Tyrkir ætla að senda hundruð ISIS-liða til Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2019 11:45 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AP Ríkisstjórn Tyrklands hefur sent bandarískan vígamann Íslamska ríkisins til Bandaríkjanna og einn þýskan vígamann til Þýskalands. Það var gert í dag. Þá stendur til að senda 23 vígamenn úr landi á næstu dögum. Einn þeirra er frá Danmörku, tveir frá Írlandi, níu frá Þýskalandi og ellefu frá Frakklandi. Tyrkir ætla sér að senda mun fleiri erlenda vígamenn aftur til síns heima á næstunni, sama þó einhverjir þeirra hafi verið sviptir ríkisborgararétti í heimaríkjum þeirra. Þetta kemur fram í tyrkneskum fjölmiðlum í dag. Samkvæmt frétt Reuters stendur til að senda um 2.500 erlenda vígamenn til heimalanda þeirra. Meirihluti þeirra er frá Evrópu.Sýrlenskir Kúrdar segjast vera með um tíu þúsund vígamenn í haldi og um tvö þúsund þeirra séu frá Evrópu. Kúrdar hafa lengi kallað eftir því að heimaríki þeirra taki við þeim en án árangurs. Þeir hafa ekki burði til að halda öllum þessum mönnum föngum og innrás Tyrkja í Sýrland, sem beinist að mestu gegn sýrlenskum Kúrdum, hefur gert stöðu Kúrda mun erfiðari. Ekki liggur þó fyrir hvað verður um þá vígamenn sem eru í haldi þeirra. Samkomulag á milli Kúrda og Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, gæti falið í sér að þeir verði færðir í hald stjórnarhersins. Fjölmargir erlendir vígamenn ISIS hafa lýst því yfir að þeir vilji alls ekki lenda í haldi hersins.Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands.AP/Burhan OzbiliciÞað eru ýmsar ástæður fyrir því að forsvarsmenn ríkja Evrópu og annarra vilja ekki fá vígamenn aftur heim. Taki þeir á móti þeim þarf að rétta yfir þeim og þá virðast meiri líkur en minni á því að yfirvöld þurfi að sleppa þeim úr haldi. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Þó þeir verði sakfelldir er ekki mikill vilji til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins ISIS.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heimMálið snýr ekki eingöngu að vígamönnum hryðjuverkasamtakanna heldur einnig að fjölskyldumeðlimum þeirra og annarra sem hafa fallið í átökum. Kúrdar halda tugi þúsunda þeirra í sérstökum búðum í Sýrlandi. Þar eru meðal annars konur og börn frá Evrópu og Norður-Ameríku. Reynslan hefur þó sýnt að margar kvenna ISIS eru þó ekki minni öfgamenn en vígamenn samtakanna.Sjá einnig: Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISISEftir að innanríkisráðherra Tyrklands sagði í síðustu viku að til stæði að flytja vígamenn til heimalanda sinna hefur verið leitast eftir upplýsingum um hvernig þeir flutningar muni fara fram. Sérstaklega með tilliti til þess að lönd þessi vilja ef til vill ekki fá þessa aðila.Samkvæmt umfjöllun Guardian þykir ólíklegt að Tyrkir geti yfir höfuð sent ríkisfangslausa aðila til annarra ríkja, sama þó þeir segist ætla að gera það.Í síðasta mánuði tókst tveimur konum til dæmis að flýja úr búðum ISIS-kvenna í Sýrlandi og ferðast til Tyrklands. Þær fóru báðar með börn þeirra í sendiráð Hollands í Ankara og fóru fram á að vera send til Hollands. Báðar konurnar voru með ríkisborgararétt í Hollandi en önnur þeirra var einnig með ríkisborgararétt í Morokkó. Konurnar voru báðar handteknar af lögreglunni í Ankara og Hollendingar tilkynntu Tyrkjum hið snarasta að seinni konan hefði verið svipt ríkisborgararétti sínum. Í samtali við Reuters segir talsmaður Utanríkisráðuneytis Þýskalands að yfirvöld þar í landi viti ekki enn hverjir þeir meintu vígamenn sem Tyrkir segjast ætla að senda til Þýskalands séu. Reynt verði að komast á snoðir um það þegar sótt verður um nauðsynlegt gögn fyrir þá. Hann segir að ekki verði mögulegt að neita að taka á móti þeim, reynist þeir vera með þýsk ríkisföng. Sýrland Tyrkland Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira
Ríkisstjórn Tyrklands hefur sent bandarískan vígamann Íslamska ríkisins til Bandaríkjanna og einn þýskan vígamann til Þýskalands. Það var gert í dag. Þá stendur til að senda 23 vígamenn úr landi á næstu dögum. Einn þeirra er frá Danmörku, tveir frá Írlandi, níu frá Þýskalandi og ellefu frá Frakklandi. Tyrkir ætla sér að senda mun fleiri erlenda vígamenn aftur til síns heima á næstunni, sama þó einhverjir þeirra hafi verið sviptir ríkisborgararétti í heimaríkjum þeirra. Þetta kemur fram í tyrkneskum fjölmiðlum í dag. Samkvæmt frétt Reuters stendur til að senda um 2.500 erlenda vígamenn til heimalanda þeirra. Meirihluti þeirra er frá Evrópu.Sýrlenskir Kúrdar segjast vera með um tíu þúsund vígamenn í haldi og um tvö þúsund þeirra séu frá Evrópu. Kúrdar hafa lengi kallað eftir því að heimaríki þeirra taki við þeim en án árangurs. Þeir hafa ekki burði til að halda öllum þessum mönnum föngum og innrás Tyrkja í Sýrland, sem beinist að mestu gegn sýrlenskum Kúrdum, hefur gert stöðu Kúrda mun erfiðari. Ekki liggur þó fyrir hvað verður um þá vígamenn sem eru í haldi þeirra. Samkomulag á milli Kúrda og Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, gæti falið í sér að þeir verði færðir í hald stjórnarhersins. Fjölmargir erlendir vígamenn ISIS hafa lýst því yfir að þeir vilji alls ekki lenda í haldi hersins.Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands.AP/Burhan OzbiliciÞað eru ýmsar ástæður fyrir því að forsvarsmenn ríkja Evrópu og annarra vilja ekki fá vígamenn aftur heim. Taki þeir á móti þeim þarf að rétta yfir þeim og þá virðast meiri líkur en minni á því að yfirvöld þurfi að sleppa þeim úr haldi. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Þó þeir verði sakfelldir er ekki mikill vilji til að halda þeim í almennum fangelsum þar sem þeir gætu dreift boðskap sínum og jafnvel fengið aðra fanga til að aðhyllast samtök eins ISIS.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heimMálið snýr ekki eingöngu að vígamönnum hryðjuverkasamtakanna heldur einnig að fjölskyldumeðlimum þeirra og annarra sem hafa fallið í átökum. Kúrdar halda tugi þúsunda þeirra í sérstökum búðum í Sýrlandi. Þar eru meðal annars konur og börn frá Evrópu og Norður-Ameríku. Reynslan hefur þó sýnt að margar kvenna ISIS eru þó ekki minni öfgamenn en vígamenn samtakanna.Sjá einnig: Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISISEftir að innanríkisráðherra Tyrklands sagði í síðustu viku að til stæði að flytja vígamenn til heimalanda sinna hefur verið leitast eftir upplýsingum um hvernig þeir flutningar muni fara fram. Sérstaklega með tilliti til þess að lönd þessi vilja ef til vill ekki fá þessa aðila.Samkvæmt umfjöllun Guardian þykir ólíklegt að Tyrkir geti yfir höfuð sent ríkisfangslausa aðila til annarra ríkja, sama þó þeir segist ætla að gera það.Í síðasta mánuði tókst tveimur konum til dæmis að flýja úr búðum ISIS-kvenna í Sýrlandi og ferðast til Tyrklands. Þær fóru báðar með börn þeirra í sendiráð Hollands í Ankara og fóru fram á að vera send til Hollands. Báðar konurnar voru með ríkisborgararétt í Hollandi en önnur þeirra var einnig með ríkisborgararétt í Morokkó. Konurnar voru báðar handteknar af lögreglunni í Ankara og Hollendingar tilkynntu Tyrkjum hið snarasta að seinni konan hefði verið svipt ríkisborgararétti sínum. Í samtali við Reuters segir talsmaður Utanríkisráðuneytis Þýskalands að yfirvöld þar í landi viti ekki enn hverjir þeir meintu vígamenn sem Tyrkir segjast ætla að senda til Þýskalands séu. Reynt verði að komast á snoðir um það þegar sótt verður um nauðsynlegt gögn fyrir þá. Hann segir að ekki verði mögulegt að neita að taka á móti þeim, reynist þeir vera með þýsk ríkisföng.
Sýrland Tyrkland Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira