Carragher og Neville ósammála um hvort að reka eigi Emery Anton Ingi Leifsson skrifar 26. nóvember 2019 13:30 Unai Emery líflegur á hliðarlínunni í 2-2 jafnteflinu gegn Southampton um helgina. vísir/getty Gary Neville og Jamie Carragher voru ekki sammála í Monday Night Football í gærkvöldi þegar rætt var um hvort að Arsenal ætti að láta Spánverjann, Unai Emery fara. Gengi Arsenal hefur verið afleitt á tímabilinu en Arsenal hefur einungis unnið fjóra af fyrstu þrettán leikjunum í ensku deildinni. Staða Emery var til umræðu í þættinum í gær og þeir félagar voru ekki sammála. „Ég fer aftur til fyrsta Monday Night Football á síðasta ári þegar vð ræddum Unai Emery. Ég vildi sjá stjóra aðlagast mismunandi tímum en Gary vildi að þeir myndu halda sig við sínar reglur. Emery hefur ekki aðlagast og hefur búið til ringulreið,“ sagði Carragher. „Það er ringulreið meðal stuðningsmanna, meðal leikmanna og ringulreið hjá honum sjálfum. Leikurinn gegn Southampton lýsir síðustu átján mánuðum hjá Emery.“ „Þeir skora mörk því þeir eru með framherja og þeir fá á sig mörk því þeir eru alltaf að reyna spila út úr vörninni. Þeir fá tuttugu skot á sig í hverjum leik og stjórinn er alltaf að breyta uppstillingunni. Hann spilaði með þrjár mismunandi liðsuppstillingar um helgina.“.@Carra23 and @GNev2 gave contrasting views on Unai Emery on Monday Night Football after Arsenal's 2-2 draw with Southampton on Saturday cranked up the pressure on the Spaniard...https://t.co/jEnKNQKrdP — Sky Sports MNF (@SkySportsMNF) November 25, 2019 „Á þessum tímapunkti þá held ég að Unai Emery sé ekki í Meistaradeildargæðum. Hann er Evrópudeildargæði. Frábær ferill og allt sem hann hefur gert en ég held að hann sé ekki sá sem Arsenal þarf,“ bætti Carragher við. Neville var hins vegar ósammála félaga sínum í settinu í gær og tók upp hanskann fyrir Emery. „Ég held að það sé splundrun í stjórninni. Þeir hafa séð hvað hefur gerst hjá Manchester United eftir langa veru Sir Alex Ferguson og þeir voru með Arsene Wenger lengur í starfi.“ „United er ekki nær því að vinna deildina en þeir voru fyrir átta árum síðan. Arsenal mun líta á það. Þeir munu anda og halda sig við upphafs ákvörðunina, að ráða hann inn til félagsins, þangað til þeir eru algjörlega vissir um hvað þeir vilja gera - því annars skapa þeir enn meiri ringulreið hjá félaginu.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Völdu úrvalslið áratugarins í enska boltanum: Einn leikmaður Liverpool komst í lið Carragher Það var fjör í Monday Night Football á Sky Sports í gærkvöldi þar sem valið var úrvalslið áratugarins. 26. nóvember 2019 09:00 Carragher setti á sig gleraugun og fór yfir sigurmark Mahrez Riyad Mahrez var hetja Manchester City í stórleiknum gegn Chelsea um helgina. 26. nóvember 2019 12:00 „Kæmi mér rosalega á óvart ef Everton verður ekki í fallsæti eftir þessa leiki“ Everton er enn ekki búið að reka stjóra sinn, Marco Silva, úr starfi en mikil pressa er á honum eftir enn ein vonbrigði Everton um helgina er liðið tapaði 2-0 fyrir Norwich á heimavelli. 26. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Sjá meira
Gary Neville og Jamie Carragher voru ekki sammála í Monday Night Football í gærkvöldi þegar rætt var um hvort að Arsenal ætti að láta Spánverjann, Unai Emery fara. Gengi Arsenal hefur verið afleitt á tímabilinu en Arsenal hefur einungis unnið fjóra af fyrstu þrettán leikjunum í ensku deildinni. Staða Emery var til umræðu í þættinum í gær og þeir félagar voru ekki sammála. „Ég fer aftur til fyrsta Monday Night Football á síðasta ári þegar vð ræddum Unai Emery. Ég vildi sjá stjóra aðlagast mismunandi tímum en Gary vildi að þeir myndu halda sig við sínar reglur. Emery hefur ekki aðlagast og hefur búið til ringulreið,“ sagði Carragher. „Það er ringulreið meðal stuðningsmanna, meðal leikmanna og ringulreið hjá honum sjálfum. Leikurinn gegn Southampton lýsir síðustu átján mánuðum hjá Emery.“ „Þeir skora mörk því þeir eru með framherja og þeir fá á sig mörk því þeir eru alltaf að reyna spila út úr vörninni. Þeir fá tuttugu skot á sig í hverjum leik og stjórinn er alltaf að breyta uppstillingunni. Hann spilaði með þrjár mismunandi liðsuppstillingar um helgina.“.@Carra23 and @GNev2 gave contrasting views on Unai Emery on Monday Night Football after Arsenal's 2-2 draw with Southampton on Saturday cranked up the pressure on the Spaniard...https://t.co/jEnKNQKrdP — Sky Sports MNF (@SkySportsMNF) November 25, 2019 „Á þessum tímapunkti þá held ég að Unai Emery sé ekki í Meistaradeildargæðum. Hann er Evrópudeildargæði. Frábær ferill og allt sem hann hefur gert en ég held að hann sé ekki sá sem Arsenal þarf,“ bætti Carragher við. Neville var hins vegar ósammála félaga sínum í settinu í gær og tók upp hanskann fyrir Emery. „Ég held að það sé splundrun í stjórninni. Þeir hafa séð hvað hefur gerst hjá Manchester United eftir langa veru Sir Alex Ferguson og þeir voru með Arsene Wenger lengur í starfi.“ „United er ekki nær því að vinna deildina en þeir voru fyrir átta árum síðan. Arsenal mun líta á það. Þeir munu anda og halda sig við upphafs ákvörðunina, að ráða hann inn til félagsins, þangað til þeir eru algjörlega vissir um hvað þeir vilja gera - því annars skapa þeir enn meiri ringulreið hjá félaginu.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Völdu úrvalslið áratugarins í enska boltanum: Einn leikmaður Liverpool komst í lið Carragher Það var fjör í Monday Night Football á Sky Sports í gærkvöldi þar sem valið var úrvalslið áratugarins. 26. nóvember 2019 09:00 Carragher setti á sig gleraugun og fór yfir sigurmark Mahrez Riyad Mahrez var hetja Manchester City í stórleiknum gegn Chelsea um helgina. 26. nóvember 2019 12:00 „Kæmi mér rosalega á óvart ef Everton verður ekki í fallsæti eftir þessa leiki“ Everton er enn ekki búið að reka stjóra sinn, Marco Silva, úr starfi en mikil pressa er á honum eftir enn ein vonbrigði Everton um helgina er liðið tapaði 2-0 fyrir Norwich á heimavelli. 26. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Sjá meira
Völdu úrvalslið áratugarins í enska boltanum: Einn leikmaður Liverpool komst í lið Carragher Það var fjör í Monday Night Football á Sky Sports í gærkvöldi þar sem valið var úrvalslið áratugarins. 26. nóvember 2019 09:00
Carragher setti á sig gleraugun og fór yfir sigurmark Mahrez Riyad Mahrez var hetja Manchester City í stórleiknum gegn Chelsea um helgina. 26. nóvember 2019 12:00
„Kæmi mér rosalega á óvart ef Everton verður ekki í fallsæti eftir þessa leiki“ Everton er enn ekki búið að reka stjóra sinn, Marco Silva, úr starfi en mikil pressa er á honum eftir enn ein vonbrigði Everton um helgina er liðið tapaði 2-0 fyrir Norwich á heimavelli. 26. nóvember 2019 11:00