótframbjóðanda hans á næsta ári. 22. október 2019 12:23 „Ég tel að lygar séu slæmar“ Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, mætti fyrir fjármálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag þar sem ætlunin var að ræða Libra, fyrirhugaðan rafrænan gjaldmiðil. Þingmenn höfðu annað í huga. 23. október 2019 23:30 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Forstjóri samfélagsmiðilsins Twitter tilkynnti í dag að fyrirtækið ætlaði að banna keyptar auglýsingar um stjórnmálaframboð, kosningar og ýmis pólitísk hitamál. Nýja stefnan á að taka gildi í nóvember en hún kemur í kjölfar harðrar gagnrýni á upplýsingafals sem hefur viðgengist á samfélagsmiðlum.Hart hefur verið deilt á samfélagsmiðlarisann Facebook undanfarið vegna stefnu fyrirtækisins um að auglýsingar stjórnmálamanna séu undanþegnar staðreyndavakt sem annars konar efni sem greitt er fyrir að deila á miðlinum gengst undir. Stjórnmálamenn hafi þannig einkarétt á að ljúga í Facebook-auglýsingum. Það varð meðal annars til þess að hópur sem tengist Demókrataflokknum í Bandaríkjunum nýtti sér undanþáguna og keypti auglýsingar á Facebook þar sem þingmaður Repúblikana var ranglega sagður styðja loftslagsstefnuna sem hefur verið nefnd Græna nýja gjöfin. Facebook fjarlægði auglýsinguna og réttlæti það með því að það hafi ekki verið stjórnmálamaður heldur pólitísk aðgerðanefnd sem keypti hana. Jack Dorsey, forstjóri Twitter, sagði í röð tísta þar sem hann tilkynnti um bannið við pólitískum auglýsingum á miðlinum að pólitísk skilaboð þyrftu að vinna sér inn fyrir því að fara í mikla dreifingu frekar en hægt sé að kaupa hana. „Stjórnmálaskilaboð hljóta dreifingu þegar fólk ákveður að fylgja reikningi eða áframtísta. Að borga fyrir dreifingu tekur þá ákvörðun frá fólki og þvingar mjög sérsniðin stjórnmálaskilaboð upp á fólk. Við teljum að peningar ættu ekki að spilla fyrir þessari ákvörðun,“ tísti Dorsey. Vísaði hann til þess að auglýsingar á netinu gætu verið afar áhrifamiklar og gagnlegar fyrir fyrirtæki. Þeim fylgdi hins vegar verulega hætta fyrir stjórnmál þar sem hægt sé að nýta þær til að hafa áhrif á atkvæði sem hefur aftur áhrif á líf milljóna manna. A political message earns reach when people decide to follow an account or retweet. Paying for reach removes that decision, forcing highly optimized and targeted political messages on people. We believe this decision should not be compromised by money.— jack (@jack) October 30, 2019 Snýst ekki um tjáningarfrelsi Bannið nær aðeins til keyptra auglýsinga á Twitter en ekki efnis sem einstaklingar birta á eigin reikningum. Þannig hefur það lítil áhrif á stjórnmálamenn eins og Donald Trump Bandaríkjaforseta sem hefur milljónir fylgjenda á miðlinum, að sögn Washington Post. Dorsey færði rök fyrir því að bannið þyrfti einnig að ná til auglýsinga um pólitísk hitamál, ekki aðeins til frambjóðenda. Með auglýsingum um einstök málefni væri mögulega hægt að komast í kringum bannið við því að frambjóðendur keyptu sér auglýsingar. „Þetta snýst ekki um tjáningarfrelsi. Þetta snýst um að borga fyrir dreifingu. Og að greiða fyrir að auka dreifingu stjórnmálatjáningar hefur verulegar afleiðingar sem lýðræðislegir innviðir nútímans geta mögulega ekki ráðið við,“ tísti Dorsey. Stefna Facebook um að leyfa stjórnmálamönnum að ljúga í auglýsingum komst í hámæli eftir að fyrirtækið hafnaði kröfu framboðs Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, um að það fjarlægði auglýsingu sem framboð Trump forseta keypti. Í henni sagði Biden að væri fjöldi lyga um hann. Facebook neitaði að fjarlægja auglýsinguna.A final note. This isn't about free expression. This is about paying for reach. And paying to increase the reach of political speech has significant ramifications that today's democratic infrastructure may not be prepared to handle. It's worth stepping back in order to address.— jack (@jack) October 30, 2019
Facebook Samfélagsmiðlar Twitter Tengdar fréttir Rússneskur áróður skýtur áfram upp kollinum á Facebook Falsaðir reikningar í nafni bandarískra kjósenda lofa Donald Trump forseta en lasta Joe Biden, mögulegan mótframbjóðanda hans á næsta ári. 22. október 2019 12:23 „Ég tel að lygar séu slæmar“ Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, mætti fyrir fjármálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag þar sem ætlunin var að ræða Libra, fyrirhugaðan rafrænan gjaldmiðil. Þingmenn höfðu annað í huga. 23. október 2019 23:30 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Rússneskur áróður skýtur áfram upp kollinum á Facebook Falsaðir reikningar í nafni bandarískra kjósenda lofa Donald Trump forseta en lasta Joe Biden, mögulegan mótframbjóðanda hans á næsta ári. 22. október 2019 12:23
„Ég tel að lygar séu slæmar“ Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, mætti fyrir fjármálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag þar sem ætlunin var að ræða Libra, fyrirhugaðan rafrænan gjaldmiðil. Þingmenn höfðu annað í huga. 23. október 2019 23:30