Þungt hljóð í íbúum að Gerplustræti Birgir Olgeirsson skrifar 2. nóvember 2019 22:20 Kaupendur íbúða að Gerplustræti 2 í Mosfellsbæ segja ferlið hafa reynst þeim afar erfitt. Þeir hafa verið hvattir til að ljúka afsalsgreiðslu áður en seljandinn fer í þrott og að sætta sig við engar bætur. Afhenda átti einhverjar íbúðir í Gerplustræti 2 í apríl í fyrra. Kaupendum var tilkynnt með bréfi nýverið að þær yrðu tilbúnar til afhendingar fyrir helgi. Félagið sem hefur haldið utan um framkvæmdirnar er Gerplustræti 2 - 4 ehf. en það stefnir nú í þrot. Í bréfi sem kaupendum barst frá Ásgeiri Kolbeinssyni, stjórnarformanni félagsins, í vikunni kom fram að tafirnar hafi orðið eftir að verktakinn sem sá um að reisa húsið varð gjaldþrota síðastliðið vor. Þá höfðu framkvæmdirnar verið stopp í nokkra mánuði. Í bréfinu til kaupenda kemur fram að heildarframkvæmdakostnaðurinn sé rúmum 300 milljónum hærri en gert var ráð fyrir og þá sé ekki búið að taka tillit til aukins vaxtakostnaðar vegna tafa við verkið. Ásgeir er á meðal þeirra sem eiga hlut í Gerplustræti 2 - 4 í gegnum félagið Burður Invest. Sturla Sighvatsson var stjórnarformaður félagsins en sagði sig úr stjórn eftir að Ásgeir hafði tekið þar sæti 31. júlí síðastliðinn. Situr Ásgeir einn í stjórninni í dag. Hafa allar íbúðir utan einnar hafa verið seldar. Ásgeir segir í bréfi til kaupenda að fjárhagsstaða félagsins sé svo slæm að þó allar íbúðir verði greiddar upp í topp þá dugi það ekki til greiðslu áhvílandi skulda. Í bréfinu hvetur Ásgeir kaupendur til að ljúka við kaup sín og fá afsal útgefið svo hann geti með góðri samvisku gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta. Annars sé raunveruleg hætta á að kaupendur tapi þeim fjármunum sem þeir hafa þegar greitt vegna kaupanna. Kaupendur sem fréttastofa heyrði í báðust undan viðtölum í dag. Þeir voru auðheyranlega ósáttir við stöðuna, ferlið hefði reynst þeim afar íþyngjandi og þeir læsu ekki annað en dulda hótun í bréfinu sem þeim barst frá félaginu. Í bréfinu kemur fram að þeir þurfi að sætta sig við að fá engar bætur vegna þeirra tafa sem hafa orðið. Í bréfi Ásgeirs er tekið fram að ekki verði betur séð en að töluverð verðhækkun hafi átt sér stað á eignunum frá því kaupsamningar voru gerðir, að jafnaði sé þar um að ræða um 50 þúsund krónur á hvern fermetra. Ásgeir vildi ekki veita viðtal í dag þegar eftir því var leitað. Hann sagði við fréttastofu RÚV í gær að verið væri að undirbúa málshöfðun á hendur Sturlu Sighvatssyni því skoðun á bókhaldinu hafi ekki verið jákvæð. Húsnæðismál Mosfellsbær Tengdar fréttir Sturla keypti blokk á Ásbrú Fjármagnaði kaupin með 50 ára láni frá Íbúðalánasjóði fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Nýtti sér sína eigin uppskrift frá Heimavöllum. 17. október 2019 08:00 Íbúar flytja inn í Gerplustræti einu og hálfu ári á eftir áætlun Fólk sem keypti íbúðir í Gerplustræti 2-4 í byrjun árs 2018 getur loks flutt inn á næstunni. Afhenda átti í apríl í fyrra. 11. október 2019 08:30 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Kaupendur íbúða að Gerplustræti 2 í Mosfellsbæ segja ferlið hafa reynst þeim afar erfitt. Þeir hafa verið hvattir til að ljúka afsalsgreiðslu áður en seljandinn fer í þrott og að sætta sig við engar bætur. Afhenda átti einhverjar íbúðir í Gerplustræti 2 í apríl í fyrra. Kaupendum var tilkynnt með bréfi nýverið að þær yrðu tilbúnar til afhendingar fyrir helgi. Félagið sem hefur haldið utan um framkvæmdirnar er Gerplustræti 2 - 4 ehf. en það stefnir nú í þrot. Í bréfi sem kaupendum barst frá Ásgeiri Kolbeinssyni, stjórnarformanni félagsins, í vikunni kom fram að tafirnar hafi orðið eftir að verktakinn sem sá um að reisa húsið varð gjaldþrota síðastliðið vor. Þá höfðu framkvæmdirnar verið stopp í nokkra mánuði. Í bréfinu til kaupenda kemur fram að heildarframkvæmdakostnaðurinn sé rúmum 300 milljónum hærri en gert var ráð fyrir og þá sé ekki búið að taka tillit til aukins vaxtakostnaðar vegna tafa við verkið. Ásgeir er á meðal þeirra sem eiga hlut í Gerplustræti 2 - 4 í gegnum félagið Burður Invest. Sturla Sighvatsson var stjórnarformaður félagsins en sagði sig úr stjórn eftir að Ásgeir hafði tekið þar sæti 31. júlí síðastliðinn. Situr Ásgeir einn í stjórninni í dag. Hafa allar íbúðir utan einnar hafa verið seldar. Ásgeir segir í bréfi til kaupenda að fjárhagsstaða félagsins sé svo slæm að þó allar íbúðir verði greiddar upp í topp þá dugi það ekki til greiðslu áhvílandi skulda. Í bréfinu hvetur Ásgeir kaupendur til að ljúka við kaup sín og fá afsal útgefið svo hann geti með góðri samvisku gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta. Annars sé raunveruleg hætta á að kaupendur tapi þeim fjármunum sem þeir hafa þegar greitt vegna kaupanna. Kaupendur sem fréttastofa heyrði í báðust undan viðtölum í dag. Þeir voru auðheyranlega ósáttir við stöðuna, ferlið hefði reynst þeim afar íþyngjandi og þeir læsu ekki annað en dulda hótun í bréfinu sem þeim barst frá félaginu. Í bréfinu kemur fram að þeir þurfi að sætta sig við að fá engar bætur vegna þeirra tafa sem hafa orðið. Í bréfi Ásgeirs er tekið fram að ekki verði betur séð en að töluverð verðhækkun hafi átt sér stað á eignunum frá því kaupsamningar voru gerðir, að jafnaði sé þar um að ræða um 50 þúsund krónur á hvern fermetra. Ásgeir vildi ekki veita viðtal í dag þegar eftir því var leitað. Hann sagði við fréttastofu RÚV í gær að verið væri að undirbúa málshöfðun á hendur Sturlu Sighvatssyni því skoðun á bókhaldinu hafi ekki verið jákvæð.
Húsnæðismál Mosfellsbær Tengdar fréttir Sturla keypti blokk á Ásbrú Fjármagnaði kaupin með 50 ára láni frá Íbúðalánasjóði fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Nýtti sér sína eigin uppskrift frá Heimavöllum. 17. október 2019 08:00 Íbúar flytja inn í Gerplustræti einu og hálfu ári á eftir áætlun Fólk sem keypti íbúðir í Gerplustræti 2-4 í byrjun árs 2018 getur loks flutt inn á næstunni. Afhenda átti í apríl í fyrra. 11. október 2019 08:30 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Sturla keypti blokk á Ásbrú Fjármagnaði kaupin með 50 ára láni frá Íbúðalánasjóði fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Nýtti sér sína eigin uppskrift frá Heimavöllum. 17. október 2019 08:00
Íbúar flytja inn í Gerplustræti einu og hálfu ári á eftir áætlun Fólk sem keypti íbúðir í Gerplustræti 2-4 í byrjun árs 2018 getur loks flutt inn á næstunni. Afhenda átti í apríl í fyrra. 11. október 2019 08:30