Börn, eitur og stokkur Stefán Benediktsson skrifar 4. nóvember 2019 08:00 Hilmar þór Björnsson arkitekt spyr sig og aðra hversvegna við þurfum Miklubrautarstokkinn og hvað eigi að gera við alla umferðina meðan á framkvæmdum stendur? Mér er meira en ljúft að reyna að svara varðandi þetta efni. Til að byrja með vil ég benda á að stokkurinn snýst ekki bara um „fallegt og skemmtilegt“ heldur er hann lausn á raunverulegum vanda. Hversvegna þurfum við að fara í þessa framkvæmd? Einfalda svarið er að hún leysir viðvarandi og vaxandi heilsufarsógn í Hlíðunum. „Talið er að yfir 38 þúsund manns hafi dáið ótímabærum dauða úr lungna- og hjartasjúkdóma 2015 vegna mengunar frá dísilbílum, og um 174 þúsund muni deyja 2040. Nature Magazine maí 2017“.Hlíðarnar og þá sérstaklega næsta nágrenni Miklubrautarinnar eru, vegna mjög mikillar bílaumferðar, afar mengað umhverfi. Þar skipta mestu sót, níturoxíð og kolmónoxíð. Sót og níturoxíð er krabbameinsvaldandi eiturefnakokkteill sem veldur öndunarfærasýkingum og kolmónoxíð bindur rauð blóðkorn og hindrar súrefnisupptöku. Þegar mengun er mikil verða foreldrar barna á leikskólanum á horni Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar að sækja þau börn sem eiga við öndunarvanda að stríða og/eða veikindi í öndunarfærum. Níturoxíðmengunin, sem er langhættulegust, teygir sig samkvæmt mælingum langt út frá Miklubrautinni. Umferðarmengun í Hlíðunum fer nær daglega yfir samþykkjanleg mörk. Aðeins lítið brot umferðar milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar á erindi í Hverfið, en bílarnir dvelja þar samt lengur og menga meira en nauðsyn krefur, vegna tappans við Lönguhlíð. Stokkurinn margumræddi, sem ætti að vera kominn fyrir löngu, leysir Lönguhlíðartappann og lengingin frá Kringlumýrarbraut og út fyrir Snorrabraut lokar á krabbameinsvaldandi áhrif umferðarinnar á íbúa Hverfisins. Vernd gegn eiturefnum umferðar er tekjuskapandi fyrir samfélagið og því er stokkurinn hagkvæmur fyrir samfélagið og heilsuverndandi og lífsbætandi aðgerð fyrir þúsundir fólks eins og Ævar kollegi okkar Hilmars sagði í Fréttablaðinu um daginn. Þá er hin spurningin. Hvað á að gera við alla umferðina meðan á framkvæmdum stendur? Það eru til allskyns lausnir á að halda umferð gangandi í stórframkvæmdum í borgum, jafnvel við þrengri aðstæður en á Miklubrautinni, en aldrei með sömu afköstum. Aðalatriðið er að tryggja að neyðarumferð og almenningsvagnar komist leiðar sinnar. Öruggt er að það verða miklar umferðartafir, í einhver ár. Ökumenn neiðast til að laga sig að aðstæðum á þann hátt sem þeim best hentar á meðan á framkvæmdum stendur. Hlíðabúar eiga það inni hjá höfuðborgarbúum því umferðarmengunin hefur fyrir langa löngu náð samþykkjanlegu hámarki. Að hætta við stokkinn kemur ekki til greina því það væri yfirlýsing Ríkis og Borgar um að Hlíðabúar væru annars flokks og heilsa þeirra minna virði en ferðatími akandi höfuðborgarbúa. Eitt er víst að þótt tafirnar verði miklar verða þær ekki heilsuspillandi fyrir aðra en Hlíðabúa meðan á þeim stendur. Aðrar lausnir. Vatnsmýrar og Grensássgöng eru dálítið heillandi hugmynd og svo er alltaf sú hugmynd sem sett var fram fyrir um tíu árum. Að þrengja Miklubrautina frá Kringumýrarbraut að Nauthólsvegi í tvær akreinar fyrir bíla og eina fyrir almenningsfarartæki og þökuleggja svo rest eða þökuleggja Miklubrautina bara algerlega á þessum ofmengaða kafla.Höfundur er arkitekt og Hlíðabúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samgöngur Skipulag Stefán Benediktsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hilmar þór Björnsson arkitekt spyr sig og aðra hversvegna við þurfum Miklubrautarstokkinn og hvað eigi að gera við alla umferðina meðan á framkvæmdum stendur? Mér er meira en ljúft að reyna að svara varðandi þetta efni. Til að byrja með vil ég benda á að stokkurinn snýst ekki bara um „fallegt og skemmtilegt“ heldur er hann lausn á raunverulegum vanda. Hversvegna þurfum við að fara í þessa framkvæmd? Einfalda svarið er að hún leysir viðvarandi og vaxandi heilsufarsógn í Hlíðunum. „Talið er að yfir 38 þúsund manns hafi dáið ótímabærum dauða úr lungna- og hjartasjúkdóma 2015 vegna mengunar frá dísilbílum, og um 174 þúsund muni deyja 2040. Nature Magazine maí 2017“.Hlíðarnar og þá sérstaklega næsta nágrenni Miklubrautarinnar eru, vegna mjög mikillar bílaumferðar, afar mengað umhverfi. Þar skipta mestu sót, níturoxíð og kolmónoxíð. Sót og níturoxíð er krabbameinsvaldandi eiturefnakokkteill sem veldur öndunarfærasýkingum og kolmónoxíð bindur rauð blóðkorn og hindrar súrefnisupptöku. Þegar mengun er mikil verða foreldrar barna á leikskólanum á horni Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar að sækja þau börn sem eiga við öndunarvanda að stríða og/eða veikindi í öndunarfærum. Níturoxíðmengunin, sem er langhættulegust, teygir sig samkvæmt mælingum langt út frá Miklubrautinni. Umferðarmengun í Hlíðunum fer nær daglega yfir samþykkjanleg mörk. Aðeins lítið brot umferðar milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar á erindi í Hverfið, en bílarnir dvelja þar samt lengur og menga meira en nauðsyn krefur, vegna tappans við Lönguhlíð. Stokkurinn margumræddi, sem ætti að vera kominn fyrir löngu, leysir Lönguhlíðartappann og lengingin frá Kringlumýrarbraut og út fyrir Snorrabraut lokar á krabbameinsvaldandi áhrif umferðarinnar á íbúa Hverfisins. Vernd gegn eiturefnum umferðar er tekjuskapandi fyrir samfélagið og því er stokkurinn hagkvæmur fyrir samfélagið og heilsuverndandi og lífsbætandi aðgerð fyrir þúsundir fólks eins og Ævar kollegi okkar Hilmars sagði í Fréttablaðinu um daginn. Þá er hin spurningin. Hvað á að gera við alla umferðina meðan á framkvæmdum stendur? Það eru til allskyns lausnir á að halda umferð gangandi í stórframkvæmdum í borgum, jafnvel við þrengri aðstæður en á Miklubrautinni, en aldrei með sömu afköstum. Aðalatriðið er að tryggja að neyðarumferð og almenningsvagnar komist leiðar sinnar. Öruggt er að það verða miklar umferðartafir, í einhver ár. Ökumenn neiðast til að laga sig að aðstæðum á þann hátt sem þeim best hentar á meðan á framkvæmdum stendur. Hlíðabúar eiga það inni hjá höfuðborgarbúum því umferðarmengunin hefur fyrir langa löngu náð samþykkjanlegu hámarki. Að hætta við stokkinn kemur ekki til greina því það væri yfirlýsing Ríkis og Borgar um að Hlíðabúar væru annars flokks og heilsa þeirra minna virði en ferðatími akandi höfuðborgarbúa. Eitt er víst að þótt tafirnar verði miklar verða þær ekki heilsuspillandi fyrir aðra en Hlíðabúa meðan á þeim stendur. Aðrar lausnir. Vatnsmýrar og Grensássgöng eru dálítið heillandi hugmynd og svo er alltaf sú hugmynd sem sett var fram fyrir um tíu árum. Að þrengja Miklubrautina frá Kringumýrarbraut að Nauthólsvegi í tvær akreinar fyrir bíla og eina fyrir almenningsfarartæki og þökuleggja svo rest eða þökuleggja Miklubrautina bara algerlega á þessum ofmengaða kafla.Höfundur er arkitekt og Hlíðabúi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun