Viðtal sem aldrei átti að fara í loftið kostaði sitt Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2019 14:08 Jón Ársæll og RÚV þurfa að borga einum viðmælanda í þáttunum Paradís eina milljón króna. Nú skömmu eftir hádegi var kveðinn upp dómur í máli Gyðu Drafnar Grétarsdóttur á hendur Jóni Ársæli Þórðarsyni sjónvarpsmanni og Ríkissjónvarpinu. Var þeim gert að greiða Gyðu Dröfn eina milljón króna í skaðabætur. Er það með dráttarvöxtum frá 18. mars í fyrra. Fréttablaðið greindi frá þessu.Vildi sjá viðtalið áður en það færi í loftiðVísir hefur fjallað ítarlega um málið og var við málflutning þess í héraðsdómi Reykjavíkur. Gyða Dröfn vildi fá fimm milljónir króna. Hvorki Jón Ársæll né Ríkisútvarpið mótmæltu bótaskyldu en hins vegar vildu lögmenn hinna ákærðu meina að bótakrafan væri allt of há. Jón Ársæll tók viðtal við Gyðu Dröfn í tengslum við þætti hans Paradísarheimt. Gyða fékk svo bakþanka og vildi ekki að viðtalið birtist en hún vill meina að það hafi verið veitt með því skilyrði að hún fengi að sjá það áður en því væri sjónvarpað. En, því sinnti Jón Ársæll og Ríkisútvarpið ekki. Deilt um sáttavilja Ólafur Valur Guðjónsson, lögmaður stefnanda, sagði við málflutninginn engan sáttavilji fyrir hendi hvorki hjá Ríkisútvarpinu né Jóni Ársæli og því væri málið nú komið í þennan farveg. Þessu mótmælti Stefán A. Svensson lögmaður Ríkisútvarpsins og sagði að ekki væri hægt að leggja mál þannig upp, á þeim forsendum að nefnd sé tala x og á hana sé ekki fallist, að enginn sáttavilji hafi verið fyrir hendi. Það hafi farið fram fundir um málið. Ólafur sagði að viðtalið hafi valdið skjólstæðingi hans miklum miska, eðli máls væri einfaldlega þannig en þar var komið inn á viðkvæm persónuleg atriði. Og hún væri ekki á góðum stað, hvorki fyrir né eftir. Bæði lögmenn Jóns Ársæls sem Ríkisútvarpsins lögðu á það áherslu að persónuverndarákvæði stjórnarskrár hafi ekki verið brotin. Ekki liggur fyrir hvort málinu verður áfrýjað, ekki tókst að ná í Ólaf Val lögmann en að teknu tilliti til málflutnings lögmanna Jóns Ársæls og Ríkisútvarpsins þá mætti ætla að dómurinn þyki vel ásættanlegur á þeim bænum. Jón Ársæll vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir sjónarmiðum hans. Dómsmál Fangelsismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Viðtalið sem aldrei átti að fara í loftið Viðmælandi Jóns Ársæls vill fá 5 milljónir króna í bætur. 2. október 2019 14:47 RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira
Nú skömmu eftir hádegi var kveðinn upp dómur í máli Gyðu Drafnar Grétarsdóttur á hendur Jóni Ársæli Þórðarsyni sjónvarpsmanni og Ríkissjónvarpinu. Var þeim gert að greiða Gyðu Dröfn eina milljón króna í skaðabætur. Er það með dráttarvöxtum frá 18. mars í fyrra. Fréttablaðið greindi frá þessu.Vildi sjá viðtalið áður en það færi í loftiðVísir hefur fjallað ítarlega um málið og var við málflutning þess í héraðsdómi Reykjavíkur. Gyða Dröfn vildi fá fimm milljónir króna. Hvorki Jón Ársæll né Ríkisútvarpið mótmæltu bótaskyldu en hins vegar vildu lögmenn hinna ákærðu meina að bótakrafan væri allt of há. Jón Ársæll tók viðtal við Gyðu Dröfn í tengslum við þætti hans Paradísarheimt. Gyða fékk svo bakþanka og vildi ekki að viðtalið birtist en hún vill meina að það hafi verið veitt með því skilyrði að hún fengi að sjá það áður en því væri sjónvarpað. En, því sinnti Jón Ársæll og Ríkisútvarpið ekki. Deilt um sáttavilja Ólafur Valur Guðjónsson, lögmaður stefnanda, sagði við málflutninginn engan sáttavilji fyrir hendi hvorki hjá Ríkisútvarpinu né Jóni Ársæli og því væri málið nú komið í þennan farveg. Þessu mótmælti Stefán A. Svensson lögmaður Ríkisútvarpsins og sagði að ekki væri hægt að leggja mál þannig upp, á þeim forsendum að nefnd sé tala x og á hana sé ekki fallist, að enginn sáttavilji hafi verið fyrir hendi. Það hafi farið fram fundir um málið. Ólafur sagði að viðtalið hafi valdið skjólstæðingi hans miklum miska, eðli máls væri einfaldlega þannig en þar var komið inn á viðkvæm persónuleg atriði. Og hún væri ekki á góðum stað, hvorki fyrir né eftir. Bæði lögmenn Jóns Ársæls sem Ríkisútvarpsins lögðu á það áherslu að persónuverndarákvæði stjórnarskrár hafi ekki verið brotin. Ekki liggur fyrir hvort málinu verður áfrýjað, ekki tókst að ná í Ólaf Val lögmann en að teknu tilliti til málflutnings lögmanna Jóns Ársæls og Ríkisútvarpsins þá mætti ætla að dómurinn þyki vel ásættanlegur á þeim bænum. Jón Ársæll vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir sjónarmiðum hans.
Dómsmál Fangelsismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Viðtalið sem aldrei átti að fara í loftið Viðmælandi Jóns Ársæls vill fá 5 milljónir króna í bætur. 2. október 2019 14:47 RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Sjá meira
Viðtalið sem aldrei átti að fara í loftið Viðmælandi Jóns Ársæls vill fá 5 milljónir króna í bætur. 2. október 2019 14:47
RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30