Hátt settur starfsmaður Instagram bjargaði Audda úr klóm hakkara Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2019 12:30 Auðunn Blöndal og Ríkharður Óskar Guðnason á haustkynningu Stöðvar 2 á dögunum. Vísir/daníel þór Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal lenti í því í vikunni að Instagram-reikningur hans var hakkaður en hann ræddi um málið í Brennslunni á FM957 í gær. „Reikningum var í rauninni bara stolið og það er ekki þægileg tilfinning,“ segir Auddi sem er með yfir 35 þúsund fylgjendur á miðlinum.„Ég get alveg viðurkennt fyrir hlustendum að ég varð alveg hvítur í framan. Ég vaknaði um morguninn og fer ekkert beint á Instagram. Síðan kíki ég þegar ég er mættur í vinnuna og þá kom bara eins og ég hafi verið skráður út. Síðan þegar ég reyni að skrá mig inn kemur bara nýr reikningur, Blöndal Auðunn og ég ekki að elta neinn og enginn að elta mig. Þetta var það vel gert hjá þessum hakkara að hann eyddi mínum reikningi og bjó til nýjan fyrir mig.“ Auðunn segist hafa farið beint til þeirra sem starfa hjá tölvudeild Vodafone. „Þeir voru með mér í svona þrjá tíma. Þetta var ekki eins og ég og pabbi hefðum verið í þessu. Hann var búinn að breyta tölvupóstfanginu á Instagraminu, breyta nafninu og henda út öllum myndum þannig að þetta var mjög steikt.“ Hann segir að það hafi verið mjög erfitt að átta sig á því hvert hann ætti að snúa sér. „Maður er gjörsamlega varnarlaus og ég var búinn að hafa samband við nokkra út í bæ. Þetta hefði tekið mun lengri tíma en konan mín þekkir einstakling úti í New York sem þekkir einstakling sem er hátt settur hjá Instagram. Það var það sem bjargaði þessu, því þá var hægt að tala við einhvern í síma,“ segir Auðunn en kærasta hans er Rakel Þormarsdóttir og eiga þau von á sínu fyrsta barni á næstunni.Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Netöryggi Samfélagsmiðlar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal lenti í því í vikunni að Instagram-reikningur hans var hakkaður en hann ræddi um málið í Brennslunni á FM957 í gær. „Reikningum var í rauninni bara stolið og það er ekki þægileg tilfinning,“ segir Auddi sem er með yfir 35 þúsund fylgjendur á miðlinum.„Ég get alveg viðurkennt fyrir hlustendum að ég varð alveg hvítur í framan. Ég vaknaði um morguninn og fer ekkert beint á Instagram. Síðan kíki ég þegar ég er mættur í vinnuna og þá kom bara eins og ég hafi verið skráður út. Síðan þegar ég reyni að skrá mig inn kemur bara nýr reikningur, Blöndal Auðunn og ég ekki að elta neinn og enginn að elta mig. Þetta var það vel gert hjá þessum hakkara að hann eyddi mínum reikningi og bjó til nýjan fyrir mig.“ Auðunn segist hafa farið beint til þeirra sem starfa hjá tölvudeild Vodafone. „Þeir voru með mér í svona þrjá tíma. Þetta var ekki eins og ég og pabbi hefðum verið í þessu. Hann var búinn að breyta tölvupóstfanginu á Instagraminu, breyta nafninu og henda út öllum myndum þannig að þetta var mjög steikt.“ Hann segir að það hafi verið mjög erfitt að átta sig á því hvert hann ætti að snúa sér. „Maður er gjörsamlega varnarlaus og ég var búinn að hafa samband við nokkra út í bæ. Þetta hefði tekið mun lengri tíma en konan mín þekkir einstakling úti í New York sem þekkir einstakling sem er hátt settur hjá Instagram. Það var það sem bjargaði þessu, því þá var hægt að tala við einhvern í síma,“ segir Auðunn en kærasta hans er Rakel Þormarsdóttir og eiga þau von á sínu fyrsta barni á næstunni.Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Netöryggi Samfélagsmiðlar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira