Stjórnarmaður í SFS dæmdur fyrir skattalagabrot og peningaþvætti Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. nóvember 2019 06:45 Héraðsdómur Vesturlands er í Borgarnesi. Vísir/Egill Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands, var á dögunum dæmdur í Héraðsdómi Vesturlands í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn bókhaldslögum, meiri háttar skattalagabrot og peningaþvætti. Þá er Ólafi, sem er einnig stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), gert að greiða rúmlega 36 milljóna króna sekt í ríkissjóð en hann játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. Samkvæmt dóminum rangfærði Ólafur bókhald hraðfrystihússins með því að gefa út ranga kreditreikninga á hendur félaginu Sæmark-Sjávarafurðir í þeim tilgangi að taka fjármuni í eigin þágu. Á árunum 2013-2015 skilaði Ólafur röngum skattframtölum þar sem tekjur hans voru vantaldar um tæpar 45 milljónir. Komu þær tekjur bæði frá Hraðfrystihúsi Hellissands og Sæmarki-Sjávarafurðum. Þar að auki var hann dæmdur fyrir notkun á erlendu kreditkorti sem greitt var með fjármunum frá Sigurði Gísla Björnssyni, forsvarsmanni Sæmarks. Alls komst Ólafur hjá því að greiða tekjuskatt og útsvar sem nemur tæpri 21 milljón króna. Með því að nýta sér þá fjármuni var hann dæmdur fyrir peningaþvætti. Fram kemur í dóminum að Ólafur hafi ekki áður sætt refsingu og játning hans er metin honum til málsbóta við ákvörðun refsingar. Ólafur hefur þegar endurgreitt vangreiddan tekjuskatt en hefur samkvæmt dóminum fjórar vikur til að greiða sektina. Verjandi Ólafs afsalaði sér þóknun vegna starfa sinna. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sjávarútvegur Snæfellsbær Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands, var á dögunum dæmdur í Héraðsdómi Vesturlands í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn bókhaldslögum, meiri háttar skattalagabrot og peningaþvætti. Þá er Ólafi, sem er einnig stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), gert að greiða rúmlega 36 milljóna króna sekt í ríkissjóð en hann játaði brot sín skýlaust fyrir dómi. Samkvæmt dóminum rangfærði Ólafur bókhald hraðfrystihússins með því að gefa út ranga kreditreikninga á hendur félaginu Sæmark-Sjávarafurðir í þeim tilgangi að taka fjármuni í eigin þágu. Á árunum 2013-2015 skilaði Ólafur röngum skattframtölum þar sem tekjur hans voru vantaldar um tæpar 45 milljónir. Komu þær tekjur bæði frá Hraðfrystihúsi Hellissands og Sæmarki-Sjávarafurðum. Þar að auki var hann dæmdur fyrir notkun á erlendu kreditkorti sem greitt var með fjármunum frá Sigurði Gísla Björnssyni, forsvarsmanni Sæmarks. Alls komst Ólafur hjá því að greiða tekjuskatt og útsvar sem nemur tæpri 21 milljón króna. Með því að nýta sér þá fjármuni var hann dæmdur fyrir peningaþvætti. Fram kemur í dóminum að Ólafur hafi ekki áður sætt refsingu og játning hans er metin honum til málsbóta við ákvörðun refsingar. Ólafur hefur þegar endurgreitt vangreiddan tekjuskatt en hefur samkvæmt dóminum fjórar vikur til að greiða sektina. Verjandi Ólafs afsalaði sér þóknun vegna starfa sinna.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sjávarútvegur Snæfellsbær Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira