Passaðu þig í hálkunni Róbert Marvin Gíslason skrifar 3. nóvember 2019 08:00 Ég og sjötíu og níu ára gömul frænka mín mættum hjá öldrunarsérfræðing þann nítjánda. september til að fá öldrunarmat þar sem hún vildi fara að komast inn á dvalarheimili. Hún var orðin mjög gleymin og komin með Alzheimereinkenni. Niðurstaðan úr því viðtali var möguleg dagvist í Maríuhúsi. Tvisvar verður gamall maður barn. Hún var búin að sækja um dvalarheimili en fékk neitun þar sem hún var talin nógu hraust til að vera heima. Sú greining byggði ekki á að hún væri heimsótt og hennar aðstæður athugaðar. Þessi greining var gerð á pappír og upplýsingum sem lýstu engan veginn aðstæðum hennar. Við fórum saman að skoða Maríuhús sem er góður kostur fyrir fólk sem er aldrað og án verkja. Frænka mín virtist mjög brött og náði að ganga upp og niður stiga þó svo hún hafi varað okkur við að það gæti hún varla. Að lokum kom í ljós að hún var svo verkjuð að hún treysti sér ekki til að þiggja vistina. Frænka mín bjó ein og átti engan að nema þá frændur og frænkur sem litu til hennar, þannig að hún var algjörlega upp á eigin spýtur. Hún fékk mat sendan heim sem mér var sagt að væri bæði kaldur og ólystugur af heilbrigðum einstakling. Það er nógu erfitt fyrir fólk sem er orkulaust og þarf að takast á við lystarleysi að þurfa að þiggja svona matargjafir. Þetta endar inni í ísskáp og svo í ruslinu. Í raun eru þær óþarfar og væri líklega betra að nýta fjármuni í annað. Reyndu sjálfur að éta kalda kássu með gubbupest. Stuttu eftir að hafa fengið fregnir af því hversu hraust hún var til að geta verið ein heima hjá sér, dettur hún og mjaðmabrýtur sig við að standa upp úr rúminu. Þetta gerist í miðjum október mánuði. Til allrar hamingju er skyldmenni hjá henni og hringir á sjúkrabíl. Hún undirgengst aðgerð daginn eftir. Frænka mín var mjó og kuldsækin. Mér þótti því undarlegt að sjá hana undir þunnu filt teppi sem veitti lítið sem ekkert skjól þegar ég heimsótti hana. Hún kvartaði sáran undan verkjum og kulda. Ég leit yfir í næsta rúm og sá að sá sjúklingur var einnig undir þunnu filtteppi. Einnig var kalt inni á stofunni. Ég minntist á þetta við hjúkrunarfræðing og bað um að þetta yrði lagað. Hefði ég vitað að það sem ég sagði yrði virt að vettugi, hefði ég lagt meira að mér. En ég lagði mitt traust á að þessu yrði sinnt. Mér skilst á þeim gestum sem komu síðar að því hafi ekki verið sinnt. Nokkrum dögum eftir aðgerðina var hún send heim. Það var búið að marg ítreka að hún gæti ekki verið heima ein. Bæði af henni sjálfri og öllum þeim ættingjum sem heimsóttu hana. Eitthvað barst talið að hjúkrunarheimilinu Eir, en það var fullt, eins og flestir vissu, þannig að hún var send heim. Stuttu eftir heimkomuna veiktist hún hastarlega og hélt engu niðri. Því kom hún aftur niður á bráðadeild með lungnabólgu og mun veikari en áður en hún fór á sjúkrahúsið. Lungnabólguna fékk hún ekki heima hjá sér, því henni var ekki kalt þar. Þannig að hún virðist hafa veikst í sjúkrahúsvistinni. Það kom því flatt upp á mig að hún væri komin með lungnabólgu upp úr þurru. Daginn eftir var hún komin upp á gjörgæslu þar sem læknar sögðu okkur frá ýmsum líffærabilunum og lögðu til að hún yrði tekin úr þeim hjálpartækjum sem héldu henni á lífi. Hún dó þann 31. október 2019. Fimmtán mínútum eftir að þeir tóku tækin úr sambandi. Frænka mín var gömul og veik. Hún var búin að vera með stóma í mörg ár, en það háði henni ekkert sérstaklega. Það voru aðallega verkirnir sem háðu henni daglega. Líklega er hún fegin að vera farinn. Ég stend samt uppi með spurninguna, af hverju er manneskja sem er í engu standi til að fara heim, send heim. Af hverju fá sjúklingar ekki almennilega sæng svo þeim verði ekki kalt? Af hverju fara sjúklingar veikari heim af sjúkrahúsi en þegar þeir komu þangað? Af hverju deyr fólk úr mjaðmabroti? Verst er að ég tel mig vita svörin við þessum spurningum. Og þau eru kaldranaleg, ómannúðleg og snúast að megninu til um peninga og hvernig þeim er ráðstafað. Frænka mín var send heim þar sem sjúkrahúsið vantaði rúmið fyrir aðra sjúklinga. Það eru ekki nógu mörg rúm fyrir allt þetta veika fólk. Frænku minni var kalt vegna þess að líklega voru ekki til peningar til að tryggja öllum rúmum almennilega sæng. Þessir peningar koma frá ríkinu. Þetta eru skattpeningarnir okkar sem við erum að tala um. Ríkisstjórn Íslands sem við kjósum og úthlutar þessum fjármunum getur ekki séð sér fært um að halda okkar veikasta fólki hlýju svo það fái ekki lungnabólgu og deyji eftir sjúkrahúsvistina. Aldrað fólk deyr úr mjaðmarbroti vegna þess að dvalarheimili eru full, sjúkrahús eru fjársvelt og undirmönnuð. Þetta er líklega ekki fyrsta eða eina dauðsfallið sem skráist á skort á fjármunum. Er þetta það sem bíður okkar? Er þetta er það sem bíður þín? Passaðu þig í hálkunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Umferðaröryggi Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Ég og sjötíu og níu ára gömul frænka mín mættum hjá öldrunarsérfræðing þann nítjánda. september til að fá öldrunarmat þar sem hún vildi fara að komast inn á dvalarheimili. Hún var orðin mjög gleymin og komin með Alzheimereinkenni. Niðurstaðan úr því viðtali var möguleg dagvist í Maríuhúsi. Tvisvar verður gamall maður barn. Hún var búin að sækja um dvalarheimili en fékk neitun þar sem hún var talin nógu hraust til að vera heima. Sú greining byggði ekki á að hún væri heimsótt og hennar aðstæður athugaðar. Þessi greining var gerð á pappír og upplýsingum sem lýstu engan veginn aðstæðum hennar. Við fórum saman að skoða Maríuhús sem er góður kostur fyrir fólk sem er aldrað og án verkja. Frænka mín virtist mjög brött og náði að ganga upp og niður stiga þó svo hún hafi varað okkur við að það gæti hún varla. Að lokum kom í ljós að hún var svo verkjuð að hún treysti sér ekki til að þiggja vistina. Frænka mín bjó ein og átti engan að nema þá frændur og frænkur sem litu til hennar, þannig að hún var algjörlega upp á eigin spýtur. Hún fékk mat sendan heim sem mér var sagt að væri bæði kaldur og ólystugur af heilbrigðum einstakling. Það er nógu erfitt fyrir fólk sem er orkulaust og þarf að takast á við lystarleysi að þurfa að þiggja svona matargjafir. Þetta endar inni í ísskáp og svo í ruslinu. Í raun eru þær óþarfar og væri líklega betra að nýta fjármuni í annað. Reyndu sjálfur að éta kalda kássu með gubbupest. Stuttu eftir að hafa fengið fregnir af því hversu hraust hún var til að geta verið ein heima hjá sér, dettur hún og mjaðmabrýtur sig við að standa upp úr rúminu. Þetta gerist í miðjum október mánuði. Til allrar hamingju er skyldmenni hjá henni og hringir á sjúkrabíl. Hún undirgengst aðgerð daginn eftir. Frænka mín var mjó og kuldsækin. Mér þótti því undarlegt að sjá hana undir þunnu filt teppi sem veitti lítið sem ekkert skjól þegar ég heimsótti hana. Hún kvartaði sáran undan verkjum og kulda. Ég leit yfir í næsta rúm og sá að sá sjúklingur var einnig undir þunnu filtteppi. Einnig var kalt inni á stofunni. Ég minntist á þetta við hjúkrunarfræðing og bað um að þetta yrði lagað. Hefði ég vitað að það sem ég sagði yrði virt að vettugi, hefði ég lagt meira að mér. En ég lagði mitt traust á að þessu yrði sinnt. Mér skilst á þeim gestum sem komu síðar að því hafi ekki verið sinnt. Nokkrum dögum eftir aðgerðina var hún send heim. Það var búið að marg ítreka að hún gæti ekki verið heima ein. Bæði af henni sjálfri og öllum þeim ættingjum sem heimsóttu hana. Eitthvað barst talið að hjúkrunarheimilinu Eir, en það var fullt, eins og flestir vissu, þannig að hún var send heim. Stuttu eftir heimkomuna veiktist hún hastarlega og hélt engu niðri. Því kom hún aftur niður á bráðadeild með lungnabólgu og mun veikari en áður en hún fór á sjúkrahúsið. Lungnabólguna fékk hún ekki heima hjá sér, því henni var ekki kalt þar. Þannig að hún virðist hafa veikst í sjúkrahúsvistinni. Það kom því flatt upp á mig að hún væri komin með lungnabólgu upp úr þurru. Daginn eftir var hún komin upp á gjörgæslu þar sem læknar sögðu okkur frá ýmsum líffærabilunum og lögðu til að hún yrði tekin úr þeim hjálpartækjum sem héldu henni á lífi. Hún dó þann 31. október 2019. Fimmtán mínútum eftir að þeir tóku tækin úr sambandi. Frænka mín var gömul og veik. Hún var búin að vera með stóma í mörg ár, en það háði henni ekkert sérstaklega. Það voru aðallega verkirnir sem háðu henni daglega. Líklega er hún fegin að vera farinn. Ég stend samt uppi með spurninguna, af hverju er manneskja sem er í engu standi til að fara heim, send heim. Af hverju fá sjúklingar ekki almennilega sæng svo þeim verði ekki kalt? Af hverju fara sjúklingar veikari heim af sjúkrahúsi en þegar þeir komu þangað? Af hverju deyr fólk úr mjaðmabroti? Verst er að ég tel mig vita svörin við þessum spurningum. Og þau eru kaldranaleg, ómannúðleg og snúast að megninu til um peninga og hvernig þeim er ráðstafað. Frænka mín var send heim þar sem sjúkrahúsið vantaði rúmið fyrir aðra sjúklinga. Það eru ekki nógu mörg rúm fyrir allt þetta veika fólk. Frænku minni var kalt vegna þess að líklega voru ekki til peningar til að tryggja öllum rúmum almennilega sæng. Þessir peningar koma frá ríkinu. Þetta eru skattpeningarnir okkar sem við erum að tala um. Ríkisstjórn Íslands sem við kjósum og úthlutar þessum fjármunum getur ekki séð sér fært um að halda okkar veikasta fólki hlýju svo það fái ekki lungnabólgu og deyji eftir sjúkrahúsvistina. Aldrað fólk deyr úr mjaðmarbroti vegna þess að dvalarheimili eru full, sjúkrahús eru fjársvelt og undirmönnuð. Þetta er líklega ekki fyrsta eða eina dauðsfallið sem skráist á skort á fjármunum. Er þetta það sem bíður okkar? Er þetta er það sem bíður þín? Passaðu þig í hálkunni.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun