Messi skaut Barcelona á toppinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Samspil Messi og Suarez skilaði sigurmarkinu
Samspil Messi og Suarez skilaði sigurmarkinu Getty/Tim Clayton
Lionel Messi var hetja Barcelona gegn Atletico Madrid í stórleik helgarinnar í La Liga deildinni.

Það stefndi allt í markalaust jafntefli í Madríd þar til á 86. mínútu þegar Messi skoraði eftir sendingu Luis Suarez.

Bæði lið höfðu átt nóg af færum í leiknum en Barcelona var miklu meira með boltann eins og svo oft áður.

Heimamenn í Atletico náðu ekki að finna jöfnunarmark og því lauk leiknum með 1-0 sigri.

Sigurinn þýðir að Barcelona fer á topp deildarinnar, jafnir Real Madrid að stigum. Atletico fer hins vegar að hellast úr toppbaráttunni, komnir sex stigum á eftir toppliðunum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira