"Ef þú kvartar gætirðu misst húsnæðið þitt“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 19:30 Stéttarfélögum ætti að vera heimilt að sekta fyrirtæki sem brjóta á starfsmönnum að mati hagfræðinema sem vann rannsókn á aðstæðum innflytjenda á vinnumarkaði fyrir ASÍ. Yfir helmingur allra krafna sem aðildarfélög ASÍ gerðu á síðasta ári voru fyrir hönd útlendinga. Rannsókn á aðstæðum útlendinga á íslenskum vinnumarkaði var kynnt á málþingi um innflytjendur og ofbeldi í morgun. Rannsóknin var unnin fyrir ASÍ með svokölluðum djúpviðtölum við átta útlendinga sem starfa hér á landi. Allir nema einn töldu að brotið hefði verið á sér. „Þetta er miklu, miklu algengara en maður myndi gera sér grein fyrir. Þau fá til dæmis ekki veikindafrí og fá ekki ráðningasamning. En svo er þetta mjög mikið svona andlegt, líkt og; ef þú kvartar þá gætirðu misst húsnæðið þitt," segir Nanna Hermannsdóttir, sem gerði rannsóknina. Samkvæmt nýlegri könnun ASÍ voru meira en helmingur allra krafna sem aðildarfélög ASÍ gerðu á síðasta ári fyrir hönd erlendra félagsmanna. Þeir eru þó aðeins tæpur fimmtungur launafólks á íslenskum vinnumarkaði og um fjórðungur af félagsmönnum. Þrátt fyrir þessa tölfræði segir Nanna útlendinga oft tregari við að leita réttar síns. „Fólk sem er ekki með neitt bakland þorir kannski ekki að gera neitt í því," segir hún. Viðmælendur í rannsókninni voru meðal annars fengnir í hópi á Facebook þar sem útlendingar vara við íslenskum fyrirtækjum sem þeir hafa starfað hjá. Fyrirtækjum þar sem brotið hefur verið á þeim í starfi. Í hópnum eru um 2.300 manns. Hún telur skorta úrræði fyrir stéttarfélög til að beita sér af krafti. Félögin ættu að geta hafið skoðun á aðstæðum starfsmanna. „Til að stíga inn í án þess að hafa verið beðin um það af starfsfólki. Bara ef grunur leikur á um að eitthvað sé í gangi," segir hún. Eins ættu að vera sektarheimildir. „Þannig að það sé í rauninni ekki bara það að þeir þurfi að greiða til baka þessum einstaklingi. Heldur sé einnig auka sekt fyrir það að hafa framið brotið. Þegar atvinnurekendur sjá það trekk í trekk að þeir komast upp með þetta halda þeir náttúrulega áfram," segir Nanna. Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Stéttarfélögum ætti að vera heimilt að sekta fyrirtæki sem brjóta á starfsmönnum að mati hagfræðinema sem vann rannsókn á aðstæðum innflytjenda á vinnumarkaði fyrir ASÍ. Yfir helmingur allra krafna sem aðildarfélög ASÍ gerðu á síðasta ári voru fyrir hönd útlendinga. Rannsókn á aðstæðum útlendinga á íslenskum vinnumarkaði var kynnt á málþingi um innflytjendur og ofbeldi í morgun. Rannsóknin var unnin fyrir ASÍ með svokölluðum djúpviðtölum við átta útlendinga sem starfa hér á landi. Allir nema einn töldu að brotið hefði verið á sér. „Þetta er miklu, miklu algengara en maður myndi gera sér grein fyrir. Þau fá til dæmis ekki veikindafrí og fá ekki ráðningasamning. En svo er þetta mjög mikið svona andlegt, líkt og; ef þú kvartar þá gætirðu misst húsnæðið þitt," segir Nanna Hermannsdóttir, sem gerði rannsóknina. Samkvæmt nýlegri könnun ASÍ voru meira en helmingur allra krafna sem aðildarfélög ASÍ gerðu á síðasta ári fyrir hönd erlendra félagsmanna. Þeir eru þó aðeins tæpur fimmtungur launafólks á íslenskum vinnumarkaði og um fjórðungur af félagsmönnum. Þrátt fyrir þessa tölfræði segir Nanna útlendinga oft tregari við að leita réttar síns. „Fólk sem er ekki með neitt bakland þorir kannski ekki að gera neitt í því," segir hún. Viðmælendur í rannsókninni voru meðal annars fengnir í hópi á Facebook þar sem útlendingar vara við íslenskum fyrirtækjum sem þeir hafa starfað hjá. Fyrirtækjum þar sem brotið hefur verið á þeim í starfi. Í hópnum eru um 2.300 manns. Hún telur skorta úrræði fyrir stéttarfélög til að beita sér af krafti. Félögin ættu að geta hafið skoðun á aðstæðum starfsmanna. „Til að stíga inn í án þess að hafa verið beðin um það af starfsfólki. Bara ef grunur leikur á um að eitthvað sé í gangi," segir hún. Eins ættu að vera sektarheimildir. „Þannig að það sé í rauninni ekki bara það að þeir þurfi að greiða til baka þessum einstaklingi. Heldur sé einnig auka sekt fyrir það að hafa framið brotið. Þegar atvinnurekendur sjá það trekk í trekk að þeir komast upp með þetta halda þeir náttúrulega áfram," segir Nanna.
Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira