Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að skoða hvað megi betur fara Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2019 20:00 Dómsmálaráðherra er ánægð með að landlæknir og Útlendingastofnun ætli að skoða hvernig bæta megi ferla við heilsufarsmat á fólki sem bíði brottflutnings frá landinu. Einstaklingsbundið mat verði að liggja þar á bakvið en mikill fjöldi mála sé afgreiddur á hverju ári. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svaraði gagnrýni þingmanna Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í óundirbúnum fyrirspurnum og sérstökum umræðum á Alþingi í dag, á brottvísun albanskrar konu sem komin var 36 vikur á leið í meðgöngu á mánudag, sem heilbrigðisstarfsfólk á Landspítala taldi ekki hæfa í flug. „Áður hefur hæstvirtur ráðherra haldið því fram að hér á landi sé rekin mannúðleg stefna í málefnum flóttamanna. En eftir fréttir gærdagsins og ekki síður viðbrögð fulltrúa stjórnvalda í gær er þvert á móti staðfest að hér er rekin mannfjandsamleg stefna,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Ráðherra sagði stefnuyfirlýsingu stjórnvalda byggja á þverpólitískri samvinnu um nýleg heildarlög um málefni útlendinga. Þau grundvölluðust á mannúðlegri stefnu með áherslu á góða og skilvirka meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd. „Að kerfið okkar svari hratt og örugglega þeim aðilum sem hér sækja um vernd, hvort sem þeir eiga rétt á verndinni eða ekki. Við erum að sjá það í dag að við erum að ná árangri með að segja fólki að það geti fengið vernd á fjórum til ellefu dögum,“ sagði Áslaug Arna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sagði meðferðina á albönsku konunni hafa verið ómannúðlega. Hún bað ráðherra að setja sig í spor konunnar. „Myndi hún segja að stoðdeild ríkislögreglustjóra hefði farið varlega. Því við vitum þó að hæst virtur ráðherra hefur sagt; við viljum öll fara varlega. Sérstaklega þegar um er að ræða þungaðar mæður, börn þeirra fædd eða ófædd,“ sagði Sunna. Dómsmálaráðherra sagði um að ræða gríðarlega stóran málaflokk með fjölda mála þar sem auðvitað kæmu upp einstök mál sem sýndu að einhvers staðar þyrfti að gera betur. Það þyrfti alltaf að eiga sér stað einstaklingsbundið mat eins og í máli albönsku konunnar. „Þar komu upp aðstæður sem við ætlum að láta skoða. Sem landlæknir og Útlendingastofnun ætla að setjast saman yfir; hvort það sé eitthvað sem við þurfum að breyta eða skýra. Hvar við getum gert betur og það er þannig sem við þurfum að nálgast málefni útlendinga,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Albanía Alþingi Hælisleitendur Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Útlendingastofnun tekur athugasemdum mjög alvarlega Búið sé að óska eftir fundi með embætti landlæknis svo hægt verði að fara yfir málið og kanna með hvaða hætti skuli standa að öflun læknisvottorða vegna mála eins og máls óléttu konunnar frá Albaníu sem var vísað úr landi í gær. 6. nóvember 2019 17:40 Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00 Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12 Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina Elínborg Harpa Önundardóttir hefur unnið með fólki á flótta í þrjú ár. Hún segist hafa lært það mjög snemma að taka afrit af öllum skjölum og halda upplýsingum til haga. 6. nóvember 2019 14:13 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira
Dómsmálaráðherra er ánægð með að landlæknir og Útlendingastofnun ætli að skoða hvernig bæta megi ferla við heilsufarsmat á fólki sem bíði brottflutnings frá landinu. Einstaklingsbundið mat verði að liggja þar á bakvið en mikill fjöldi mála sé afgreiddur á hverju ári. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra svaraði gagnrýni þingmanna Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í óundirbúnum fyrirspurnum og sérstökum umræðum á Alþingi í dag, á brottvísun albanskrar konu sem komin var 36 vikur á leið í meðgöngu á mánudag, sem heilbrigðisstarfsfólk á Landspítala taldi ekki hæfa í flug. „Áður hefur hæstvirtur ráðherra haldið því fram að hér á landi sé rekin mannúðleg stefna í málefnum flóttamanna. En eftir fréttir gærdagsins og ekki síður viðbrögð fulltrúa stjórnvalda í gær er þvert á móti staðfest að hér er rekin mannfjandsamleg stefna,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Ráðherra sagði stefnuyfirlýsingu stjórnvalda byggja á þverpólitískri samvinnu um nýleg heildarlög um málefni útlendinga. Þau grundvölluðust á mannúðlegri stefnu með áherslu á góða og skilvirka meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd. „Að kerfið okkar svari hratt og örugglega þeim aðilum sem hér sækja um vernd, hvort sem þeir eiga rétt á verndinni eða ekki. Við erum að sjá það í dag að við erum að ná árangri með að segja fólki að það geti fengið vernd á fjórum til ellefu dögum,“ sagði Áslaug Arna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sagði meðferðina á albönsku konunni hafa verið ómannúðlega. Hún bað ráðherra að setja sig í spor konunnar. „Myndi hún segja að stoðdeild ríkislögreglustjóra hefði farið varlega. Því við vitum þó að hæst virtur ráðherra hefur sagt; við viljum öll fara varlega. Sérstaklega þegar um er að ræða þungaðar mæður, börn þeirra fædd eða ófædd,“ sagði Sunna. Dómsmálaráðherra sagði um að ræða gríðarlega stóran málaflokk með fjölda mála þar sem auðvitað kæmu upp einstök mál sem sýndu að einhvers staðar þyrfti að gera betur. Það þyrfti alltaf að eiga sér stað einstaklingsbundið mat eins og í máli albönsku konunnar. „Þar komu upp aðstæður sem við ætlum að láta skoða. Sem landlæknir og Útlendingastofnun ætla að setjast saman yfir; hvort það sé eitthvað sem við þurfum að breyta eða skýra. Hvar við getum gert betur og það er þannig sem við þurfum að nálgast málefni útlendinga,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Albanía Alþingi Hælisleitendur Lögreglumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Útlendingastofnun tekur athugasemdum mjög alvarlega Búið sé að óska eftir fundi með embætti landlæknis svo hægt verði að fara yfir málið og kanna með hvaða hætti skuli standa að öflun læknisvottorða vegna mála eins og máls óléttu konunnar frá Albaníu sem var vísað úr landi í gær. 6. nóvember 2019 17:40 Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00 Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12 Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03 Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina Elínborg Harpa Önundardóttir hefur unnið með fólki á flótta í þrjú ár. Hún segist hafa lært það mjög snemma að taka afrit af öllum skjölum og halda upplýsingum til haga. 6. nóvember 2019 14:13 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira
Útlendingastofnun tekur athugasemdum mjög alvarlega Búið sé að óska eftir fundi með embætti landlæknis svo hægt verði að fara yfir málið og kanna með hvaða hætti skuli standa að öflun læknisvottorða vegna mála eins og máls óléttu konunnar frá Albaníu sem var vísað úr landi í gær. 6. nóvember 2019 17:40
Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00
Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12
Komin til Albaníu eftir nítján klukkustunda ferðalag Albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi snemma í gærmorgun er komin til Albaníu, að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu samtakanna No Borders Iceland. 6. nóvember 2019 08:03
Tók afrit af vottorðinu því flóttafólk þurfi alltaf að bera sönnunarbyrðina Elínborg Harpa Önundardóttir hefur unnið með fólki á flótta í þrjú ár. Hún segist hafa lært það mjög snemma að taka afrit af öllum skjölum og halda upplýsingum til haga. 6. nóvember 2019 14:13