Nokkur orð um loftslagskvíða Hulda Jónsdóttir Tölgyes og Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 12:45 Um þessar mundir líður varla sá dagur þar sem við fáum ekki fréttir af loftslagsvánni í fjölmiðlum. Þar er rætt um yfirvofandi hörmungar, að við verðum að bregðast við af mikilli hörku og breyta okkar venjum hið snarasta. Vissulega er mikilvægt að bregðast við, en hjá sumum ná loftslagsáhyggjur og kvíði yfirhöndinni og valda umtalsverðu uppnámi. Er það gagnlegt? Ef marka má nýlega umhverfiskönnun MMR hafa um 70% landsmanna miklar áhyggjur af hlýnun jarðar. Hlutfallið fer upp í 77% þegar fólk á aldrinum 18-29 ára á í hlut. Þegar fólk er spurt hvort það hafi breytt hegðun sinni undanfarið ár segjast 86% hafa gert nokkrar eða miklar breytingar. Algengast er að fólk flokki sorp og dragi úr neyslu. Loftslagsmál virðast því ofarlega í huga fólks og margir leggja sitt af mörkum til að sporna við vandanum. Í sálfræðistörfum okkar hittum við reglulega fólk sem hefur miklar áhyggjur af loftslagsmálum. Þessar áhyggjur eru mismiklar og líklegast mestar meðal þeirra sem hafa ríka tilhneigingu til áhyggna. Sumir þeirra eru haldnir almennri kvíðaröskun sem einkennist af hamlandi áhyggjum samfara pirringi, eirðarleysi, einbeitingarleysi, þreytu, svefntruflunum og vöðvaspennu. Hóflegar áhyggjur eru gagnlegar Upp að vissu marki fá áhyggjur okkur til að bregðast við aðsteðjandi hættu.Tökum dæmi af heilsukvíða. Hóflegar heilsufarsáhyggjur gera það að verkum að við hugsum vel um líkama okkar og leitum til lækna þegar við á. Þegar heilsufarsáhyggjur verða aftur á móti of miklar engjumst við um og aðhöfumst fátt, forðumst læknisheimsóknir eða sækjum í endurteknar rannsóknir sem aðeins slá á kvíðann til skamms tíma. Það sama á við um loftslagskvíða. Mikilvægt er að horfast í augu við vandann sem vissulega er áhyggjuefni. Hóflegar áhyggjur fá okkur til að leggja okkar af mörkum og sýna gott fordæmi. Við getum spurt okkur hvað við getum gert hér og nú og gagnlegt getur verið að búa til viðmið um hvað við erum tilbúin að gera í þágu málefnisins. Í framhaldi má endurskoða þau viðmið með reglulegu millibili. Þá má minna sig á að við erum mannleg og getum ekki verið fullkomin að þessu leyti. Ef loftslagsáhyggjur verða of miklar er hætt við að okkur fallist hendur og verðum vonleysinu að bráð. Við gætum jafnvel reiðst yfir aðgerðaleysi annarra sem aðeins kemur niður á okkar líðan. Hér má minna sig á að aðrir eru mannlegir eins og við. Mannskepnan hefur alltaf átt erfitt með að horfast í augu við alvarlega atburði svo sem veikindi og hamfarir. Við höldum gjarnan að ekkert slæmt komi fyrir okkur og förum gjarnan í afneitun þegar upp koma erfiðleikar. Til skamms tíma reynist okkur auðveldara tilfinningalega að stinga hausnum í sandinn. Hvernig má draga úr loftslagskvíða? Þegar loftslagskvíði er orðinn alltumlykjandi er ástæða til að gera eitthvað í málunum. Til dæmis þegar við erum meira og minna með stanslausar áhyggjur og náum ekki að slaka á og njóta lífsins. Okkur finnst við jafnvel ekki mega líta glaðan dag og taka lífinu létt inn á milli. Það getur hins vegar alveg farið saman að taka ábyrgð á framtíðinni og að leyfa sér að njóta líðandi stundar. Ef við erum gjörn á áhyggjur höfum við líkast til lítið óvissuþol og eigum erfitt með að vita ekki hvernig hlutirnir fara. Hins vegar er nú lífið þannig að við vitum aldrei hvað gerist næst og erfiðleikar óhjákvæmilegir. Gott getur verið að æfa sig að þola við í óvissunni með því að segja við sig: „svo fer sem fer”, en ákveða samt að leggja sitt af mörkum til loftslagsmála og huga að hamingju sinni og annarra. Til að auka óvissuþol má æfa sig í að sækja í óvissu á ýmsum sviðum. Til dæmis með því að gera eitthvað óvænt, taka smávægilegar áhættur, fara ótroðnar slóðir, rækta hæfileika sína og breyta til. Einnig er mikilvægt að leyfa sér að gera stundum mistök, vera mannlegur og dæma sig og aðra ekki of hart fyrir að fara stundum út af sporinu. Ef þessi ráð duga ekki til, hvetjum við fólk til að leita sér sérhæfðrar aðstoðar en það má vel ná góðum tökum á áhyggjum og kvíða. Höfundar eru sálfræðingar við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Hulda Jónsdóttir Tölgyes Loftslagsmál Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir líður varla sá dagur þar sem við fáum ekki fréttir af loftslagsvánni í fjölmiðlum. Þar er rætt um yfirvofandi hörmungar, að við verðum að bregðast við af mikilli hörku og breyta okkar venjum hið snarasta. Vissulega er mikilvægt að bregðast við, en hjá sumum ná loftslagsáhyggjur og kvíði yfirhöndinni og valda umtalsverðu uppnámi. Er það gagnlegt? Ef marka má nýlega umhverfiskönnun MMR hafa um 70% landsmanna miklar áhyggjur af hlýnun jarðar. Hlutfallið fer upp í 77% þegar fólk á aldrinum 18-29 ára á í hlut. Þegar fólk er spurt hvort það hafi breytt hegðun sinni undanfarið ár segjast 86% hafa gert nokkrar eða miklar breytingar. Algengast er að fólk flokki sorp og dragi úr neyslu. Loftslagsmál virðast því ofarlega í huga fólks og margir leggja sitt af mörkum til að sporna við vandanum. Í sálfræðistörfum okkar hittum við reglulega fólk sem hefur miklar áhyggjur af loftslagsmálum. Þessar áhyggjur eru mismiklar og líklegast mestar meðal þeirra sem hafa ríka tilhneigingu til áhyggna. Sumir þeirra eru haldnir almennri kvíðaröskun sem einkennist af hamlandi áhyggjum samfara pirringi, eirðarleysi, einbeitingarleysi, þreytu, svefntruflunum og vöðvaspennu. Hóflegar áhyggjur eru gagnlegar Upp að vissu marki fá áhyggjur okkur til að bregðast við aðsteðjandi hættu.Tökum dæmi af heilsukvíða. Hóflegar heilsufarsáhyggjur gera það að verkum að við hugsum vel um líkama okkar og leitum til lækna þegar við á. Þegar heilsufarsáhyggjur verða aftur á móti of miklar engjumst við um og aðhöfumst fátt, forðumst læknisheimsóknir eða sækjum í endurteknar rannsóknir sem aðeins slá á kvíðann til skamms tíma. Það sama á við um loftslagskvíða. Mikilvægt er að horfast í augu við vandann sem vissulega er áhyggjuefni. Hóflegar áhyggjur fá okkur til að leggja okkar af mörkum og sýna gott fordæmi. Við getum spurt okkur hvað við getum gert hér og nú og gagnlegt getur verið að búa til viðmið um hvað við erum tilbúin að gera í þágu málefnisins. Í framhaldi má endurskoða þau viðmið með reglulegu millibili. Þá má minna sig á að við erum mannleg og getum ekki verið fullkomin að þessu leyti. Ef loftslagsáhyggjur verða of miklar er hætt við að okkur fallist hendur og verðum vonleysinu að bráð. Við gætum jafnvel reiðst yfir aðgerðaleysi annarra sem aðeins kemur niður á okkar líðan. Hér má minna sig á að aðrir eru mannlegir eins og við. Mannskepnan hefur alltaf átt erfitt með að horfast í augu við alvarlega atburði svo sem veikindi og hamfarir. Við höldum gjarnan að ekkert slæmt komi fyrir okkur og förum gjarnan í afneitun þegar upp koma erfiðleikar. Til skamms tíma reynist okkur auðveldara tilfinningalega að stinga hausnum í sandinn. Hvernig má draga úr loftslagskvíða? Þegar loftslagskvíði er orðinn alltumlykjandi er ástæða til að gera eitthvað í málunum. Til dæmis þegar við erum meira og minna með stanslausar áhyggjur og náum ekki að slaka á og njóta lífsins. Okkur finnst við jafnvel ekki mega líta glaðan dag og taka lífinu létt inn á milli. Það getur hins vegar alveg farið saman að taka ábyrgð á framtíðinni og að leyfa sér að njóta líðandi stundar. Ef við erum gjörn á áhyggjur höfum við líkast til lítið óvissuþol og eigum erfitt með að vita ekki hvernig hlutirnir fara. Hins vegar er nú lífið þannig að við vitum aldrei hvað gerist næst og erfiðleikar óhjákvæmilegir. Gott getur verið að æfa sig að þola við í óvissunni með því að segja við sig: „svo fer sem fer”, en ákveða samt að leggja sitt af mörkum til loftslagsmála og huga að hamingju sinni og annarra. Til að auka óvissuþol má æfa sig í að sækja í óvissu á ýmsum sviðum. Til dæmis með því að gera eitthvað óvænt, taka smávægilegar áhættur, fara ótroðnar slóðir, rækta hæfileika sína og breyta til. Einnig er mikilvægt að leyfa sér að gera stundum mistök, vera mannlegur og dæma sig og aðra ekki of hart fyrir að fara stundum út af sporinu. Ef þessi ráð duga ekki til, hvetjum við fólk til að leita sér sérhæfðrar aðstoðar en það má vel ná góðum tökum á áhyggjum og kvíða. Höfundar eru sálfræðingar við Kvíðameðferðarstöðina.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun