Banaslys rakið til þess að ökumaður hafi sofnað eða misst athyglina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2019 11:51 Frá slysstað. Mynd/RNSA Talið er að rekja megi banaslys sem varð í mars 2018 á Lyngdalsheiðinni til þess að ökumaður fólksbíls hafi sofnað undir stýri eða misst athyglina frá akstri bílsins með þeim afleiðingum að bílnum var ekið yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir vörubíl sem kom úr gagnstæðri átt. Hollenskt par lést í árekstrinum. Slysið varð síðdegis þann 8. mars 2018. Nissan fólskbifreið, bílaleigubíl, var ekið vestur Lyngdalsheiðarveg. Á sama tíma var Man vörubifreiðekið austur Lyngdalsheiðarveg. Skömmu áður en bifreiðarnar mættust á veginum var Nissan bifreiðinni ekið yfir miðlínu vegarins og yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Man vörubifreiðina. Ökumaður vörubílsins nauðhemlaði en áreksturinn var óumflýjanlegur. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að áreksturinn hafi verið mjög harður og kastaðist fólksbifreiðin yfir á vegöxlina fyrir umferð í vestur og vörubifreiðin stöðvaðist utan vegar, hægra megin miðað við akstursátt.Slysið varð á Lyngdalsheiði.Mynd/LoftmyndirTvennt var í fólksbílnum, hollenskt par á ferð um Ísland. Létust þau bæði í slysinu. Ökumaður vörubílsins slapp án meiðsla og farþegi í vörubílnum hlaut minniháttar meiðsli. Við rannsókn slyssins kom ekkert fram sem skýrt gæti hvers vegna fólksbifreiðinni var ekið yfir á öfugan vegarhelming. „Aðstæður voru góðar og staða sólar með þeim hætti að ekki er talið að hún hafi hugsanlega skert sýn ökumanns Nissan bifreiðarinnar. Sennilega hefur ökumaður bifreiðarinnar sofnað eða misst athygli frá akstri bifreiðarinnar af öðrum ástæðum,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Ekkert kom fram um ástand bílsins sem skýrt gæti orsakir slyssins. Við bíltæknirannsókn kom hins vegar fram að hjólbarðar Nissan bifreiðarinnar fullnægðu ekki kröfum sem gerðar eru í gerðarlýsingu bifreiðarinnar um burðarþyngd á hjólbarða. Ekki er þó talið að þetta atriði hafi tengst orsökum slyssins. Engu að síður er því beint til bílaleigunnar sem leigði bílinn út að gera ráðstafanir til þess að bifreiðar í hennar eigu séu búnar hjólbörðum sem uppfylla kröfur framleiðanda um burðarþyngd. Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vegurinn um Lyngdalsheiði lokaður vegna alvarlegs umferðarslyss Brunavarnir Árnssýslu greina frá þessu. 8. mars 2018 16:28 Banaslys á Lyngdalsheiði Erlendir ferðamenn, karl og kona, létust í árekstri vörubifreiðar og fólksbifreiðar á Lyngdalsheiðarvegi í dag. 8. mars 2018 19:05 Fleiri erlendir ferðamenn slasast í umferðinni hér á landi Fimm látnir það sem af er ári 12. mars 2018 19:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Talið er að rekja megi banaslys sem varð í mars 2018 á Lyngdalsheiðinni til þess að ökumaður fólksbíls hafi sofnað undir stýri eða misst athyglina frá akstri bílsins með þeim afleiðingum að bílnum var ekið yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir vörubíl sem kom úr gagnstæðri átt. Hollenskt par lést í árekstrinum. Slysið varð síðdegis þann 8. mars 2018. Nissan fólskbifreið, bílaleigubíl, var ekið vestur Lyngdalsheiðarveg. Á sama tíma var Man vörubifreiðekið austur Lyngdalsheiðarveg. Skömmu áður en bifreiðarnar mættust á veginum var Nissan bifreiðinni ekið yfir miðlínu vegarins og yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Man vörubifreiðina. Ökumaður vörubílsins nauðhemlaði en áreksturinn var óumflýjanlegur. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að áreksturinn hafi verið mjög harður og kastaðist fólksbifreiðin yfir á vegöxlina fyrir umferð í vestur og vörubifreiðin stöðvaðist utan vegar, hægra megin miðað við akstursátt.Slysið varð á Lyngdalsheiði.Mynd/LoftmyndirTvennt var í fólksbílnum, hollenskt par á ferð um Ísland. Létust þau bæði í slysinu. Ökumaður vörubílsins slapp án meiðsla og farþegi í vörubílnum hlaut minniháttar meiðsli. Við rannsókn slyssins kom ekkert fram sem skýrt gæti hvers vegna fólksbifreiðinni var ekið yfir á öfugan vegarhelming. „Aðstæður voru góðar og staða sólar með þeim hætti að ekki er talið að hún hafi hugsanlega skert sýn ökumanns Nissan bifreiðarinnar. Sennilega hefur ökumaður bifreiðarinnar sofnað eða misst athygli frá akstri bifreiðarinnar af öðrum ástæðum,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Ekkert kom fram um ástand bílsins sem skýrt gæti orsakir slyssins. Við bíltæknirannsókn kom hins vegar fram að hjólbarðar Nissan bifreiðarinnar fullnægðu ekki kröfum sem gerðar eru í gerðarlýsingu bifreiðarinnar um burðarþyngd á hjólbarða. Ekki er þó talið að þetta atriði hafi tengst orsökum slyssins. Engu að síður er því beint til bílaleigunnar sem leigði bílinn út að gera ráðstafanir til þess að bifreiðar í hennar eigu séu búnar hjólbörðum sem uppfylla kröfur framleiðanda um burðarþyngd.
Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Vegurinn um Lyngdalsheiði lokaður vegna alvarlegs umferðarslyss Brunavarnir Árnssýslu greina frá þessu. 8. mars 2018 16:28 Banaslys á Lyngdalsheiði Erlendir ferðamenn, karl og kona, létust í árekstri vörubifreiðar og fólksbifreiðar á Lyngdalsheiðarvegi í dag. 8. mars 2018 19:05 Fleiri erlendir ferðamenn slasast í umferðinni hér á landi Fimm látnir það sem af er ári 12. mars 2018 19:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Vegurinn um Lyngdalsheiði lokaður vegna alvarlegs umferðarslyss Brunavarnir Árnssýslu greina frá þessu. 8. mars 2018 16:28
Banaslys á Lyngdalsheiði Erlendir ferðamenn, karl og kona, létust í árekstri vörubifreiðar og fólksbifreiðar á Lyngdalsheiðarvegi í dag. 8. mars 2018 19:05
Fleiri erlendir ferðamenn slasast í umferðinni hér á landi Fimm látnir það sem af er ári 12. mars 2018 19:00