Innlent

Rannsókn lokið og byrjað að rífa húsið á Akureyri

Eiður Þór Árnason skrifar
Húsið sem brann á Akureyri í dag er ónýtt. Myndin var tekin fyrr í dag.
Húsið sem brann á Akureyri í dag er ónýtt. Myndin var tekin fyrr í dag. Vísir/Tryggvi Páll Tryggvason
Rannsókn lögreglu á eldsvoðanum við Norðurgötu á Akureyri er lokið og er niðurrif hafið. Ekkert hefur verið gefið út um eldsupptök.

Enn loga eldglæður í húsinu og var ákvörðun tekin um að rífa húsið svo slökkviliðsmenn kæmust betur að þeim, segir Vigfús Bjarkason, vakthafandi varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar.

Tveir eru á vettvangi sem stendur og er reiknað með því að niðurrif muni ljúka á ellefta tímanum í kvöld. Notast er við krumlu við verkið og er það sagt ganga vel.

Klukkan 05:14 í nótt fengu lögregla og slökkvilið á Akureyri tilkynningu um eld í íbúðarhúsinu við Norðurgötu. Strax var ljóst að um mikinn eld var að ræða en húsið er gamalt timburhús og var það í ljósum logum. 

Þrjár íbúðir eru í húsinu og var ein þeirra mannlaus þegar eldurinn kom upp. Aðrir íbúar náðu að koma sér út. Ekki náðist strax í íbúa mannlausu íbúðarinnar og var um tíma talið að þeir væru fastir inn í íbúðinni. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er talið líklegt að eldurinn hafi átt upptök sín í þeirri íbúð og því ljóst að betur fór en á horfðist í fyrstu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×