Atla Rafni voru dæmdar 5,5 milljónir króna í skaða- og miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn, sem tekin var ákvörðun um á grundvelli ásakana um meinta kynferðislega áreitni hans.
Í pistli Steinunnar Ólínu, sem birtur var á vef Fréttablaðsins í gærkvöldi, fagnaði hún niðurstöðum í málum Freyju og Atla Rafns. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofu hefði verið óheimilt að synja Freyju um að sækja námskeið fyrir fósturforeldra. Þá bar hún málið saman við mál Atla Rafns og sagði að ástæða væri til að gleðjast.
„Tveir dómar féllu þar sem fólki hafði verið neitað um réttláta úrlausn í málum sínum,“ skrifaði Steinunn Ólína.
„Freyja Haraldsdóttir og Atli Rafn hafa bæði orðið fyrir opinberu aðkasti þar sem mannfjandsamleg viðhorf endurspeglast og er óhætt að segja að í málsmeðferð beggja aðila hafi slík viðhorf haft áhrif sem urðu til þess að á þeim var brotið.“
Sjá einnig: Sjá svart og hvítt í málinu sem aðrir leikarar þora varla að hafa opinbera skoðun á
Þá gagnrýndi Steinunn Ólína skrif Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur leikkonu um mál Atla Rafns en sú síðarnefnda bar í pistli sínum saman bætur Atla Rafns og bætur sem þolendum kynferðisofbeldis hefur verið dæmt í gegnum tíðina. Steinunn Ólína sakaði Þórdísi Elvu um „þvælulist“ og sagði hana sjálfskipaðan „talsmann ofbeldisfórnarlamba“. Ítarlega var fjallað um pistla leikvennanna á Vísi í gærkvöldi.

Þannig séu aktívistar á borð við Þórdísi Elvu „sjaldnast að þykjast vera talsmenn allra“ þegar þeir tjá sig. Óþolandi sé að vera sökuð um slíkt fyrir að taka afstöðu.
„Aktivistar hafa ólíkar upplifanir og skoðanir og reynslu og félagslega stöðu og það má. Og þó svo að aktivistar skrifi bækur og haldi Ted talk fyrirlestur eru þau ekki að markaðsvæða ofbeldi. Er ég þá að markaðsvæða mína lífsreynslu af því að ég hef skrifað bók? Eða að markaðsvæða misrétti af því að ég held úti instagram reikningi til þess að deila reynslu minni af dómsferli? Nei,“ skrifar Freyja.
Þá skilji hún vel að þolendur kynferðisofbeldis fari stundum „aðra leið“ í baráttu sinni, líkt og Þórdís Elva hefur gert, til þess að upplifa réttlæti.
Færslu Freyju má lesa í heild hér að neðan.