Börn, eitur og stokkur Stefán Benediktsson skrifar 4. nóvember 2019 08:00 Hilmar þór Björnsson arkitekt spyr sig og aðra hversvegna við þurfum Miklubrautarstokkinn og hvað eigi að gera við alla umferðina meðan á framkvæmdum stendur? Mér er meira en ljúft að reyna að svara varðandi þetta efni. Til að byrja með vil ég benda á að stokkurinn snýst ekki bara um „fallegt og skemmtilegt“ heldur er hann lausn á raunverulegum vanda. Hversvegna þurfum við að fara í þessa framkvæmd? Einfalda svarið er að hún leysir viðvarandi og vaxandi heilsufarsógn í Hlíðunum. „Talið er að yfir 38 þúsund manns hafi dáið ótímabærum dauða úr lungna- og hjartasjúkdóma 2015 vegna mengunar frá dísilbílum, og um 174 þúsund muni deyja 2040. Nature Magazine maí 2017“.Hlíðarnar og þá sérstaklega næsta nágrenni Miklubrautarinnar eru, vegna mjög mikillar bílaumferðar, afar mengað umhverfi. Þar skipta mestu sót, níturoxíð og kolmónoxíð. Sót og níturoxíð er krabbameinsvaldandi eiturefnakokkteill sem veldur öndunarfærasýkingum og kolmónoxíð bindur rauð blóðkorn og hindrar súrefnisupptöku. Þegar mengun er mikil verða foreldrar barna á leikskólanum á horni Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar að sækja þau börn sem eiga við öndunarvanda að stríða og/eða veikindi í öndunarfærum. Níturoxíðmengunin, sem er langhættulegust, teygir sig samkvæmt mælingum langt út frá Miklubrautinni. Umferðarmengun í Hlíðunum fer nær daglega yfir samþykkjanleg mörk. Aðeins lítið brot umferðar milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar á erindi í Hverfið, en bílarnir dvelja þar samt lengur og menga meira en nauðsyn krefur, vegna tappans við Lönguhlíð. Stokkurinn margumræddi, sem ætti að vera kominn fyrir löngu, leysir Lönguhlíðartappann og lengingin frá Kringlumýrarbraut og út fyrir Snorrabraut lokar á krabbameinsvaldandi áhrif umferðarinnar á íbúa Hverfisins. Vernd gegn eiturefnum umferðar er tekjuskapandi fyrir samfélagið og því er stokkurinn hagkvæmur fyrir samfélagið og heilsuverndandi og lífsbætandi aðgerð fyrir þúsundir fólks eins og Ævar kollegi okkar Hilmars sagði í Fréttablaðinu um daginn. Þá er hin spurningin. Hvað á að gera við alla umferðina meðan á framkvæmdum stendur? Það eru til allskyns lausnir á að halda umferð gangandi í stórframkvæmdum í borgum, jafnvel við þrengri aðstæður en á Miklubrautinni, en aldrei með sömu afköstum. Aðalatriðið er að tryggja að neyðarumferð og almenningsvagnar komist leiðar sinnar. Öruggt er að það verða miklar umferðartafir, í einhver ár. Ökumenn neiðast til að laga sig að aðstæðum á þann hátt sem þeim best hentar á meðan á framkvæmdum stendur. Hlíðabúar eiga það inni hjá höfuðborgarbúum því umferðarmengunin hefur fyrir langa löngu náð samþykkjanlegu hámarki. Að hætta við stokkinn kemur ekki til greina því það væri yfirlýsing Ríkis og Borgar um að Hlíðabúar væru annars flokks og heilsa þeirra minna virði en ferðatími akandi höfuðborgarbúa. Eitt er víst að þótt tafirnar verði miklar verða þær ekki heilsuspillandi fyrir aðra en Hlíðabúa meðan á þeim stendur. Aðrar lausnir. Vatnsmýrar og Grensássgöng eru dálítið heillandi hugmynd og svo er alltaf sú hugmynd sem sett var fram fyrir um tíu árum. Að þrengja Miklubrautina frá Kringumýrarbraut að Nauthólsvegi í tvær akreinar fyrir bíla og eina fyrir almenningsfarartæki og þökuleggja svo rest eða þökuleggja Miklubrautina bara algerlega á þessum ofmengaða kafla.Höfundur er arkitekt og Hlíðabúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samgöngur Skipulag Stefán Benediktsson Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Hilmar þór Björnsson arkitekt spyr sig og aðra hversvegna við þurfum Miklubrautarstokkinn og hvað eigi að gera við alla umferðina meðan á framkvæmdum stendur? Mér er meira en ljúft að reyna að svara varðandi þetta efni. Til að byrja með vil ég benda á að stokkurinn snýst ekki bara um „fallegt og skemmtilegt“ heldur er hann lausn á raunverulegum vanda. Hversvegna þurfum við að fara í þessa framkvæmd? Einfalda svarið er að hún leysir viðvarandi og vaxandi heilsufarsógn í Hlíðunum. „Talið er að yfir 38 þúsund manns hafi dáið ótímabærum dauða úr lungna- og hjartasjúkdóma 2015 vegna mengunar frá dísilbílum, og um 174 þúsund muni deyja 2040. Nature Magazine maí 2017“.Hlíðarnar og þá sérstaklega næsta nágrenni Miklubrautarinnar eru, vegna mjög mikillar bílaumferðar, afar mengað umhverfi. Þar skipta mestu sót, níturoxíð og kolmónoxíð. Sót og níturoxíð er krabbameinsvaldandi eiturefnakokkteill sem veldur öndunarfærasýkingum og kolmónoxíð bindur rauð blóðkorn og hindrar súrefnisupptöku. Þegar mengun er mikil verða foreldrar barna á leikskólanum á horni Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar að sækja þau börn sem eiga við öndunarvanda að stríða og/eða veikindi í öndunarfærum. Níturoxíðmengunin, sem er langhættulegust, teygir sig samkvæmt mælingum langt út frá Miklubrautinni. Umferðarmengun í Hlíðunum fer nær daglega yfir samþykkjanleg mörk. Aðeins lítið brot umferðar milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar á erindi í Hverfið, en bílarnir dvelja þar samt lengur og menga meira en nauðsyn krefur, vegna tappans við Lönguhlíð. Stokkurinn margumræddi, sem ætti að vera kominn fyrir löngu, leysir Lönguhlíðartappann og lengingin frá Kringlumýrarbraut og út fyrir Snorrabraut lokar á krabbameinsvaldandi áhrif umferðarinnar á íbúa Hverfisins. Vernd gegn eiturefnum umferðar er tekjuskapandi fyrir samfélagið og því er stokkurinn hagkvæmur fyrir samfélagið og heilsuverndandi og lífsbætandi aðgerð fyrir þúsundir fólks eins og Ævar kollegi okkar Hilmars sagði í Fréttablaðinu um daginn. Þá er hin spurningin. Hvað á að gera við alla umferðina meðan á framkvæmdum stendur? Það eru til allskyns lausnir á að halda umferð gangandi í stórframkvæmdum í borgum, jafnvel við þrengri aðstæður en á Miklubrautinni, en aldrei með sömu afköstum. Aðalatriðið er að tryggja að neyðarumferð og almenningsvagnar komist leiðar sinnar. Öruggt er að það verða miklar umferðartafir, í einhver ár. Ökumenn neiðast til að laga sig að aðstæðum á þann hátt sem þeim best hentar á meðan á framkvæmdum stendur. Hlíðabúar eiga það inni hjá höfuðborgarbúum því umferðarmengunin hefur fyrir langa löngu náð samþykkjanlegu hámarki. Að hætta við stokkinn kemur ekki til greina því það væri yfirlýsing Ríkis og Borgar um að Hlíðabúar væru annars flokks og heilsa þeirra minna virði en ferðatími akandi höfuðborgarbúa. Eitt er víst að þótt tafirnar verði miklar verða þær ekki heilsuspillandi fyrir aðra en Hlíðabúa meðan á þeim stendur. Aðrar lausnir. Vatnsmýrar og Grensássgöng eru dálítið heillandi hugmynd og svo er alltaf sú hugmynd sem sett var fram fyrir um tíu árum. Að þrengja Miklubrautina frá Kringumýrarbraut að Nauthólsvegi í tvær akreinar fyrir bíla og eina fyrir almenningsfarartæki og þökuleggja svo rest eða þökuleggja Miklubrautina bara algerlega á þessum ofmengaða kafla.Höfundur er arkitekt og Hlíðabúi.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun